Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 er ekki fyrr en í byrjun víkinga- aldar, sem menn fara að nota kjöi, fast stýri og siglu. Með víkingaskipinu eignast norð- urlandabúar þann farkost, sem færði þeim auð, völd og frægð. Eft- ir að farið var að nota kjöl var hægt að nota segl — en kjalarlausu skip- in mundu þegar hvolfa undir segl- um. Víkingaskipin þekkja menn út í æsar, því að þau hafa fundist, sæmilega varðveitt, í Austfold og Vestfold í Noregi. Þessi skip sýna, að Norðmenn hafa verið lagt á undan öðrum þjóðum í skipasmíð- um þá, því að bæði vörðust þessi skip vel sjó og gengu vel. Hefur þetta sannast af tilraunum með skip, sem voru nákvæm eftirmynd víkingaskipanna. Magús Andersen sigldi slíku skipi -til Ameríku 1893, og síðan hafa fleiri leikið það sama eftir. Einu víkingaskipin, sem varðveist hafa, má sjá á Bygdö við Osló. Ósa- bergsskipið er þeirra íburðarmest, með miklum útskurði, og mun hafa verið smíðað sem skemmtiskip handa drottningu, sem heygð var í skipinu ásamt ambátt sinni, en ekki ætlað til langferða. Gaukstað- arskipið er stærra, miklu borðhærra og sterkara en hefur þó tæplega verið ætlað til úthafssiglinga. Af skipinu frá Túni eru leifarnar svo ófullkomnar, að ekki hefur tekizt að eftirlíkja gerð þess fyllilega. Það er breiðara en hin. En lögun allra skipanna sýnir, að þau hafa verið undragóð siglingaskip. Flest víkingaskipin voru stærri en þessi, sem geymst hafa, enda ætluð til langferða. Á þeim voru notuð bæði segl og árar, og af ára- fjöldanum, sem oft segir frá í sög- um, má ráða stærð þeirra. Á þess- um skipum fóru víkingarnir til Englands og Frakklands, suður á Spán og inn í Miðjarðarhaf, og alla leið til íslands, Grænlands og Amer- íku. Víkingaskipin voru notuð á Norðurlöndum þangað til hin stærri þilskip suðlægari þjóða urðu kunn á norðurslóðum. SUÐRÆNU SKIPIN. Egyptar hafa snemma byrjað að smíða skip, fyrst til nota á ánni Níl og síðar til ferða um Miðjarðar- haf. Var smíði skipana einkar vönd- uð og mikið í allt borið. En þessi skip voru ekki sterk, vegna þess að þau voru smíðuð úr stuttum plönk- um til þess að styrkja þau var strengur þaninn milli trana, sem reistar voru fremst og aftast á skip- inu. Skipasmíðakunnáttan barst frá Egyptum til Fönikíumanna, og þeir urðu ofjarlar kennarans og fræg- asta siglingaþjóð Miðjarðarhafs um skeið. Á Krít voru líka duglegir skipasmiðir og siglingamenn. Svo komu Grikkir til sögunnar og lærðu af fyrrnefndum þremur þjóð- um. ,,Trirem“ hét frægasta skipa- tegund þeirra, þar voru tvennar áraraðir og ræðarar fleiri en á vík- ingaskipunum og fram úr stafni stóð „hrútur“, til að stanga óvinaskip með og sökkva þeim. Svo kom að því að Rómverjar urðu alls ráðandi í Miðjarðarhafi. „Mare nostrum" — hafið okkar — kölluðu þeir það. Rómverjar lærðu skipasmíði og siglingar af Grikkj- um og smíðuðu stærri og sterkari skip en þeir. Þó að þeir gerðu marg- ar umbætur á skipunum, einkum flutningaskipum, var stíllinn svip- aður og verið hafði hjá Grikkjum. Norðurlandaþjóðirnar hafa fyrst kynnst rómversku skipunum í Eng- andi, sem þá var rómversk nýlenda og svo í Miðjarðarhafi eftir að þær fóru að sigla þangað. Víkingaskipin voru miklu borðlægri en hin suð- rænu og stóðu því illa að vígi í bardaga, en hinsvegar voru þau miklu liðugri í snúningum. Þó var það ekki fyrr en á 13. öld, sem víkingaskipin hverfa úr sögunni. Kom nú fram ný gerð skipa samruni nor- og suðræns skipastíls. Skipin voru gerð hærri og tvær siglur notaðar. Seinna urðu þær þrjár. Var aftasta siglan þá notuð fyrir hið svonefnda ,,latínasegl“ á norrænu skipunum. Og næst kom Framh. á 14. síðu. 39 MAÐURINN, SEM — fór fram úr Maraþonhlaupurunum 1) Eftir sigur Grikkja yfir Persum við Maraþón, árið 480 f. Kr., sendi Miltiades hersöfðingi mann til Aþenu til að segja sigurfregnina. Hann hljóp leiðina, 40 km. á ótrúlega skömm- um tíma, en datt niður dauður, er hann kom á leiðarenda. Síðan hel'ur fjöldi hlaupagarpa þreytt Maraþónhlaup, en eng- inn þeirra jafnast á við Norðmanninn Ernst Mensen, sem fædd- ur var i Bergen árið 1799. Hann gekk á sjómannaskóla í Kaup- mannahöfn og' vann þá það afrek að hlaupa 10 kílómetra á 23 mín. 21 sek. á reiðvellinum við Kristjánsborgarhöll. 2) Frægara varð þó hlaup hans frá París til Moskvu. Voru honum boðnir 5.000 frankar ef hann gæti hlaupið þessa leið á 15 sólarhringum. Hann lagði upp frá Vendome-súlunni í París kl. 4.10 þann ll.júní 1931, en kl. 10 þann 25. júní kom hann að aðalhliðinu í Kreml. Öll Evrópa fylgdist með þessu hlaupi, og dæmdist Mensen hafa verið 13 sólarhringa og 8 tíma á leiðinni. En í raun réttri var hann 14 sólarhringa 5 tíma og 50 mín. og auk þess vann hann 3 Vz tíma við að hlaupa í austur- átt. Hann hafði hlaupið að meðaltali 245 km. á sólarhring. 3) Mesta afrek hans var þó að hlaupa frá Konstantínópel til Kalkutta og til baka, með áríðandi bréf frá Austur-Indía- félaginu. Mensen var fljótasti póstur sinnar tíðar, ferfalt fljót- ari í ferð en ríðandi póstar. Hann lagði upp frá Konstantín- ópel 29. júlí 1836, en kom til Kalkutta 27. ágúst og hélt heim- leiðis eftir stutta hvíld. Hann var 59 daga báðar leiðir og hafði hlaupið 190 km á dag að meðaltali. 4) Árið 1842 fól Puckler Muskau fursti honum að finna upptök Nílar. Hann lagði upp frá Breslau 11. maí, kom til Jerúsalem 10. júní og hljóp svo þaðan um Kairo til Núbíu. En 22. janúar 1843 dó hann úr farsótt við Assuan. — Enskir embættismenn sáu um útför hans og var hann grafinn við neðsta fossana í Níl. Mensen var þreklega vaxinn en áberandi klofstuttur. Hlaupalag hans hafði verið mjög einkennilegt. „Aldrei munum við sjá hans líka,“ sögðu ensku blöðin að hon- um látnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.