Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 8
FÁLKINN ROBERT ARTHUR H$ai Jeftt þat kvMar * SÍMINN hringdi. Brisson greip um tækið, eins og það væri mjúki hálsinn á henni Lísu, konunni hans. Hvernig þorði hún að leyfa sér að segja við hann að .... — Herra Brisson .... er það herra Brisson? Það lækkaði í hon- um rostinn. — Já, það er ég. — Þetta er Adam í Viðskipta- bankanum. Þér báðuð mig um að hringja til yðar hvenær sem við- skiptareikningur konunnar yðar — Já, alveg rétt. Hann reyndi að hafa taumhald á forvitni sinni. —¦ Hefur hún ávísað meiru enn inn- stæða er fyrir? — Ekki beinlínis, en hún er stödd hérna núna og vill taka út fimm þúsund dollara. Það vantar nærri því þúsund upp á þá upphæð, svo að mér fannst réttara .... — Þökk fyrir, Adams. Borgið þér peningana, svo skal ég sjá um að það sem á vantar verði greitt á hlaupar eikninginn. Hann lagði heyrnartækið á kvísl- ina og kveikti sér í vindli. Til hvers ætlaði Lísa að nota þessa fimm þús- und dollara? í ný föt, kannske? En hún tók nýju fötin út í reikning hvar sem henni þóknaðist. Eða þurfti hún hanbært fé undir ferð- ina? Tæplega. Það var einfaldara að nota ávísanir. Kannske ætlaði hún að kaupa sér nýjan bíl áður en hún færi vestur, hugsaði hann með sér, hálf súr. Annars var ógerningur að geta sér til um það sem Lísu gat dottið í hug. Hún var orðin svo sjálfráð í gerðum sínum og spurði hann aldrei til ráða um neitt, og alltaf var það eitthvað óvænt, sem hún tók upp á. Oftast nær óþægi- lega óvænt, eins og núna í morgun. Brisson leit niður fyrir sig og sá að hann hafði kramið vindlinginn. Hann fleygði honum í bréfakörfuna.' Bara að hann gæti gert það sama við Lísu, kreyst að hálsinum á henni og útrýmt henni úr tilverunni. Bæði henni og einkaspæjaranum henn- ar. Ef hann var þá spæjari og ekki annað verra. Fjárþvingari .... kannske. í morgun, já. .. . HANN hafði verið í bezta skapi þegar hann var að raka sig. Sumum hundleiðist að raka sig, en hann var ekki þannig gerður. Hann var eig- inlega jafnhreykinn í laumi af skeggvextinum sínum og hann var af liðnum á nefinu á sér, sem hann hafði fengið eftir högg með knatt- tré fyrir tuttugu árum. Honum hafði miðað vel áfram síð- an. Nú var hann eigandi að stóru fyrirtæki, átti lúxusíbúð með fimm- tán herbergjum í bezta úthverfi borgarinnar, og naut virðingar flestra þeirra, sem vert var um að Honum hafði verið ógnað með skammbyssu fyrr, og sloppið, — en þetta var al- vara. Hann var eldfljótur að ná sinni byssu upp úr vas- anum ... tala. Svo mikillar virðingar að hann hafði getað fengið heila milljón að láni til að færa út kvíarnar. Jú, vissulega hafði honum miðað vel áfram. Hann kom ofan í árbýtinn í bezta skapi, og tók eftir að ekki hafði verið lagt á borðið nema handa ein- um. Jæja, það var ástæðulaust að æðrast yfir því. Grænu kaldhæðnu augun í Lísu skiptu ekki neinu máli lengur, ekki síðan hann hafði kom- izt að köldu kvennaráðunum, sem fólust undir fallegu grímunni. Þegar hann hafði snætt vel fór hann inn í dyngju Lísu, og þar lá hún endilöng á legubekknum og gljáði á slegið hárið eins og geisla- baug í sólinni. — Góðan daginn, Joe. Hún talaði með ofurlitlum Boston-mállýsku- keim. Hún þóttist vera komin af hefðarfólki í Boston, en Brisson vissi að faðir hennar hafði verið brotajárnsprangari. — Svafstu vel? — Ég sef alltaf vel. Hann gat ekki talað við Lísu án þess að verða stutt- j; MERKILEGUR FORNLEIFAFUNDUR. — í Róm hefur fornleifaleiðangur undir stjórn Jacobi !| prófessors fundið rústir hringleikahússins Circus Varianus, en þær eru 1700 ára gamlar. Leik- ft svið þetta var sporöskjulagað, 450 metra langt og 110 metra breitt. — Sérfróður maður heldur vörð um rústirnar, svo að engu sé spillt þar eða stolið. SVJWW* ur í spuna. Honum gramdist að hún var jafnhörð og hlífðarlaus og hann var sjálfur, þó að það væri með öðr- um slægari hætti, að kvenna sið. Fyrst í stað hafði farið vel á .með þeim og þeir höfðu örfað hvort ann- að, og hann gat talað við hana um áform sín. Hún hafði verið honum ómetanleg stoð í samkvæmislífinu, og það var hún, sem hafði lagt á ráðin um öll beztu gróðabrögðin hans. Fyrstu árin hafði honum fundizt að þetta væri alfullkomið hjónaband. En smámsaman fóru þau að rífast, og nú þótti honum orðið betra að halla sér að kven- fólki, sem ekki vildi ráða öllu. Hún lagði frá sér bókina. — Ég þarf að tala við þig um dálítinn hlut. — Liggur því nokkuð á? Hann settist stólbrík og smádreypti á kaffibollanum, sem hann hafði haft með sér. — Ég á talsvert annríkt, og þú líklega líka. „Queen Mary" fer annað kvöld. — Það er einmitt út af því, sem ég þarf að tala við þgi. Ég ætla nefnilega ekki að fara. — Hvað ertu að segja? Þetta var fastráðið fyrir mörgum vikum. Búið að ganga frá öllum farangrin- um, þjónarnir hafa fengið frí og við höfum sagt öllum frá þessu ferða- lagi .... Þú veizt ofur vel að þú þarft að verða með mér til þess að gegna áríðandi starfi í þessari ferð. Eg þarf að ná í ný sambönd bæði í Englandi og Frakklandi .... — Það tjóar ekki að tala um það. Mér finnst þetta nefnilega ágætt tækifæri fyrir mig að skreppa til Reno, og ég hef fest farmiða þang- að hinn daginn. — Reno! Ég kann illa við flóns- legt gaman. — Þetta er ekkert gaman. Ég ætla til Reno í þeim erindum að fá skilnað eins fljótt og unnt er. Ég er þrjátíu og fimm ára, og það er mál til komið að byrja nýtt líf, ef ég á að geta það á annað borð. Þetta hjónaband er ekki neitt hjónaband lengur. — Áttu við að þú ætlir að giftast einhverjum öðrum? — Vitanlega. Það er að segja •— enn sem komið er hef ég ekki auga- stað á neinum sérstökum, en ég vil vera frjáls, Joe. Allt er búið — okkar á milli. Hann var fljótur að hugsa. Jæja, því ekki það? Vitanlega mundi ým- iskonar erfiðleikar verða þessu sam- fara, en það gat þó verið þess virði .... — Jæja, ef þér er þetta alvara skal ég ekki gera þér erfitt fyrir um það. Hvað hafðir þú hugsað þér hvað fjárhagsmálin snertir? Hún hló lágt. — Helminginn. — Helminginn! Það lá við að hann fengi andarteppu. ¦— Já, nákvæmlega. Helminginn af öllu, í hlutabréfum eða reiðu fé, eftir því sem þú villt. Þetta er ekki síður mitt en þitt. Þú sætir enn í litlu vinnustofunni þinni, ef mín hefði ekki notið við. — Þú ert brjáluð. Enginn dóm- stóll í veröldinni mundi dæma þér helmingaskipti. — Nei. En hvernig heldurðu að horfurnar þínar yrðu með tilliti til milljónalánsins, ef bréfin þín væru lögð fram í réttinum og birt í blöð- unum? — Hvaða bréf ? En hann vissi vel hvaða bréf hún átti við.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.