Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1959, Side 13

Fálkinn - 14.08.1959, Side 13
FÁLKINN 13 -jC TÍSKAN -j< EKKI MÁ HNAPPANA VANTA. — Litlu stúlk- unum þykir gaman að eignast kjól, ekki síður en þeim stærri. Og þó kjóllinn sé ofur einfaldur þarf samt að hressa upp á hann með einhverju skrauti. Til dæmis hnöpp- um. Lítið á myndina og sjáið hve mikið hnapp- arnir hressa upp á pan- amaofnu léreftinu (að of- an)> og á matrósakjólnum handa yngri telpunni. SAUMAÐU HANN SJÁLF. — Það eru kant- arnir og 10 sm breitt belt- ið, sem gefa þessum kjól svip. Ungar stúlkur eru duglegar að sauma, og með ofurlítilli umhugsun geta þær saumað þennan kjól sjálfar, eftir mynd- inni. Takið eftir hvernig leggingunum er hagað í mittið, til þess að fá klukku-lagið á pilsið. í eyrum. Það ætti að hrífa. Þér eruð velkomin, ungfrú Beaumont. Og af því að þér eruð skjól- stæðingur minn hef ég hugsað mér að kalla yð- ur Önnu, og þér verðið að reyna að sýnast eins hænd að mér og yður er unnt. Þér þurfið ekki annað en segja já og nei og brosa fallega til mín. Ég skal sjá um að halda samtalinu uppi.“ „Þökk fyrir, herra Westwood.“ Önnu var ekki fyllilega ljóst fyrir hvað hún var að þakka hon- um, en henni fannst sjálfsagt að segja þetta samt. Westwood stóð upp frá hljóðfærinu. Hann var mfjög hár og þrekvaxinn. Hærri en Tom O’Conn- or og margfalt karlmannlegri. Nú gekk hann að bjöllunni og hringdi tvisvar. Hann kveikti i vindlingi og reykti þegjandi. Anna fór að halda að hann hefði gleymt að hún var viðstödd þarna. Eftir nokkra stund kom miðaldra kona inn í sal- inn. Hún var með dökkjarpt hár, talsvert hæru- skotið, einkar þokkalega klædd. „Frú Buccket," sagði Westwood fjörlega er hún kom inn. ,,Þér verðið að fara með þessa ungu stúlku inn til San Francisco einhvern dag- inn og kaupa handa henni dýrasta og fallegasta samkvæmiskjólinn sem þér getið fengið. Gerið hana eins fallega og þér getið og útvegið henni allt, sem hún þarf með. Hún á að verða gestur minn í samkvæminu á föstudaginn.“ Frú Bucket deplaði augunum. Hún virtist mjög forviða, en bráðlega hvarf af henni furðusvipur- inn og hún brosti. Hún skoðaði Önnu frá hvirfli til ilja, eins og hún væri að dæma um verðlauna- grip. Og auðséð var að hún var ánægð með grip- inn. „Það verður ánægjulegt, herra Westwood,“ sagði hún og Anna fór að velta fyrir sér hvort það yrði ánægjulegt að kaupa kjólinn, eða hvort það væri eitthvað annað, sem skemmti henni. Af augnaráði hennar og Westwoods þóttist hún skilja að það væri eitthvað annað en kjólakaup- in, sem hún teldi ánægjulegt. Westwood settist við borð og skrifaði ávísun, sem hann rétti Önnu. Hún tók við henni án þess að líta á hana. „Þér hafið þetta fyrir hárgreiðslukostnað og ýmislegt smávegis, sem þér þurfið með. Frú Bucket borgar allt viðvikjandi því sem þér þurfið á að halda fyrir samkvæmið. Ég vil að þér komið eins snemma og þér getið og hafið fataskipti hérna, svo að frú Bucket geti séð um að allt sé í sem beztu lagi.“ Daginn eftir gerði Anna orð i verzlunina sem hún vann í, og sagðist þurfa að verða laus í nokkra daga til þess að leita fyrir sér um stöðu í San Francisco, og lét þess getið að ef til vill yrði hún að segja upp starfinu bráðlega. Hún hitti frú Bucket fyrir utan stærstu verzlun borg- arinnar, og ríú upplifði hún nokkra klukkutíma, sem hún seint mundi gleyma. Frú Bucket leit ekki við öðru en þvi bezta sem fáanlegt var. Hún valdi ljósrauðan módelkjól með feiknavíðu pilsi. Skó með sama lit, nærföt og sokka, handtösku og vasaklúta — allt með sömu nákvæmninni. Anna fékk samvizkubit er hún hugsaði til þess að allt þetta kostaði meira en fjölskyldan hafði að bíta og brenna í meira en heilt misseri. Hún óskaði að hún hefði getað gefið móður sinni og systkinum þessa peninga í staðinn, en um leið gat hún ekki annað en hlakk- að til þess að vera tígulega klædd í fyrsta skipti á ævinni. Hún mundi minnast þeirrar stundar síðar, á baráttuárunum fyrir sér og barninu sínu. Fimmtudagurinn var kominn og Anna var að hafa fataskipti í gríðarstóru gestaherbergi með frönskum húsgögnum frá seytjándu öld og í- burðarmiklum hvítum tjöldum fyrir gluggunum. Hún burstaði hárið þangað til það gljáði eins og spunnið gull og fór svo í rósrauða kjólinn og hælaháu skóna. Þegar frú Bucket kom inn til að líta yfir handaverkin, var hún að greiða hárið í stóran hnút ofarlega í hnakkanum. Frú Bucket brosti. „Þér farið fram úr öllum vonum," sagði hún. „Og mikið hafið þér fallegt hörund! Eins og ala- bast. Notið þér alls ekki duft eða farða — getur það verið?“ „Nei, ég hef sjaldan efni á að kaupa þess hátt ar,“ svaraði Anna hæversklega. „En ég nota vararoða.“ Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 11/2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f. - „BOUNTY9 Framh. af bls. 5. Gamall maður og þrír ungir drengir voru í bátnum. Drengirn- ir voru svipaðir polynesum en ljós- ari á hörund. Þeir höfðu með sér á- vexti og smágrís. Skipstjórinn á „Topaz“ spurði gamla manninn að heiti og var svarað að hann héti John Adams og hefði verið háseti á „Bounty“. Á eyjunni voru 8—9 konur frá Tahiti og 25 börn, sem öll áttu enska feður. Polynesisku karl- mennirnir munu því hafa verið drepnir skömmu eftir að leiðangur- inn kom til Pitcairn. Þegar skipstjórinn á ,,Topaz“' kom aftur til Boston gerði hann ensku flotastjórninni aðvart um John Adams. Þá var Bligh orðinn undiraðmíráll og fékk nú að vita um samsærismennina, sem honum hafði ekki tekizt að hengja. Gröf Fletchers Christians, sam- særisforingjans, var sýnd mönnum sem komu til Pitcairn. En John Adams hafði orðið tvísaga er hann var að segja frá dauða hans, og þótti víst að hann vildi leyna ein- hverju. Árið 1809 var einn af liðs- foringjunum sem reyndust Bligh trúir, á gangi í More Street í Ply- mouth og sá mann fyrir framan sig, sem honum fannst grunsam- lega líkur Christian. Maðurinn leit við og horfði á hann í svip en hvarf svo inn í bjórknæpu. Luis Marden hafði heyrt þessa sögu. Hann rannsakaði vandlega leifarnar af „Bounty“, en engin beinagrind var þar. Allir á Pitcairn þóttust vita hvar Christian væri grafinn, en enginn hafði kannað hvort nokkur væri í gröfinni. Mard- en og Parkin Christian, einn af af- komendum Fletchers Christians, grófu þar sem gröfin var talin vera. En þar fundust engin bein. Svo gátan um hvað orðið hafi af Christian er óráðin. Þegar John Adams dó varð Josua Hill yfirboðari á Pitcairn. Hann var tignaður eins og guð. Árið 1856 var farið að fjölga svo á Pitcairn að hætta þótti á að fólkið yrði of margt, og fluttu þá nokkrir til Norfolkeyj- ar. En þeim leiddist og hurfu til átthaganna aftur. í dag eru um 800 afkomendur þessa fólks á^ Norfolk- eyju, en sumir hafa sezt að á New Zealand og Ástralíu. Fyrstu íbúarnir notuðu sams kon- ar fatnað og notaður var á Tahiti. Hann var gerður úr trjáberki. Og mataræði vr hið sama og á Tahiti. En það var kaldara á Pitcairn en á Tahiti og þess vegna urðu húsa- kynnin öðruvísi — eins konar sam- bland suðurhafseyja- og enskum stíl, sem hvergi sést nema á Pit- cairn. SamKvæmt síðasta manntali eru 155 sálir á Pitcairn. Þessir kyn- blendingar polynesa og Englend- inga eru greint og geðslegt fólk og það hefur ekki rætzt á því, að kyn- blendingar erfi það versta úr báð- um ættum. — Það er hraust fólk, þrátt fyrir að skyldmenni hafa átt börn saman. Á Pitcairn eru engir sjúkdómar og læknir hefur aldrei verið þar. Fólkið fer hækkandi og meðalævin er löng. Þetta er vin- gjarnlegt flók og vel siðað og sið- menntu þjóðirnar gætu tekið margt af háttum þess sér til fyrirmyndar. Þarna er ekkert atvinnuleysi, engir flugvellir og engin loftvarnabyrgi. Fiskibátarnir eru sameign og 2000 kassar af appelsínum eru fluttir út árlega frá Pitcairn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.