Fálkinn


Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 6
6 FALKINN U. híu ti Peter — Stríðshetja PETER ÓMISSANDI. Fyrstu þolraunina í nýju stöð- unni stóðst Townsend með ágætum vorið 1947, er konungsfjölskyldan fór til Suður-Afríku með herskip- inu „Vanguard". Þetta var þriggja mánaða ferð og Margaret sá Town- send oft á leiðinni. Hann varð þess var, að henni þótti ferðalagið erf- itt og gerði sitt bezta til að telja í hana kjarkinn og hjálpa henni. Og brátt varð Peter henni ómiss- andi. Kannske hefur það verið í þess- ari ferð, sem þau fundu hvort ann- að. En Peter varð konunginum ó- missandi líka í þessari ferð. Peter var upp með sér þegar konungur studdi hendinni á öxlina á honum og sagði: „Ekki veit ég hvernig ég hefði átt að komast af án þín, Peter.“ Þegar öll veröldin talaði um trú- lofun Elizabeth og Philips prins, hugsaði Margaret oft um hjóna- bandið. Einu sinni, þegar það bar á góma í kunningjahóp, sagði hún alvarleg: — Það er bezt að ég gift- ist einhverjum, sem getur ráðið við mig! .... Var hún að hugsa um Peter Townsend? Svo mikið var víst, að henni féll vel við hann fyrir það, hve hann var úrræðagóður og ákveðinn. Þegar þörf gerðist gat hann verið nokkuð ráðríkur líka, þótt prinsessan ætti í hlut. Þegar hann var í göngunum í Buchingham Palace rakst hann oft á Margaret í nýjum kjól, sem hún hafði farið í til reynslu. Hann nam staðar og brosti og horfði betur á hana. Hún spurði hvernig honum litist á kijólinn. Oftast nær var hann ánægður með hann, en stundum ekki og þá sagði hann henni hrein- skilnislega frá því. Og Margaret fór aldrei í þann kjól framar. Lengi vel datt engum í hug að neitt væri á milli þeirra. Margaret kallaði hann alltaf Peter, alveg eins og konungurinn og drottningin. En Townsend notaði alltaf ávarpið ,,Ma’am“ við prinsessuna. Margar- et var prinsessan en Peter þjónn konungs. Um þær mundir var verið að orða Margaret við ýmsa. Konungshjónin munu hafa vonað að hún giftist „Johnnie", jarlinum af Dalkeith. Það eina sem vantaði til þess var, að þau voru ekki vitund ástfangin hvort af öðru. Margaret var orðin skotin í Peter Townsend. Þrátt fyrir allt sem skrifað hef- ur verið um skemmtistaðaveru hennar var hún* oft mjög einmana í Buckingham Palace. Og þar kem- ur Peter Townsend til sögunnar. Konungur og drottning báðu hann oft um að hafa ofanaf fyrir Marg- aret litlu. Einhvern tíma þegar þær syst- urnar voru í opinberri heimsókn í Edinburgh var hann beðinn um að gera þeim eitthvað til skemmtun- ar. Hann fór með þau á glæpa- mannamynd í bíó — á almenn sæti. LÍFIÐ Á BALMORAL. Þegar Margaret hélt upp á 21. árs afmæli sitt í Balmoral-hölJ í ágúst 1951, var Townsend þar hirðstallari. Townsend kunni vel við sig á Balmoral. Það minnti hann á æsku- dagana, er hann var í sumardvöl með móður sinni í Sommerset. — Hann hlakkaði til að borða mið- degisverðinn með konungsfjöl- skyldunni í björtu borðstofunni með rauða gólfdúknum og kerta- ljósum á borðinu. Og hann kunni vel við sig úti á heiðunum, en aldrei vildi hann skjóta endur. Hins vegar hafði hann gaman af rándýraveiðum. Þá var hann stundum á þönum allan lið- langan daginn. Þegar konungur og gestir hans fóru á veiðar að morgni sat Town- send heima og gegndi störfum sín- um. Og kannske fór hann eitthvað ríðandi með Margaret og hitti þá veiðimennina. Síðdegis einn dag var hann með Margaret og nokkrum kunningjum við jeina skotskífuna. Hertoginn af Edinburgh var við aðra skotskífu nokkru fjær. Hann vildi aldrei hafa kvenfólk með sér, þegar hann var KLUKKUR TIL NURNBERG. — Þessar 13 klukkur voru steyptar í Heidelberg og eiga að fara í tvær kirkjur í Niirnberg, tíu í Friðarkirkjuna og þrjár í Jóhannesarkirkju. Þegar hinar tíu klukkur eru komnar á sinn stað í Friðarkirkjuna verða þær, ásamt khikkunni, sem fyrir var, og sem vegur 7.500 kiló, sterkasta klukkuspil í Þýzkalandi. og stallari að skjóta til marks, nema þá kven- fólk, sem kunni vel að halda á byssu, eins og konan hans. Hann varð alltaf önugur ef hann heyrði skvaldrið í kvenfólkinu, þegar hann var að skjóta. Við þetta tækifæri töluðu Marg- aret, Townsend og einhverjir fleiri of hátt. Hertoginn kallaði höstugt til þeirra: — Hættið þið þessum hávaða fyrir alla muni! Vinur Townsend hefur lýst stöðu hans á Bolmoral þannig: — Við komum akandi til að borða miðdegisverð kl. 19.30. Þrír þjónar komu út til að opna bílinn fyrir okkur. Peter og annar hirðmaður biðu við innganginn. Hann fylgdi okkur inn í stofuna og þar var öll- um boðið glas. Þarna voru kring- um tuttugu gestir. Á borðinu lá skrá með nöfnum þeirra. Peter hafði gert hana, í samræmi við konungshjónin. Og Peter átti líka að sjá um, að allir gestirnir fengi að vita hvar þeir ættu að sitja. Og áríðandi var að gæta tímans vel, því konungur vildi láta allt gerast á réttri mínútu. Peter fylgdi okk- ur um langan gang inn í borðsal- inn. Konungur sat fyrir miðju borði og drottningin beint á móti honum. Konungur stjórnaði sam- ræðunum. Peter sat sjálfur í óæðsta sætinu. Eftir borðhaldið sýndi hann gestunum kvikmyndasalinn. Þar gátu allir setið hvar sem þeir vildu, en Peter settist ekki fyrr en allir aðrir voru seztir. Þegar myndasýningunni lauk, kvöddu gestirnir úr nágrenninu, en Margaret og kunningjar hennar fóru að ráða getraunir eða spila canasta. Konungsfjölskyldan hafði gaman af innileikjum og Peter varð að taka þátt í þeim. Og þegar dans- lag var sett á grammófóninn varð hann að dansa, þó hann hefði ekki gaman af því. KONUNGURINN DEYR. Árið 1948—49 fór heilsu konungs mjög hnignandi. Hann gekk undir uppskurð, sem átti að laga blóð- rásina í fótunum á honum og draga úr kvölunum, sem hann hafði. — Nokkru síðar varð að taka úr hon- um annað lungað. Towsend var oft hjá honum um þær mundir. Það var ekki kunnugt utan heim- ilisins, að konungurinn var mesti fauti. Og eftir að hann veiktist urðu skapsmunir hans enn verri. Að und- antekinni drottningunni gát.u engir mildað skap hans betur en Marg- aret og Peter. Um jólin dvaldi konungsfjöl- skyldan að vanda í Sandringham- höllinni. Þetta urðu síðustu jólin hans. Peter var þar líka. Þó að hann tæki sér nærri hve konungurinn var veikur, leið Peter vel þessi jól. Konungur var að ráð- gera að ferðast til Suður-Afríku sér til heilsubótar og Peter var sendur þangað bráðlega eftir jólin til þess að finna hæfilegt hús handa kon- ungshjónunum og Margaret. Það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.