Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 *** LITLA SAGAN &•&& Gleymni Leslie ¦k~ki?tii*ftftiz~tt'k-&'k'&'ki* Tvennt var einkum áberandi hjá Leslie Bottom um þær mundir, sem hann var að draga sig eftir Mary Hopkins. Annað var ótrúleg gleymska en hitt alveg dæmalaus ást. Gleymnin hafði verið fylgikona hans svo að segja frá barnæsku. Það varð ekki tölum talið. hve oft hann hafði komizt í bölvun vegna gleymskunnar, og ekki hafði þetta batnað með aldrinum. Þetta var bagalegt, því að unga stúlkan, sem hann elskaði svo heitt, var afar stundvís og ábyggileg. Afleiðingin varð auðvitað sú, að eftir nokkra mánuði hafði Mary sannfærst um, að Leslie væri ekki rétti maðurinn til að tjóðrast við í hjónabandi. Hann kom að jafnaði of seint á stefnumótin vegna þess að hann hafði gleymt tímanum, og stundum kom hann alls ekki, því að hann hafði gleymt hvar stefnu- mótið átti að vera. Það segir sig sjálft að Mary gat ekki unað þessu til lengdar, og einn góðan veðurdag lét hún í ljósi að hún hefði enga lyst á að giftast Leslie. — Eg get ekki hugsað mér að giftast manni, sem ekki man rieitt stundinni lengur, sagði hún þegar hann kom á stefnumótið flibbalaus, og auk þess hálftíma of seint. — Eg slít þessari trúlofun! Þetta kom náttúrlega eins og spúttnikk yfir Leslie, eins og slíkt kemur jafnan yfir aðra menn. Fyrst átti hann bágt með að skilja að það gæti verið alvara. Hann reyndi að hlæja og slá þessu upp í gaman, en Mary var ósveigjanleg: hún tók ekki í mál að vera kærastan hans lengur. — Og þar að auki er ég orðin skotin í honum Andy Hobbles, syni bakarans á horninu, sagði hún að endingu, um leið og hún rétti Leslie hringinn. Það var þessi setning, sem sann- færði Leslie um að orrustan væri töpuð. Hann hafði litið hornauga til þessa bakarasonar í nokkrar vik- ur. — Nú er bezt að ég fargi mér, tautaði hann við sjálfan sig þegar Mary var farin, — ég get ekki hugsað mér að lifa án Mary. Það skal sagt Leslie til hróss, að hann brast ekki kjark. Það þarf bæði kjark og dirfsku til að fyrir- fara sér, og Leslie sýndi hvort tveggja. Hann fór í næstu veiðar- færaverzlun og keypti sér hæfilega gildan kaðal. Og svo valdi hann sér hæfilega stórt tré fyrir utan bæ- inn. Hiklaus og djarfur brá hann lykkj unni um hálsinn á sér og klifraði upp í tréð og batt hinn endan á spottanum um grein. Svo settist hann á aðra grein, og af henni ætl- aði hann að detta þegar tími væri til kominn. Þá mundi herðast að lykkjunni og æfi Leslie Bottoms vera lokið. Meðan hann sat þarna og var að hugsa síðustu hugrenningar æfi sinnar, setti að honum nokkurn trega, eins og skiljanlegt er. Því að þetta er hlutur, sem maður gerir ekki á hverjum degi — að farga sér. Og nú vaknaði efi hjá honum um, hvort Mary Hopkins væri í raun og sannleika þess virði, að hann færði henni svona mikla fórn. Því betur sem hann hugsaði um þetta því sannfærðari varð hann um, að þetta tiltæki væri í rauninni mesta flan. Eftir þriggja tíma umhugsun komst hann að þeirri niðurstöðu, að jafn gleyminn maður og hann mundi geta gleymt Mary Hopkins líka þegar frá liði. Og þess vegna var engin ástæða til að fara að hengja sig út af henni. Hann gladdist yfir að vera kom- inn að þessari niðurstöðu og hopp- aði niður af greininni með bros á vórunum. ------------Þeir fundu hann undir kvöld. Hann hafði gleymt að leysa spottann af greininni áður en hann hoppaði. ^< S/ti atf kHetju ^ Hoilywood er aö verða brodd- borgarabær, óeair /ýaune rr/anifiela, euta iiou óem uill bret. óunum. Hollywood var öðruvísi en aðr- ir bœir. Kvikmyndin var einstœð nýung og góðir leikendur yfir- gnœfðu hversdagsfólkið. Fjöldinn vissi auðvitað ekki að Valentino var með magasár eða að Clara Bow átti við vandrœði að kljást: fólkið visaði fyrirlitlega öllu því á bug, sem gat skert Ijómann af afguðum þess. Stjörnurnar voru höfðingjar Ameríku í tíð' þöglu myndarinnar, og fólkið sá um að þœr sœtu öruggar í hásœtinu. Allt gekk í lyndi í Hollywood; launin voru há og skattarnir lág- ir. Peningarinar streymdu út og inn. Douglas Fairbanks og Mary Pickford voru konungurinn og drottningin í Hollywood. Ef þau buðu fólki heim, var það eins og konungleg náð. Og sá sem ekki hafði fengið slíkt heimboð gat ekki talist til betra fólksins. ' „Nú er Hollywood að verða broddborgarabær," segir Jayne Mansfield. Fyrstu árin voru skemmtilegust, trylltustu og œrslafengnustu árin í sögu kvik- myndanna. Þá var gullöld í Hollywood, stjörnurnar tindruðu, fólk varð ríkt og barst mikið á og harmleikir og hneykslismál skift- ust á. í dag standa húsin, sem sam- kvœmísfögnuðurinn hljómaði frá í fyrri tíð, háalvarleg í mistruðu sólskininu í Sunset Boulevard. Flestum þeirra hefur verið breytt svo að þau. eru nœr óþekkjanleg, en nokkur hafa verið rifin. Gilda- skálarnir frá gömlu dögunum eru horfnir. Sá eini sem eftir stendur er ,,Cocoanut Grove", þar sem Joan Crawford dansaði charles- ton forðum daga. Hann er eins og minnismerki horfinnar aldar. Gloria Swanson var í þá daga ímynd hástíls-glæsimennskunnar. Móðursýkin sem greip Hollywood þegar Gloria giftist laglega greif- anum Henri de la Falaise var hrœðileg. Þegar hún og greifin komu til baka frá Evrópu, voru aðalforstjórar allra kvikmynda- stöðva mœttir, allir sem einn, og fólk tróð sér eins og síld í tunnu til að fá að sjá þessi frœgu hjón. Margar hljómsveitir léku, flögg- in blöktu um allan bœinn og þvert yfir Hollywood Boulevard voru þandir borðar með áletrun- inni: „Velkomin heim — Gloria og Hank". Síðar stal Connie Bennett greif- anum frá Gloriu. Gloria ríkti á- fram, sem drottning í ríki Para- mounts. Það er að segja þangað til Pola Negri fékk baðklefa við hliðina á henni. Þá varð styrjöld. Gloria vissi að Pola hafði mestu óbeit á köttum, og lét smala sam- an öllum köttum í nágrenninu og reka þá inn í híbýli Polu. Hörð rimma varð út af þessum hrekk. Síðustu árin fyrir 1930 varð tvennt til að gerbreyta stefnu kvikmyndasögunnar. — Hávaxin sænsk stúlka sem hét Garbo kom til Hollywood, og Al Jolson söng hátt i kvikmyndinni „Jazzsóng- varinn". Talmyndin hafði barið að dyrum og hún breytti gersam- lega gangi himintunglanna, eða réttara sagt filmstjarnanna. Fólk fór að sjá afguði sína í öðru Ijósi en áður. Þetta voru karlar og konur sem töluðu, skröfuðu og skvöldruðu alveg eins og aðrir menn og konur. Og dísirnar stigu niður af stöllum sínum og létu fúslega afmynda sig og skrifa um sig i kvikmyndablöðin. Nú' var skrifað um það, sem misjafnt eða miður heppilegt kom fyrir hjá þessu fólki — um ástafargan þess og hliðarhopp, og það var af- myndað í allskonar óheppilegum stellingum. Hinar ódauðlegu dísír urðu dauðlegar. Diana Dors, enska „kynbomban" dáist að nœrgætni og hugulsemi Ameríku- manna, sem horfa á sjónvarp. Hún segir að þeir séu „gáfaðir, samúðarfullir og nærgætnir." Hvernig stendur á þessu oflofi? Skýringin er sú, að fyrir nokkru kom Diana fram í sjónvarpinu og þá varð henni á að hnerra rösk- lega framan í áhorfendurna, enda var hún svo lítið klœdd, að kann ske hefur slegið að henni. Morg- uninn eftir fékk hún 4000 bréf og spjöld frá áhorfendum, sem ósk- uðu henni góðs bata. ,,Eg get tárast yfir svona mik- illi hugulsemi," segir Diana. Vitið þér •••? að meira en helmingur af þeim 2800 milljónum, sem lifa á jörðinni, eiga heima í aðeins fjórum löndum? í Kína búa nefnilega 640 milljónir, Indlandi 400 milljónir, Sovét-Rúss- landi yfir 200 milljónir og í Banda- ríkjunum yfir 170 milljónir. Þetta verða samtals yfir 1410 milljónir. að stærsta sundhöll heimsins er í byggingu í Moskva? Sundlaugin er 13.000 rúmmetra stór og getur tekið á móti 2000 manns í einu. Hitinn í lauginni er aldrei minni en 24 stig, hverju sem viðrar. MACMILLAN BREYTIR SVIP. — Forsætisráðherra Breta hefur ný- lega fengið nýjan haus, sem sam- svarar kröfum tímans betur en sá gamli. Hausinn á honum í vax- myndasafni Madame Tussauds var orðinn of unglegur og þessvegna hefur hann fengið annan ellilegri. Koma fram í svipnum áhyggjurn- ar, sem MacMillan hefur af land- helgisstríðinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.