Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 24.07.1959, Blaðsíða 15
FALKINN 15 ¦jc STJÖRNULESTUR EFTIR JDN ARNA5QN, PRENTARA Nýtt tungl 4. ágúst 1959. Alþjóðayfirlit. — Eldsmerkin og þau föstu í yíirgnæfandi meiri- hluta og hafa mjög sterk áhrif. Sterkari tökum og ákveðnari verð- ur tekið á heimsmálunum en áður og er þá líklegt að eitthvað komi í ljós, sem undir býr og vonandi að menn fái frekari ástæður til þess að taka hreinni afstöðu en áður og hætti. makkinu og undirferlinni. Tölur dagsins eru: 4+8+5-1-9=26 =8. Hyggindi, föst tök og vit, á- samt seiglu og úthaldi kemur til greina. En útkoman ætti að vera ákveðin fastmótuð skref í áttina til þess að þvinga fram úrlausn. Sat- úrn við miðnætursmark hins ís- lenzka lýðveldis. Mun hann ýta und- ir aðgerðir nokkrar í hreingerning- aráttina. Nýja tunglið og Úran í Ljóni, braut frá hádegisstað hér, en í miðnætursmerki skammt' fyrir vestan Tokyo. Má búast við jarð- skjálfta eða eldgosum í þessari lengdarlínu. Lundúnir. —¦ Nýja tung^lið í 9. húsi. Siglingar og utanríkisverzlun undir mikilli athygli og jafnvel nokkurri gagnrýni, en mun þó gefa sæmilegan árangur. — Júpíter í 1. húsi. Afstaða almennings mun frek- ar góð og heilsufar gott og hjúkr- un með betra, móti. — Satúrn í 2. húsi. Fjárhreyfingar og banka- starfsemi frekar treg og verðbréfa- verzlun undir meðallagi. — Venus í 10. húsi. Afstaða stjórnarinnar ætti að vera sæmileg, en líklegt er þó að nokkuð beri á gagnrýni and- stöðunnar. — Neptúnus í 11. húsi. Framkvæmd laga og lagagerð undir hæpnum áhrifum. Sprenging í flutningaskipi. Berlín. — Nýja tunglið í 8. húsi ásamt Merkúr og Úran. Meðferð útfara og rekstur greftrana mun undir almennri athugun og blaða- ummæli nokkur. — Satúrn í 1. húsi. Aðstaða almennings mun undir fargi nokkru og tafir á fram- kvæmdum koma í ljós. Sjúkleikar ¦gera vart við sig. — Marz og Venus í 9. húsi. Utanlandssiglingar og verzlun undir vexti og gefur góð- an árangur. — Neptún í 11. húsi. Andleg málefni munu eflast undir þessum áhrifum og andatrú færast í auka. — Júpíter í 12. húsi. Góð- gerðastarfsemi, vinnuhæli, flótta- mannageymsla undir góðum áhrif- um og mikið unnið að þessum störf- um og miklu fórnað til þeirra. Moskva. — Nýja túnglið, Merkúr og Úran í 8. húsi. Greftrunaraðferð- ir berast á góma og ef til vill mun eitthvað gert til þess að lagfæra á- standið. Hreyfing nokkur mun gera vart við' sig í þá átt. Pólitískum föngum veitt lausn og skilað. Sprenging í vinnuhæli eða fangelsi. — Satúrn í 1. húsi. Aðstaða almenn- ings mun slæm og kvefsóttir ganga. — Neptún í 11. húsi. Ráðendurnir eiga við ýmis konar vanda að glíma. Andatrúarstarfsemi mun aukast að mun. — Júpíter í 12. húsi. Lagfær- ingar á fangelsum mun gerð og góð- gerðastarfsemi eykst að mun. Tokyo. — Nýja tunglið í 4. húsi, ásamt Merkúr, Venus, Marz og Plutó. Sjö plánetur, að Sól og Tungli meðtöldum, allar í húsi þessu. Þetta er óvenjuleg samsetning og sjald- gæf. Hún hlýtur að hafa sterk og mjög breytileg áhrif. Breytingar miklar í Japan á döfinni í sambandi við landbúnaðinn og bændur og af- stöðuna til stflórnarinnar. — Nep- tún í 6. húsi. Veikindi nokkur gæti átt sér stað og jafnvel inflúenza. Hreyfing nokkur rheðal hermanna. — Júpíter í 7. húsi. Dugnaður og fyrirhyggja ætti að koma í ljós í ut- anríkismálum og árangur sæmileg- ur. — Satúrn í 8. húsi. Kunnir gaml- ir embættismenn munu deyja. Washington. — Nýja tunglið í 6. húsi, ásamt Merkúr, Úran og Plutó. Meir en helmingur pláneta í húsi þessu. Hætt við að verkföllin í stál- iðnaðinum séu ekki búin strax og afleiðingar þeirra. — Marz og Ven- us í 7. húsi. Utanríkismálin undir frekar góðum áhrifum og mikill kraftur, sem ber þau uppi. Munu þeir koma í veg fyrir ýmislegt sem síður skyldi. — Neptúnus í 8. húsi. Bendir á að kunnur dulfræðingur muni deyja eða víðkunnur trúboði eða prestur. — Júpíter í 9 húsi. Utanríkisverzlun og siglingar munu ganga vel og gefa góðan arð. — Satúrn í 10. húsi. Stjórnin á í ýms- um örðugleikum og þarf að beita dugnaði og fyrirhyggju til þess að verjast áföllum, bæði heima og heiman. ÍSLAND. 9. hús. — Nýja tunglið í húsi þessu, ásamt Merkúr og Úran. — Utanlandsviðskipti verulegt og á- berandi viðfangsefni eins og áður. Sprenging í flutningaskipi. Blaða- ummæli þó nokkur um athafnir Englendinga sem áður. 1. hús. — Neptún í húsi þessu. —Afstaða almennings ætti að vera góð og dultrú ætti að breiðast út og auka fylgi sitt. 2. hús. — Júpíter í húsi þessu. — Fjárhagsaðstaðan óábyggileg og vafasamur árangur. En framleiðslan mun' ganga hægt og bítandi, þó í rétta átt. 3. hús. — Satúrn ræður í húsi þessu. Mun frekar draga úr ferða- lögum af ýmsum ástæðum. 4. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Kæla mun ef til vill draga úr aðstöðu bænda og tafir á fram- kvæmdum og fullnægingu krafna. 5. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Leikhús og leikarar und- ir góðum áhrifum pg skemmtana- líf í blóma. 6. hús. — Marz ræður húsi þessu. — Ef til vill mun kvef gera vart við sig. hitasóttir og bólgur. 7. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Utanríkismálin í hvíldar- ástandi, þó gæti borið á nokkrum árekstrum við Englendinga. 8. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Kunn listakona gæti lát- ist. Ríkið gæti eignast gjöf eða arf. 10. hús. — Venus og Marz í húsi þessu, ásamt Plútó. Afstaða stjórn- arinnar ætti að vera sæmileg, en þó múndi bera á urg gegn henni út af ósamræmi í meðferð hagsmunamála og misræmis. 11- hús. — Merkúr ræður húsi VæntanSegt næstu mánuði: Khagi (4 litir) Handklæði (2 stærðir, margir litir) Gardínuefni Teygja, hvít * Köflótt skyrtuefni Nærfatnaður, herra Dúnhelt léreft Fiðurhelt léreft Damask, röndótt og rósótt Sportsokkar, barna Dömuhosur Dömusokkar, Crepe Barna- og dömuinniskór (austur-þýzkir), margar gerðir BómuIIargarn Babygarn Ullargarn. Fyrirliggjand i: Tilbúin vara, vefnaðarvara og smávara í miklu úrvali. BJARNl Þ. HALLDÓRSSON Umboðs- og heildverzlun Garðastræti 4 . Sími 23877 og 33277 —J^m. we f HiSSA Þegar frú Nora Owens, ekkja í París, Tennessee varð 86 ára í sum- ar, gat hún tíundað þetta framlag sitt til mannkynsins: 18 börn, 78 barnabörn, 161 barnabarnabörn og 44 barnabarnabarnabörn. Summa summarum: 299 afkomendur! Býð- ur nokkur betur? • André Simon er mesti sælkeri og vínþekkjari allra núlifandi manna og hefur gefið út 112 bækur um mat og vín. Hann varð fyrir nokkru 80 ára og í tilefni af því var „supur- gala-diner" haldinn til heiðurs hon- um í London, og komu þangað 850 sælkerar ýmsra þjóða til að hylla meistarann. í ræðunni, sem Simon hélt, játaði hann aS hann væri far- inn að finna á sér ellimörk: ,,Fyrr- um byrjaði ég alltaf miðdegisverð- inn með því að éta hundrað ostrur, en núna ég ég sjaldan nema þrjár- fjórar tylftir," sagði hann. þessu. — Á alþingi munu harðar deilur og umræður miklar um hags- munamálin og meðferð þeirra. 12. hús. — Engin pláneta í húsi þessu og verður því lítils vart áhrif- anna. Ritað 20. júlí 1959. Fjölskylda í Hamborg-Rahlstadt vaknaði við einkennilegt hljóð uppi á geymsluloftinu um miðja nótt, og húsbóndinn fór fram úr og vopnað- ist sterkum lurk til aS vega að inn- brotsþjófnum. En á loftinu var eng- inn þjófur, heldur kötturinn, sem var að glíma við flösku. Þegar bet- ur var að gáð, hafði lítil mús flúið inn í flöskuna. Hvenær sem Robert Caro í Lon- don vill vera með konunni sinni, fær hann ákafa hnerra. Og hann heldur áfram að hnerra, þangaS til hann er kominn í hæfilega fjarlægð frá henni, eða helzt inn í aðra stofu. Caro veslingurinn hefur talað um þetta við frægustu lækna heims- borgarinnar, en þeir geta ekki gefið nema eina skýringu: að þetta stafi af ofnæmi (allergi). Segni, forstætisráðherra ítala, vann nýlega veðmál við einn sam- ráðherra sinn. Vinningurinn var ó- keypis kaffi í heilan mánuð, í veit- ingasal þinghússins. En sá, sem tap- aði, var heppinn. Þvi að Segni drekkur ekki kaffi! • Ferial prinsessa, 18 ára dóttir Farúks, sem margir kannast við, og fyrri konu hans, Faridu, hefur verið heitin arabiskum prins. Ritari Far- úks í Cannes segist ekki mega segja hver prinsinn sé, en það er gizkað á, að hann sé einn af hinum 40 son- um Ibn Sauds konungs. Ferial er ljómandi falleg stúlka og talin bráð- gáfuð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.