Fálkinn


Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 2

Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN KORN í AUGANU • • • • ÞEGAR CHURCHILL FÓR TIL BANDARÍKJANNA í heimboft til Eisenhowers forseta niættu þessir drengir í matrósafötum til að heilsa honum. Þótti upplífgun að drengjunum innan um öll hátíð- legheitin. Síminn á læknisstofunni hringdi og Garver læknir svaraði sjálfur. Það var konan hans. — Nú skal ég segja þér nokkuð, Geir. Eg er stödd í . .. . — .... í hattabúð tók Garver fram í. Hann var alvanur því að konan hans hringdi til að segja hon- um, að hana vantaði peninga. Hann gat aldrei sagt nei við hana, því að hann elskaði hana út af lífinu. Þetta var svo gott hjónaband og þau voru svo sæl. Fundu upp á svo mörgu smáskritnu, sem setti blæ á tilveruna. Og hvers vegna átti Garver að segja nei við konuna sína þegar hún bað hann um 300—400 krónur einu sinni eða tvisvar í viku — inflúenzan var í fullum gangi tólf mánuði á ári, og aldrei eins mörg hælsæri að lappa upp á og síðan skóútsalan mikla var á döf- inni fyrir skemmstu. Garver þóttist viss um að minnsta kosti fimmtán af þeim, sem sátu á biðstofunni, hefði hælsæri, vegna þess að þeir hefðu keypt sér skó á útsölu til að spara sé.v 45 aura. Nei, frú Garver var alls ekki í neinni hattabúð — hún var stödd í verzluninni Smartness oghafði mát- að alveg yndislegan kjól. Hann kostaði aðeins 400 krónur, og hún komst blátt áfram ekki hjá því að kaupa hann. En svo var það bara þetta, að hún var peningalaus, og svo bættist það við, að við þennan kjól varð hún að kaupa sér nýja skó og nýjan hatt, og ýmislegt smá- vegis, svo að þetta gátu ekki orðið minna en 700 krónur. Það væri ljómandi gott, ef hún mætti senda afgreiðslustúlkuna í Smartness til að sækja peningana. Garver læknir brosti út í annað munnvikið, því að honum datt nefnilega dálítið sniðugt í hug. — Þetta er allt í lagi, Greta mín, en hlustaðu nú á. Það sitja að minnsta kosti fimmtán manns með hælsæri hérna á biðstofunni. — Þú manst að nýlega var skóútsala í bænum. Ef ég get fengið þessa fimmtán til að ímynda sér að þeir hafi fengið korn í augað, fæ ég kjól- inn borgaðan á tveimur morgnum. — Og þá förum við í leikhúsið í kvöld og borðum úti á eftir. — Sjálfsagt. Segðu stúlkunni, sem þú sendir, að hún eigi að depla öðru auganu, þegar hún eér mig, og svo á hún að segja hátt og skýrt: „Æ, læknir — ég hef fengið korn í augað.‘“ Þá ímynda allir hinir, með hælsærið, sér að þeir hafi korn í auganu líka, svo að ég fæ mörg korn til að fást við. Jú, Greta skyldi sjá um það. Tíu mínútumsíðar, þegar læknir- inn opnaði fram í biðstofuna, kom hann auga á unga, netta stúlku, sem deplaði vinstra auganu í ákafa. Garver læknir benti hinum, sem á undan voru, á að hann yrði að ná korninu strax, og nú fóru allir að nudda augun. Unga stúlkan komst að undir eins og læknirinn rétti henni 700 krón- ur og sagði brosandi: — Þér ættuð að verða leikkona, • • Sniásatýa því að þetta var Ijómandi vel leik- ið! og svo lét hann hana fara. Fyrir utan biðstofuna stóð ung- ur maður og beið eftir konunni sinni. Hann þurfti ekki að bíða lengi. — Ertu búin að þessu? sagði hann þegar hún kom út. Hann gerði alls ekkert við mig, sagði unga frúin. — Aldrei á æfinni hef ég vitað skrítnari lækni. —- Eg sagði honum eins og satt var, að ég hefði fengið korn í augað, — og þá fékk ég að fara inn til hans und- ir eins, og heldurðu ekki að hann hafi rétt mér 700 krónur og ýtt mér út aftur. Við skulum flýta okkur — það er hattabúð hérna hinum megin við götuna. Skrítlur Daginn sem þau giftust kom þeim saman um að þau skyldu aldrei ríf- ast. Ef þau sæju fram á að hætta væri á að slægi í brýnu, átti mað- urinn að fara út í garðinn en konan að vera kyrr í eldhúsinu. Og þetta gekk vel og lengi. En þegar maður- inn var kominn um sjötugt varð hann veikur og mátti til að fara til læknis. Það var í fyrsta skiptið, sem hann hafði vitjað læknis, og læknirinn hafði orð á því, að hann mundi hafa haft góða heilsu. — Já, svaraði maðurinn, — en það kemur líklega af því, að ég hef lifað útilífi. Ég hef haldið mig í garðinum mínum lengst af æfinni. ★ Maðurinn sem kemur heim í mat- inn: — Nú, hér er engin sviðalykt, Er maturinn ekki tilbúinn? ★ Mangi gamli hafði legið veikur í mánuð og læknirinn var sóttur. — Þetta er alvarlegt, sagði lækn- irinn við konuna. — Við verðum að reyna að hressa hann með ofurlít- illi brennivínslögg. Þér munuð eiga eitthvað á pela. Hún sór og sárt við lagði að ekk- ert brennivínstár væri til, enn þeg- ar læknirinn fór að svipast um, sá hann fulla flösku inni í skáp. — Þarna sjáið þér, sagði hann vð kon- una. — Já, en þér megið ekki snerta það. Ég ætla að hafa það í erfis- drykkjuna. — Það er sjálfsagt að notfæra sér vatnsaflið eins og hægt er. — Já, konan mín hefur gert það lengi. — Konan þín? Vatnsaflið. — Já, þegar hún vill fá einhverju framgengt, fer hún alltaf að gráta. ★ — Ef þú segir karlmanni eitthvað þá fer það inn um annað eyrað og út um hitt. — Og ef þú segir kvenmanm eitthvað þá fer það inn um bæði eyrun og út um munninn. ★ ÍSIENZX ÍBÚflARHÚS fjallar um íslenzka húsagerð og bygg- ingartækni. í bókinni eru sýnd 31 ibúðarhús af öllum stærðum, frá smáíbúðarhúsum upp í fjölbýlishús. Birtar eru ljósmynd- ir utan húss og innan ásamt teikning- um af grunnfleti húsanna og skýringum við þær. Ennfremur eru í bókinni tæknilegar greinar, er varða hvern hús- byggjanda, svo sem um eldhúsinnrétt- ingar, einangrun og upphitun húsa, lýs- ingu íbúða, liti og litaval, heilbrigði og hollustuhætti og hlutverk húsameistar- ans við byggingu hússins. ÍSLENZK ÍBÚÐARHÚS er bók, sem lengí hefur verið beðið eftir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.