Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1959, Side 3

Fálkinn - 14.08.1959, Side 3
FÁLKINN 3 ^kemintíJtaíir bœjamxá mest sóttir af utanbæjarfólki þessa dagana Hinir ýmsu skemmtistaðir höfuð- borgarinnar eru mikið sóttir af ut- anbæjarfólki þessar vikurnar. Með- an Reykvíkingar bregða sér út á land í sumarleyfinu sækja utanbæj- armenn okkur heim í sínu sumar- leyfi. Bregða sér þá gjarnan í kvöld- verð í Naustið, kíkja svo kannske á barinn á Borginni áður en þeir skreppa á dansleik í Þórscafé. Gestkvæmt hefur verið mjög á Hótel Borg á kvöldin, af bæjarbú- um sem utanbæjargestum. Mun ein höfuðástæðan fyrir hinni auknu að- sókn þar vera sú, að Ragnar Bjarna- son syngur þar með hljómsveit Björns R. Einarssonar. En hljóm- sveitin hefur verið endurskipulögð og með aðstoð Ragnars orðin að söngtríói ásamt aðstoðarmönnum, því meirihluti laganna sem hljóm- sveitin flytur eru sungin. Þeir Ragn ar, Björn R. og Ólafur Gaukur sjá um sönginn. Er þetta eitt af því allra bezta, sem heyrst hefur til hljómsveita hér á landi og svo sannarlega þess virði, að þeir sem gaman hafa af vel fluttri dansmúsík bregði sér á Borgina kvöldstund, þó ekki sé nema til að hlusta. Hins vegar hefur Borgin alltaf verið við- urkennd fyrir góðar veitingar. Fyrst farið er að tala um söng má geta þess, að Naustið, sem við minntumst á í upphafi greinarinn- ar, hefur nú ráðið til sín söngkon- una Sigrúnu Jónsdóttur, en hún var um árabil okkar kunnasta söng- kona. Syngur hún með hljómsveit Carls Billich fjögur kvöld í viku og hefur henni í engu farið aftur, nema síður sé. Er henni óspart klappað lof í lófa að loknu hverju lagi, enda ekki komið fram söng- kona hér á landi er kemst með tærnar þar sem Sigrún hefur hæl- ana. Þjónusta hér á landi er hvergi betri en í Nausti og staðurinn frá fyrsta degi verið viðurkenndur fyr- ir afburða vandaðar veitingar. Aðrir staðir, hafa komið fram hér í bænum, sem reknir eru með svip- uðu sniði og fyrrgreindir tveir stað- ir, þ. e. a. s. matur framreiddur og danshljómlist leikin til kl. 11,30 e. h. það eru Lidó og Röðull að ó- gleymdum Þj óðleikhúskj allaranum, sem reyndar hefur starfað í allmörg ár. Lidó er stór og glæsilegur sam- komusalur, sem líklegt er að verði vinsæll er fram líða stundir, en það getur tekið hina vanaföstu íslend- inga mánuði og ár að átta sig á nýjum veitingastað. í Lídó hefur verið mikið úm erlendar söngkonur allt frá því að staðurinn hóf göngu sína, én flestar hafa þær haft það Yvette Guy Leikhússkjallarans, iðandi af fjöri. sameiginlegt að vera litlar sem eng- ar söngkonur. Hefur hið misheppn- aða val á þeim, kannske átt sinn þátt í því, að alltof margir stólanna eru oft auðir. Um þessar mundir er þar amerísk söngkona, og líklega í fyrsta sinn, sem amerísk söngkona skemmtir í samkomuhúsi hér á landi. Reynist hún vandanum vax- in mun ekki þurfa að spyrja um góða aðsókn, því góðir skemmti- KK-sextettinn; Lengi getur gott batnað. Hótel Borgar-þremenningarnir, Ólafur Gaukur, Ragnar Bjarnason og Björn R. Hún syngur allvel, en hæfileikar hennar felast miklu frekar og fyrst og fremst í því, að láta fólkið sjálft skemmta sér, hún hefur viðkunn- anlega framkomu, er síkát og dans- andi af lífi og fjöri. Svo er annar hluti samkomuhúsa í höfuðstaðnum, sem rekinn er með allt öðru sniði en fyrrgreind hús. Það eru húsin þar sem dansleikir eru haldnir frá kl. 9 á kvöldin til kl. 1 eftir miðnætti og 2 ef það er laugardagur. Þar ber að sjálfsögðu hæst Þórscafé, sem opið er á hverju kvöldi allan ársins hring. Þar ræð- ur ríkjum KK sextettinn fimm kvöld í viku og hefur sér til aðstoð- ar söngvarana Elly Vilhjálms og Guðberg Auðunsson, sem tók við af Ragnari Bjarnasyni. Hljómsveitir hér gerast ekki betri en KK sex- tettinn og má snúa hinu gamal- kunna máltæki við, „að lengi geti vont versnað" og nota það um KK sextettinn og segja, að lengi geti gott batnað, því þessi skínandi góða hljómsveit hefur orðið enn betri við þær breytingar sem áhenni urðu fyrir nokkrum vikum. Hinn nýi söngvari hljómsveitarinnar, Guð- bergur, er bráðefnilegur söngvari og er ólíkt efnilegri byrjandi en margir kunnir söngvarar voru er þeir létu fyrst til sín heyra. Utanbæjarfólk kemur gjarnan í Þórscafé þegar það er á ferð hér og þá er yngri kynslóðin í miklum meirihluta. Aðsókn er nokkur að Vetrai’garð- inum, en þar hafa ýmsar hljóm- sveitir leikið og ekki föst regla komin á þau mál eftir að skipti urðu á forstjórn staðarins fyrir nokkru. Vetrargarðurinn er alls ekki óþokkalegur skemmtistaður þó stundum hafi þar verið sukksamt á skemmtunum. Góðtemplai'ahúsið, Framsóknar- húsið og Tjarnarcafé starfa ekki yf- ir sumarmánuðina og Sjálfstæðis- húsið að mjög litlu leyti. Hins veg- ar er Ingólfscafé og Breiðfirðinga- búð opin seinni hluta vikunnar fyr- ir dansleiki og þá helzt gömlu dans- ana, sem alltaf eiga sinn stóra dans- stígandi hóp og er unga fólkið í miklum meiri hluta á þesskonar dansleikjum, enda nokkur rækt ver- ið lögð við að kenna gömlu dans- ana undanfarin ár. Það hefur löng- um einkennt gömlu dansa-dansleik- ina, að di’ykkjuskapur er lítill á þeim. Þangað kemur fólk til að dansa og dansa aftur, enda skókaup stór útgjaldaliður hjá gömuldöns- endum! Einn er sá staður, sem ekki hefur kraftar draga að, hverrar þjóðar sem þeir eru. Það sýnir aðsóknin að Röðli, en þar hafa jafnaðarlega ver- ið góðir skemmtikraftar og um leið innlendir, þar sem þeir eru Haukur Morthens og hljómsveit Ái'na Elf- ars. Haukur er hinn ókrýndi kon- ungur íslenzkra dægurlagasöngv- ara. Honum vex ásmegin með hvei'ju ári og vinsældir hans aukast í jöfnu hlutfalli. Haukur er orðinn allt annað og meira en venjulegur dægurlagasöngvari. Hann bókstaf- lega hefur það í hendi sér hvort kvöldið heppnast eða ekki fyrir þá sem sækja Röðul, því hann er lif- andi á sviðinu, kynnir lögin af og til á réttan og skemmtilegan máta og fær fólkið til að taka undir söng- inn — skemmta sér af lífi og sál. Enda annað en gaman að fólk fai'i óánægt út, eftir að hafa kannske skilið eftir 4—5 hundruð krónur fyrir kvöldverð og gómsæt vín. En það þykir ekki ýkja stór upphæð fyrir hjón að eyða á veitingastað. Leikhúskjallarinn er nýbúinn að fá til sín hina frönsku söngkonu Yvette Guy, sem þar söng í fyraa við fádæma vinsældir. Verður varla við öðru að búast en að fullt verði í Leikhúskjallaranum á hvei'ju kvöldi, því engin erlend söngkona, sem hingað hefur komið, hefur hrif- ið hjörtu landans jafn augljóslega. Framh. á bls. 15.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.