Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN EDNA Bainter var líkari stein- gerfingi en lifandi manneskju, — þarna sem hún stóð við hljóðnem- ann í útarpssalnum og átti að fara að syngja fyrir hundruð þúsunda af áheyrendum í fyrsta skipti á æv- inni. Hún sá hljómsveitina eins og í þoku, hún sá hljómsveitarstjórann tilbúinn til að lyfta taktstokknum, hún heyrði leiðbeiningarnar sem verið var að gefa henni og kliðinn í hljóðfærunum, sem verið var að stilla. Hún vissi að framtíð hennar var komin undir því, sem gerast átti næstu mínúturnar, og að það var alvara þessarar stundar sem olli því að hún var ekki iðandi af kæti og þakklát tilverunni núna, er hún loksins var komin að markinu, þessu marki, sem hana hafði ávallt dreymt um og hlakkað til. Það var Frank Mitchell að þakka, að hún var loksins komin að þessu marki. Mitchell hafði góð og áhrifa- lyfta taktstokknum, og hún vissi að eftir nokkrar sekúndur nálgaðist sú stund er rödd hennar átti að berast burt á öldum ljósvakans til allra þeirra, sem sátu við útvarpstækið sitt. Hún reyndi að fylgjast með tónunum, svo að hún byrjaði á réttu augnabliki, en sér til skelfingar varð hún þess vör að hún heyrði varla nokkurn óm frá hljómsveit- inni. Var hún orðin heyrnarlaus eft- ir þessa eilífðarbið þarna við hljóð- nemann, eða var þetta taugabilun? Hún tók ekki eftir að hljómsveit- in hætti og að maður einn flýtti sér til hennar, og hún heyrði hann hvísla eitthvað um, að hún hefði ekki byrjað að syngja á réttum stað. Ætlaði hún ekki að syngj? Hvers vegna lét hún þá ekki heyra í sér? — Jú, víst ætla ég að syng/ja, en ég er kannske eitthvað biluð á taugunum, sagði hún aísakandi. ŒoLn: FYHSTA SIM í tTVAHPIIVU rík sambönd í tónlistarheiminum, og útvarpsfélagið hafði tekið mark á honum er hann gaf því bendingu um að Edna Bainter væri áreiðan- lega nafn sem einhverntíma mundi verða á allra vörum. Utvarpsfélagið hafði ekki verið sérstaklega áfjáð þegar afráða skyldi hvenær Edna skyldi tekin á dagskrána, en ef hún hefði vitað meir um það sem gerð- ist bak við tjöldin, mundi hún lík- lega alls ekki hafa orðið hissa. Maður borgar ekki yfirverð fyrir listamenn, sem maður veit ekkert um. Maður nefnir eins lága upphæð og maður sér sér fært, og þegar við- komandi undir öllum kringumstæð- um tekur tilboðinu með þakklæti, nýr maður saman lófunum og bros- ir í kampinn. Þegar Frank Mitchell mælti með söngkonu, mátti ganga að því vísu að hún væri engin þriðja flokks listakona. Og ef hægt var að fá hana til að skemmta fyrir slikk og kannske undirskrifa samn- ing, með þeim fyrirvara að hún geðj- aðist hlustendunum vel í fyrsta skipti, þá því betra. Þá var ekki ástæðulaust að núa saman lófun- um. Edna hafði ekki hugmynd um að ráðamenn útvarpsins voru jafn eft- irvæntingarfullir í sambandi við þennan frumsöng og hún sjálf var. Hún hafði nóg að hugsa að reyna að halda taugunum í lagi, svo að þær biluðu ekki þegar mest á reið. Hún hafði ímyndað sér að það væri ofur einfalt mál að syngja í útvarp, því að þar voru áheyrendurnir ekki nærri til að trufla hana, — hún hafði ekki tekið það með í reikning- inn að „lampaskjálfti“ getur eigi síður ásótt þann, sem kemur fam í útvarpi en nýgræðinginn sem kem- ur fram á leiksviði. Hún sá hljómsveitarstjórann Hljómsveitin endurtekur vonandi lagið frá byrjun? — Já, við byrjum aftur, en ekki nema einu sinni. Þér megið ekki vera hrædd, ungfrú Bainter, það borgar sig ekki. Syngið þér nú eins vel og þér getið. — Já, svaraði hún dauflega, — ég skal gera mitt bezta. Maðurinn flýtti sér út aftur, og nú sá hún aftur hljómsveitarstjórann lyfta taktstokknum. Nú ætlaði hún að vera viss um að byrja á réttu augnabliki. Hugur hennar hafði verið eins og sjávarrót og endurminningarnor þotið framhjá eins og í kvikmynd. Hún hafði hugsað til Thomas Rains, og hún hafði iðrast eftir að hún fór ekki með honum til Canada forð- um. En einmitt um þær mundir var hún nýbyrjuð að læra að syngja, og kennarinn hennar hafði spáð henni glæsilegri framtíð sem söngkonu. Var það rétt gagnvart henni sjálfri, var það réttlátt gagnvart Thomas að hætta söngnáminu og setjast að á afskekktum stað í Canada og lifa fjarri öllu því, sem hana hafði dx-eymt um? Hún átti að verða fræg söngkona, nafn hennar átti að ber- ast um alla veröldina, hún átti að- eins að lifa fyrir listina. Þrátt fyrir heitar bænir Thomasar um að hún kæmi með honum hafði hún setið við sinn keip og ekki viljað hverfa frá köllun sinni. Hún varð fyrst og fremst að hugsa um hana. Hann ætlaði að vei’ða að heiman í tvö ár, og á þeim tíma ætlaði hún að sigra og verða fræg. Hún gat ekki fórn- að því, sem henni var dýrmætast og helgast. Hún varð að ljúka nám- inu, svo að hún gæti eftir á sagt við sjálfa sig að hún hefði breytt rétt er hún bauð öllu byrginn og stai-faði eingöngu til þess að ná takmarkinu sem hún hafði sett sér — að verða fræg söngkona. Nú heyi’ði hún tónana frá hljóm- sveitinni og nú byi’jaði hún — á réttum stað. Hún heyrði ekki sína eigin rödd, sá varla andlitið á hljómsveitarstjóranum og gat ekki lesið úr 'svip hans hvei’nig hún söng. fyrir vonbrigðum af þessu, en gat ekki lagt að henni frekar, því að nú kom Frank Mitchell til Ednu, tók í hönd hennar og hneigði sig djúpt og sagði: — Má ég óska hinni ágætu söng- gyðju til hamingju. Ég vissi fyrir- fram að þetta mundi ganga vel, ungfrú Bainter, og það gleður mig Hún vissi aðeins að hún söng eins vel og hún gat. Hvort henni mis- tækist núna — ja, einmitt á þessu augnabliki fannst henni það skipta svo litlu máli. Hún var utan við heiminn og fannst eins og hún væri undir fargi. Mikið hlakkaði hún til að þessar mínútur væru liðnar. Þetta voru ekki nema fáeinar mín- útur og þegar þær væru búnar gæti hún dregið andann aftur og mundi losna við þetta farg, sem var eins og járngjörð um brjóstið á henni. Hljómsveitin þagnaði. Var hún hætt sjálf? Var þetta búið? Hún sá einhvern koma hlaupandi til sín og fann að einhver tók fast í höndina á henni. Hún heyrði ógreinilega hvað dagskrárstjórinn sagði: — Sigur, ungfrú Bainter — á- gætur sigur — ekki nema ein mein- ing um það. Þér sunguð eins og heimsfræg söngdís, og trúið mér til, að þess verður ekki langt að bíða að þér eruð orðin heimsfræg. Eig- um við, að ganga frá samningnum strax, ungfrú Bainter? Hún hristi höfuðið þreytulega og settist á stól. Hún gat ekki skilið þetta — hafði það gengið svona vel? Hún hafði sungið alveg ósjálfrátt, en hafði ekki hugmynd um hvernig það hafði hljómað, því að hún hafði verið í einhvers konar leiðslu — án þess að heyra sína eigin rödd. — Nei, við skulum bíða, sagði hún þreytulega. Ég verð að jafna mig. Kannske á moi’gun. Dagskrárstjórinn virtist verða enn meira vegna þess að ég tókst þá ábyrgð á hendur að mæla með yður. Útvai-psfélagið mun ekki iðr- ast eftir að það lét yður reyna hvað þér gætuð. Hann tók hana undir arminn og hún fylgdist ósjálfrátt með hpnum fram í ganginn. Einn starfsmaður- inn kom þjótandi til hennar. — Ungfrú Bainter, fólkið hamast í símanum til að spyi’ja um yður. Þér hafið orðið fræg á nokkrum mín- útum. Morgan útvai’psstjóri biður mig um að spyqja yður, hvart hann geti fengið að tal við yður í nokkr- ar mínútur. — Um hvað vill hann tala við mig? — Ég veit það ekki með vissu, svaraði hann íbygginn. Hann beygði sig að henni og hvíslaði: — Ætli það sé ekki viðvíkjandi samningi, ung- frú Bainter, — mjög góðum samn- ingi. — Ég held varla að ég geti það í dag, svaraði Edna. Ég skal hringja tli forstjórans á morgun. Starfsmaðurinn hneigði sig djúpt og sagði: — Hérna er komið símskeyti til yðar, ungfrú Bainter, einhvers stað- ar úr eyðimörkinni Canada, undir- skrifað af Rains. Á ég að geyma þessi skeyti og þau sem koma? Hún tók við þessu eina skeyti og bað um að láta hin bíða. Og svo hélt hún áfram út á götuna með Frank Mitchell. — Bíllinn minn stendur þarna, ungfrú Bainter, sagði Mitchell. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.