Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Ilvað sem það kostar1 FRAMH. AF 9. SÍÐU — svo heyrði hann rödd úr f jarlægð svara: — Frú Brisson. — Augnablik, það er samtal við „Queen Mary“. Gerið þér svo vel! Áður en Brisson gat sagt orð hrópaði Lísa: — Halló, hvað er að? Hvað hefur komið fyrir? — Halló, Lísa! Nei, það er ekkert sérstakt, mið langaði aðeins að tala við þig. — Nú, ert það þú. Hún þagnaði. — Ég var sofnuð. Ég bjóst ekki við að heyra svona fljótt til þín. — Mig langaði bara til að vita í hvaða gistihúsi þú ætlar að verða í Reno. — Það veit ég ekkert. Skiptir það nokkru máli? — Það getur verið að ég þurfi að síma til þín frá London eftir að málflutningsmaðurinn minn hefur gert uppkastið ag samningnum. — Jæja. Þú skalt fá heimilisfang- ið. Henni virtist vera alveg sama um þetta. — Ágætt, sagði Brisson. — Og mundu að láta ekkert fréttast um þetta fyrr en samningurinn er til- búinn. — Þú skalt ekkert vera hræddur um það. — Gott. Þá var það ekki annað. Góða nótt, Lísa. Hann heyrði hana anda djúpt að sér. Svo hvíslaði hún hrædd: — Það er einhver hérna í herberginu. Hann er bak við gluggatjaldið . . . Guð minn góður. . . . Svo varð dauðaþögn. Brisson beið um stund. Svo heyrðist tækið vera lagt á, Lísu megin. Hann lagði tækið frá sér. Dun- combe hafði gert sitt. Nú gat hann tekið öllu rólega. í nótt skyldi hann sofa vel. Það var aðeins eitt, sem hann var að velta fyrir sér. Ekki þessi fimm þúsund. Heldur það sem Lísa hafði sagt þegar hún heyrði að samtalið var frá „Queen Mary“. Það var nærri því eins og hún hefði búizt við samtali, búizt við orðsend- ingu um að eitthvað hefði .... — Brisson. Röddin var lág, en hann sneri sér við eins og hann hefði fengið slag. í dyrum klefans, sem Lísu hafði verið ætlaður stóð maður. Lítill maður og alls ekki ógeðslegur. En hann hélt á skammbyssunni þann- ig, að auðséð var að Jiann hafði mikla æfingu. Og það var hljóð- deyfir á þessari skammbyssu líka. Það leið aðeins brot úr sekúndu þangað til Brisson skildi hvers kon- ar orðsendingu Lísa hafði búizt við frá „Queen Mary“, og til hvers hún hafði notað fimm þúsund dollarana. — Bíðið þér! Æpti hann. — Ég skal borga! En maðurinn lét hann ekki tala út. Það var alveg rétt, að hann svífðist einskis, en var vanur að framkvæma það, sem hann fékk borgun fyrir. Þegar erindinu var lokið lá Briss- on á reki í sjónum nokkurn spotta fyrir aftan skipið. Dyrnar út á þil- farið stóðu opnar og jakkinn hans og hálsbindið lá á stól. Eins og hann hefði gengið út til að fá sér hreint loft áður en hann færi að sofa. í dagbók skipsins mundu verða skrifaðar þessar línur: Datt fyrir borð. Slys. Líftryggingin mikla og fyrirtækið rann til konunnar hans. Hafði Lísa hugsað sér. I'cíer Townsend... FRAMH. AF 7. BÍÐU byrjað sem saklaus ástarleikur ungrar stúlku var orðið að vanda- máli sem snerti tvær stofnanir, sem Bretar meta mest: konungsættina og þjóðkirkjuna. PETER Á BIÐILSBUXUNUM. Þennan heiða haustmorgun er þau hittust fyrst aftur eftir Belgíu- útlegð Tcwnsends, virtist málefnið ofur einfalt. Látum Margaret af- sala sér öllum réttindum, og þá er hún frjáls mánneskja. Hvernig átti hún að komast af? Tillaga kom fram um að hún fengi stóra fúlgu af arfinum, sem Mary drottning amma hennar lét eftir sig. Margaret hafði svo sem ekkert að missa, nema örlítin möguleika á því að verða drottning sjálf. En það kom brátt á daginn að málið var ekki svo einfalt. Hvorki þingið né prinsessan sjálf gat borið brigður á uppruna hennar. Mar- garete aí Windsor er prinsessa Eng- lands og brezka samveldisins; systir hennar er verndari þjóðkirkjunnar, og sú kirkja neitar fráskildu fólki að giftast aftur, og setur þá út af sakramentinu, sem óhlýðnast því boði. Peter Townsend var í bezta skapi þó blaðamennirnir eltu hann á röndum allan daginn. Klukkan 6 síðdegis ók hann til Clarence House og gekk inn um litlar dyr, sem eru merktar „Yfirmenn hússtjórnarinn- ar“. Aðeins háiftíma áður hafði ekkju drottningin komið akandi inn um hliðið, af flugveilinum, sem hún lenti á er hún kom frá Skotlandi. HnAAqáta 'JálkanA mmmp—is— m fommá » - tmtp ■■ vt Je ST- " ■ m bpmP r^Pifp HB 57 ^ MB Ihp ^ Ihl i Æ *■■■■'! Lárétt skýring: 1. Nirfill, 5. Ávíta, 10. Tröllkona, 11. Dröfnótt, 13. Tónn, 14. Hei’mað- ur, 16. Skip, 17. Tónn, 19. Stafur, 21. Þrír eins, 22. Fljót, 23. Tóntegund, 24. Greinir, 26. Gjörsamlegur, 28. Framkoma, 29. Veikir, 31. Væta, 32. Skran, 33. Öfús, 35. Áhald (þf.), 37. Samhljóðar, 38. Tveir eins, 40. Stað- festa, 43. Hjal, 47. Þannig, 49. Sam- koma, 51. Fjarstæða, 53. Mæla, 54. Firðir, 56. Þrautgóð, 57. Ráp, 58. Þreytu, 59. Tíni, 61. Rösk, 62. Sam- hljóðar, 63. Amar, 64. Þefur, 66. Skammst., 67. Skógardýr, 69. Sögu- persóna, 71. Sundin, 72. Málmi. Lóðrctt skýring: 1. Fangamark, 2. Ben, 3. Fikt, 4. Fjall, 6. Missir, 7. Karlmannsnafn, 8. Veiðarfæri, 9. Bardagi, 10. Gam- alla, 12. Farangur, 13. Þræta, 15. Vonska, 16. Spönn, 18. Ónæði, 20. Beiskt, 23 Óþef, 25. Sjaldgæfur 27. Ólíkir, 28. Linun, 30. Strauma, 32. Áræðin, 34. Alda, 36. Sannanir, 39. Mjólkurafurðir, 40. Hrakningar, 41. Greinir, 42. Stritar, 43. Bás, 44. Tónn, 45. Ráðrík, 46. Slag, 48. Veið- arfæri, 50. Tveir eins, 52. Rugl, 54. Rotinn, 55. Prófað, 58. Kvenheiti, 60. Glugga, 63. Mann, 65. Svik, 68. Stafur, 70. Fangamark. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt ráöning: 1. Farga, 5. Öskra, 10. Valur, 11. Kjáni, 13. Mí, 14. Smán, 16. Sjón, 17. RE, 19. Eff, 21. Sný, 22. Tól, 23. Upp, 24. Sina, 26. Atlot, 28. Átal, 29. Slark, 31. Ull, 32. Hrani, 33. Stí- ur, 35. Týran, 37. FF. 38. Fa, 40. Fliss, 43. Bakar, 47. Ófrýn, 49. Kul, 51. Álein, 53. Gráð, 54. Ramar, 56. Liða, 57. Aur, 58. Þil, 59. Kjá, 61. Tug, 62. RM, 63. Gota, 64. Kúra, 66. RI, 67. Angra, 69. Paufs, 71. Ag- ann, 72. Marra. Lóðrétt ráðning: 1. Fa, 2. Als, 3. Rums, 4. Grána, 6. Skjót, 7. Kjól, 8. Rán, 9. AN, 10. Vífil, 12. Irpan, 13. Messa, 15. Nýtur, 16. Stolt, 18. Eplið, 20. Fnas, 23. Utan, 25. Art, 27. LL, 28. Ára, 30. Kífin, 32. Hraka, 34. Ufs, 36. Yfa, 39. Lógar, 40. Frár, 41. Lýð, 42. Skala, 43. Blakk, 44. All, 45. Reit, 46. Snagi, 48. Fruma, 50. Um, 52. Iðurs, 54. Ritjan, 55. Rjúpa, 58. Þora, 60. Árar, 63. GGG, 65. Aur, 68. NA, 70. Fa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.