Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN J ~m ~jrratnhat iiiaac • • 6 Wf K lega var einhver frægur tónlistarmaður í heim- sókn þarna. „Það er ekki vert að trufla herra Westwood meðan hann er að spila," hvíslaði brytinn. ,,Hon- um líkar það ekki. Þér skuluð fá yður sæti á meðan." Anna settist á stólinn sem hann benti henni á. Hún þorði varla að draga andann. Var þetta herra Westwood? Hann sneri bakinu að henni og virtist hafa gleymt öllu kringum sig. Anna horfði á hann og hlustaði á tónöldur Appasion- ötunnar, sem var leikin með ástríðufullum hita. Þetta var eina leiðin sem Gordon Westwood hafði til að túlka það sem lífið hafði gefið hon- um og svipt hann. í tónlistinni gat hann lifað líf sitt upp aftur. Hann endurlifði sína stuttu ham- ingju og hið ósegjanlega erfiða stríð, eftir að konan hans varð veik og lamaðist smátt og smátt unz líkamsþrek hennar þraut. Hann mundi hinn veika lífsloga sonar síns, sem blakti eins og skar og hlýjaði honum stundum og gaf honum von. Von og ótti hafði kvalið hann á víxl. Og loks kom dauðinn, þögull, kaldur og vægðar- laus. Og þá var konan hans horfin líka, og hann lifði mánuði og ár einstæðingsháttar og von- leysis. En lífið kom aftur með Aline •— sem var fegurst allra kvenna. Fegurri og dekkri en nokkux af hinum suðrænu Maríumyndum hans. Hún lokkaði hann út í sólina. En þegar hann hafði gagntekist af ást til hennar sveik hún hann. Hún afsakaði sig með því að hann elskaði einveruna um of. Hún gat ekki hugsað sér að lifa lífi hans. Hún vildi lifa í hringiðu stórborgarinnar, láta dást að sér og láta fegurð sína skarta í samkvæmislífinu. Og hún fékk sínu framgengt. Nokkrum vikum eftir að hún sveik Westwood giftist hún hinum kunna málara Ni- colas del Monte og fyrir hans tilverknað varð fegurð hennar þjóðkunn. Hann málaði margar myndir af henni, og líklega hefur hún haft yndi af því að sjá annað fólk dáðst að þeim á sýning- unum hans. Gordon Westwood hafði ekkert að gefa henni, sem sambærilegt væri við þetta. Og einmitt núna var hún með manni sínum í heim- sókn í San Francisco. Hún hafði meira að segja hringt til Westwoods og talað við hann — því skyldu þau ekki geta verið vinir áfram? Og hún hafði orð á því að það væri gaman að sjá hann aftur. Var hann ekki til í það? Og áður en Gordon Westwood hafði fengið tóm til að hugsa sig um, hafði hann boðið henni og manni hennar í miðdegisverð í næstu viku. Herra Ni- colas del Monte og frú. Konuna sem hann elsk- aði, og manninn sem hún hafði tekið fram yfir hann. Hvers vegna hafði hún ekki látið hann í fríði? Nú höfðu öll gó'mul sár ýfst upp aftur. Hann átti að sjá hana aftur. Líða verstu kvalir í heilt kvöld og um leið vera viðfeldinn gest- gjafi. Slagharpan túlkaði tilfinningar hans í brim- róti af tónum, sem voru svo ástríðufullir að þeir gagntóku Önnu, svo að hún hætti að furða sig á því að Gordon Westwood hafði beinar og sterk- legar herðar og fallegan hnakka. Það var málm- gljái á hrafnsvörtu hárinu. Hún hafði ímyndað sér að frændi Glens væri lotinn, gráhærður mað- ur með gleraugu, rauðleitur í andliti og tals- vert feitlaginn. En hún hofði orðið hissa undir eins og hún heyrði rödd hans í símanum. Hún hafði ekki getað gleymt þessari einkennilega djúpu, h](jómþýðu rödd. Og nú heyrði hún hana aftur og glitrandi tónleikinn undir. „Hver er hérna inni?" spurði hann. „Ég heyrði eitthvað." „Það er — Anna Beaumont. Ég símaði í gær. Þér lofuðuð að . .." „Já, alveg rétt," svaraði Westwood án þess að taka fingurna af nótunum. „Komið þér hingað, svo ég geti séð yður." Hann benti henni með höfðinu. Anna gekk bak við slaghörpuna, og nam staðar andspænis honum. Nokkrar sekúnd- ur horfði hann niður á hendurnar á sér og hélt áfram að spila. Anna leit sem snöggvast á hann, og varð hssa er hún sá að þetta var unglegur maður. Hann hlaut að vera innan við fertugt, andlitið var sterklegt og hraustlegt og þar sást enginn veikur dráttur. Línurnar kringum munn- inn gerðu andlitið dálítið hörkulegt, en varirnar voru mjúkar og Önnu datt í hug hvort þessi mað- ur gæti ekki brosað, þrátt fyrir allt. Nú leit hann upp. Hún hrökk við er hún sá augnaráðið. Það var líkast og hann sæi gegnum hana — og eins og hann hefðí séð eitthvað óvænt. En hann lét ekki á sér sjá hvað honum var í hug, og fingur hans héldu áfram að leika um nóturnar. Og þá fannst Önnu, sem hann mundi ekki láta sig miklu skipta um erindi hennar. „Þér ætluðuð að tala við mig um hann Glen," hélt Gordon Westwood áfram. „Hvað viljið þér honum?" „Við vorum vinir," sagði Anna hljóðlega. „En hann fór frá mér. Ég hef skrfað honum, en hann svaraði ekki. Og hann veit ekki að — að — ég verð að ná til hans sem fyrst. . ." „Hvers vegna?" spurði hann hispurslaust. „Herra Westwood — mér hefur aldrei dottið í hug að slíkt gæti komið fyrir mig. Ég er ekki þannig gerð. En við Glen vorum ástfangin — elskuðum hvort annað. Hann hefur auðsjáan- lega ekki álitið að sú ást ætti að verða eilíf, en það gerði ég. Ást hans hefur slokknað, en mín ást varir allt lífið, því — því að ég er með barni, sem hann á." Maðurinn við slaghörpuna þagði um stund. „Þér hélduð að þetta mundi vara alla ævi. Já, einmitt. Og hvað ætlist þér nú fyrir?" „Ég verð að biðja Glen um að hjjálpa mér. Helzt vildi ég að hann giftist mér. En þegar barn- ið er fætt get ég útvegað mér atvinnu og unnið fyrir bæði barninu og sjálfri mér. Ég vil annast um barnið sjálf. Ég skal aldrei ónáða hann fram- ar, en hann verður að hjálpa mér þennan tíma, sem ég verð frá vinnu." Hann horfði þegjandi á hana um stund, með fingurna á nótunum. „Þér eruð áræðin. Mjög áræðin," sagði hann og lága röddin varð hlýrri en áður. „Ég verð að vera áræðin," sagði hún blátt áfram. „Hér er ekki lengur um sjálfa mig að ræða heldur aðra veru. En ég get ekki orðið heima hjá fjölskyldu minni." „Ég skil." Hann kinkaði kolli til hennar og lét fingurna leika um nóturnar aftur. Önnu lang- aði til að æpa, að barnið hennar ætti kröfu á að sitja í fyrirrúmi fyrir tónhstinni hans. Hún titraði of æsingi og neri hanskana milli hand- anna. Allt í einu leit hann á hana aftur, og nú lék kaldhæðnibros um varir hans. Hann var svo nepjukaldur að Anna hrökk við. „Hvað segir móðir Glens um þetta?" spurð hann. „Hvernig á ég að vita það?" hvíslaði Anna angistarfull. „Ég hef ekki heyrt eitt einasta orð frá Glen." „Ég get frætt yður á því, að hún leyfir aldrei að Glen giftist yður," sagði Westwood kaldrana- lega. „En —" bætti hann við — „ef Glen hefur ekki svarað bréfi yðar innan viku, skuluð þér koma til mín aftur. Ef saga yðar er sönn skal ég hjálpa yður. En ég skal skrifa móður Glens þegar í stað." Hann hló, en það var fyrirlitning- arhreimur í hlátrinum, eins og hann vildi segja, að það væri gagnslaust að skrifa. Gat hann ekki látið sér gleymast að skrifa Carolinu, hugsaði hann með sér. Miðdegisverðurinn fyrir Aline. .. Allt í einu virtist hann vakna eins og eftir svæfingu. Hann horfði lengi á Önnu, pírði aug- unum og varð eintóm athygli. Það var líkast og hann sæi hana fyrst núna. Og nú fékk hann fáránlega hugmynd. Það var góð hugmynd, ein- mitt vegna þess að hún var svo fáránleg. Unga stúlkan þarna fyrir framan hann var ljómandi falleg, þó hún væri sorgbitin og með angistar- svip þessa stundina. Þetta gullna hár og hör- undsliturinn mundi sóma sér vel í léttum sam- kvæmiskjól. „Gangið þér nokkur skref fram á gólfið," sagði hann skipandi. „Þangað — hann benti með höfð- inu — já, svona. Og svo til baka. Hægar." Hún var fallega vaxin og bar sig vel. Og hreyf- ingar hennar voru fagrar. Fæturnir peninga virði. Anna hlýddi skipununum, en fannst hún vera eins og gripur á sýningu. Hvert var hann að fara? Var hann ekki með öllum mjalla? spurði hún sjálfajsig. Hún sneri sér snöggt að honum og þau horfuðst í augu. Það var svo að sjá sem hann skemmti sér, — eins og hann væri að hugsa um eitthvað, sem gaman var að. „Heyrið þér nú," sagði hann loks. „Ef ég lofa að hjálpa yður eftir að ég hef rannsakað hvort þér segið satt, viljið þér þá gera mér greiða í staðinn?" „Já, gjarna. Það er að segja ef ég get," svar- aði Anna sissa. „Eg á að halda miðdegisverð á fimmtudaginn, og mig langar til að þér verðið þar. Þér þurf- ið ekkert að gera, annað en vera ung og falleg og umfram allt þögul. Þér megið meðal annars ekki tala um Glen. Það er skilyrði. Þér eigið að líta út sem skjólstæðingur minn — þér verðið það kannske síðar. Jæja — viljið þér gera þetta fyrir mig?" „Ég væri fús til að gera það, en ég hef eng- an samkvæmiskjól," svaraði Anna brosandi. Henni fannst þessi ósk hans vera svo skrítin, að hún átti bágt með að verjast hlátri. „Þér getið fengið kjól hjá mér," sagði West- wood. „Þér heitið frönsku nafni. Talið þér frönsku?" „Ég talaði frönsku þegar ég var barn. Þá var ég um tíma hjá afa mínum og ömmu, og þau komu frá Bretagne. En ég get varla sagt að ég geti talað frönsku núna." Hefur talað frönsku sem barn. Ættuð frá Bretagne. Afkomandi einhverrar norrænnar ætt- ar, sem hefur lagt miðöldunum til marga fræga krossfara," þuldi Westwood hugsandi og lék „Arabeque" eftir Ravel um leið. „Það lætur vel Feluwnynd Hvar er riddarinn?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.