Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 14
14 FALKINN Qrðugi tappinn Og fjórar brennivín — Framh. af bls. 5. að það var verið að gifta á Hóli, já, og skíra ... já, ertu ekki hissa og okkur ekki boðið, eigum við ekki bara að fara ... ha, já, ég kem til þín á eftir ... ha, rabbabarann .. . æ, heldurðu að ég hafi ekki. .. Nei, allt í lagi, ég skal senda hann Steina með hann ... bíddu aðeins ... já, Brún, hérna er Reykjavík fyrir Gunnar, hann hefur þá ekki verið hátt uppi í fjalli... halló, mamma, .. . já, það er aldrei friður ... já-já, jæja, ég kem upp úr sjö. Ha? hvað segirðu, nýi presturinn ... já, hvað heldurðu að ég hafi heyrt, nei, ég get ekki sagt þér það í símann. Já- já, blessuð mamma mín. Já, hann verður áreiðanlega ekki lengi hér . .. og á hann ekki tvö börn vestur á fjörðum? ... Bless elskan ... Hóll ... halló, Hóll... Hvað er með þennan Þorstein? . .. finnst ekki. .. Já, hver ætlar þá að taka skilaboð- in? Já, jú-jú . .. gjörðu svo vel. Nú hlýtur röðin að koma að mér, hugsa ég og rétt á eftir heyri ég afgreiðslustúlkuna gefa Reykjavík upp númerið, sem ég bað um. Enn bíð ég nokkra stund og þá segir hún mér, að það svari ekki. Ég þakka fyrir og fer. Geng út úr þorpinu. Það tekur mig ekki nema fimm mínútur og þegar ég fer framhjá húsi kaupfélagsstjór- ans þá sé ég hvar hann stendur við gluggann með svarta þverslaufu og hátt söðulbakað nef í laginu alveg eins og rassinn á keramíksbjörnun- um hans Guðmundar frá Miðdal. Það er sem sé búið að draga hansa- gardínurnar upp því sólin er komin í hvarf og þó hún fegin vildi, þá gæti hún ekki gert útskornu arm- stólunum með gefjunaráklæðinu hið minnsta mein. -x Skrítlur Skozkur bóndi sem bjó við vatn, verslaði við kaupmann, sem bjó fyrir handan vatnið. Hann not- aði bát á sumrin, en á vetrin var vatnið á ís og þá var konan látin fara til kaupmannsins. Svo var það einn dag að vori, að farið var að hlána og ísinn var ekki traustur. Bóndinn skrifaði á seðil allt það, sem konan átti að kaupa, og bætti svo við neðst á blaðið: „Vegna þess að ísinn er ekki trygg- ur, sendi ég peningana fyrir þetta í póstinum." • Gömul kona er á knattspyrnu í fyrst skifti, og spyr þann, sem hjá henni situr: — Hvers vegna hafa þeir þetta net á markstöngunum? — Þeir gera það til þess að flug- urnar bíti ekki markvörðinn. Konan spyr læknirinn, sem er að skoða manninn hennar: — Er hann dáinn, læknir?" — Já, hann er líklega að skilja við, segir læknirinn. —¦ Þá rumskar maðurinn og segir: — Nei, ég er lifandi. — Hvað ertu að þvaðra, Run- ólfur, segir konan. —¦ Heldurðu að læknirinn viti þetta ekki betur en þú? • — Ég vona að við fáum ekki tvær brúðkaupsgjafir af sömu tegund, því að það er svo leiðinlegt, sagði hún viku fyrir brúðkaupið. — Segðu það ekki, svaraði hann. — Hann pabbi hefur lofað mér tíu þúsund krónum, og mér þætti ekki verra þó hann pabbi þinn gerði eins. Trúlofunarskeiðið er tímabilið, sem stúlkan notar til þess að rann- saka, hvort hún geti fundið nokk- urn betri. Afgreiösla FÁLKANS er flutt að Vesturgötu 3 HtcAAyáta JálkanA pr Wr W Lárétt skýring: 1. Kvelja, 5. Fyrirgefning, 10. Gyðjur, 11. Rölta, 13. Tónn, 14. Mál- helta, 16. Valdi, 17. Samhljóðar, 19. Stafur, 21. Óðagot, 22. Kjúku, 23. Málmur, 24. Rösk, 26. Hangsa, 28. Mynni, 29. Þrep, 31. Ask, 32. Nýj- ung, 33. Refsaði, 35. Karlmanns- nafn, 37. Ólíkir, 38. Fangamark, 40. Ferma, 43. Rangt, 47. Hímir, 49. ílát, 51. Tæpt, 53. Ýtt, 54. Kvenn- heiti, 56. Litla, 57. Verkur, 58. At- viksorð, 59. Ótta, 61. Vond, 62. Fangamark, 63. Órækt, 64. Bit, 66. Forskeyti, 67. Frægðarverk, 69. Jafningjar, 71. Merki, 72. Smávik. Lóðrétt skýring: 1. Tónn, 2. Upphrópun, 3. Fugl, 4. Hrafnaspark, 6. Hrúður, 7. Lægð, 8. Sunds, 9. Samhljóðar, 10. Hrút- ur, 12. Sláturfé, 13. Kjassa, 15. Full, 166. Málmur, 18. Einkar, 20. Renn- ingur, 23. Smábrellur, 25. Grein, 27. Tveir eins, 28. Sendiboði, 40. Kjánar, 32. Léttir, 34. Þrír eins, 36. Dýr (þf.), 39. Norðurlandabúi, 40. Úrþvætti, 41. Flokkur, 42. Gjörsam- lega, 43. Hvatning, 44. Lofttegund, 45. Gælunafn, 46. Bás, 48. Káma, 50. Líkir, 52. Litar, 54. Keipa, 55. Stjórnsemina, 58. Deyfð, 60. Vaxa, 63. Forsetning, 65. Þrír eins, 68. Tveir eins, 70. Fangamark. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. Gauka, 5. Skata, 10. Flaga, 11. Erill, 13. SN, 14. Alma, 16. Lafa, 17. ÚB, 19. Kæn, 21. Ský, 22. tsur, 23. Hlass, 26. Bóas, 27. Mar, 28. Snoð- inn, 30. MNN, 31. Líkan, 32. Nóann, 33. Ýl, 34. TU, 36. Salli, 38. Risna, 41. Lán, 43. Auðkennt, 45. Sök, 47. Afar, 48. Rimma, 49. Skrá, 50. Gár, 53. AU, 54. DT, 55. Gegn, 57. Ausa, 60. ÁK, 61. Trega, 63. Naumt, 65. Ósink, 66. Garri. Lóðrétt skýring: 1. Gl, 2. AAA, 3. Ugla, 4. Kam, 6. KEA, 7. Arfi, 8. Tia, 9. AL, 10. Fnæsa, 12. Lúkan, 13. Skíma, 15. Adlon, 16. Lúsin, 18. Býsna, 20. Nurl, 21. Sónn, 23. Hnallur, 24. AÐ, 25. Snótina, 28. Skýla, 29. Naust, 35. Flagð, 36. Snar, 37. Iðinn, 38. Remma, 39. Aska, 40. Skálk, 42. Áfátt, 44. LM, 46. Örlát, 51. Legi, 52. Ósar, 55. Ges, 56. Gan, 58. Una, 59. Aur, 62. Ró, 64. Mi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.