Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Ég hef látið undirbúa kvöldverð handa tveimur heima hjá mér. Þér borðið vonandi með mér? Hún varð hálfhissa og svaraði með semingi: , — Ég er svo þreytt í kvöld, herra Mitchell. Kannske einhvern tíma seinna, en ómögulega í kvöld. Það var hægt að lesa vonbrigðin úr andlitinu á honum er hann svai'- aði: — En einmitt núna, eftir fyrsta sigurinn yðar, væri viðeigandi að við gerðum okkur glatt kvöld, tvö saman, ungfrú Bainter. Ég hef und- irbúið allt. Hún hristi höfuðið án þess að svara. Hún vissi hvernig Frank Mitchell „undirbjó allt“. Hann vissi hvað hann átti að gera við ungu stúlkurnar, sem hann leit girndar- auga, og sem þráðu að komast að leikhúsum, útvarpi eða kvikmynd- um„ En hún vissi líka hvað fólk sagði, — að hann heimtaði alltaf hátt gjald, þegar hann tæki að sér að koma stúlkum á framfæri. Og það byrjaði alltaf með kvöldverði handa tveimur. Hún hafði ekki hugsað sér að greiða það gjald. Henni hafði alls ekki dottið í hug að verða Frank Mitchell að bráð. Hún vissi að hann mundi verða svarinn óvinur og and- stæðingur hennar ef hún yrði hon- um ekki eftirlát, en var staðráðin í því, að selja sig ekki, hvað sem það kostaði. Hún var viðbúin að taka af- leiðingunum af því. — Ekki í kvöld, herra Mitchell. Ég er svo þreytt. Viljið þér gera svo vel að aka mér heim? Hann svaraði ekki strax en eftir nokkra stund sagði hann varfærn- islega: ' — Kannske við segjum þá á morgun, í staðinn, ungfrú Bainter? En þá gat hún ekki stillt sig lengur. Hún braut allar brýr á milli þeirra með því að segja: — Nei, ekki á morgun heldur. Ég er ekki vön þessum tvímennings- kvöldverðum, eins og þér, herra Mitchell. — Eins og ég? Ég skil yður ekki. — En ég skil. Þakka yður nú fyr- ir hjálpina, herra Mitchell. En þetta sem þér eigið við, skuluð þér ekki tala um við mig. Hann hneigði sig. — Þá það, ungfrú Reinter. Þá höfum við ekki mikið saman að sælda í framtíðinni. Var það á morgun, sem þér eigið að undir- skrifa samning við vin minn Morg? Hann sagði þetta í þeim tón að hún mátti skilja, að það mundi verða erindisleysa að fara til Morg- ans, því að þá mundi hún fá það svar, að félagið kærði sig ekki um að gera samning. Hún skildi þennan tón rétt. — Ég býst ekki við að hafa tíma til að tala við herra Morgan á morgun — eða yfirleitt nokkurn tíma, sagði hún. Hún kinkaði kolli til hans og veifaði til leigubíls. Þegar hún hafði sezt í aftursætið og sagt bíl- stjóranum heimilisfangið, sá hún TÍUNDA FÓSTURBARN JOSEPHINE. — Það er löngu frægt, að Josephine Baker hefur tekið í fóstur börn fjarskyldra kynkvísla, og falaðist meira að segja eftir íslenzku barni, er hún var hér á ferð. — Á myndinni sést hún vera að koma til Farísar frá Venezuela með 10. fósturbarnið sitt, ársgamlan Iníánadreng. Telpan hjá henni er 9. fósturbarnið hennar. — Mitchell ganga að bílnum sínum. Það fór hrollur um hana þegar hún hugsaði til þess, sem komið hefði fyrir ef hún hefði farið með hon- um. Myndin af Mitchell ofsótti hana þangað til hún var komin heim og hafði lesið símskeytið frá Thomasi. Hún þrýsti því upp að kinninni á sér, fór í símann og bað um sam- tal við hann. Þegar sambandið náð- ist var hún orðin róleg og eins og hún átti að sér. — Já, það var Mitchell sem kom þessu í kring við útvarpið fyrir mig, en nú efast ég um hvort hann hafi verið rétti maðurinn til þess. Hann krafðist of hárrar þóknunar fyrir, svo hárrar að ég nennti ekki að rökræða við hann. Hvenær kem- ur þú, Thomas? — Eins fljótt og ég get. Ég hef getað hagað þannig til að ég slepp við síðustu mánuðina hérna og get komið heim til New York í þessari viku, í síðasta lgi á laugardaginn. Ætlarðu að taka á móti mér, Edna? Það var glaðleg rödd sem svaraði: — Vitanlega, Thomas. Og vertu hjartanlega velkominn! -Al vecý HISSA Anna Englandsdrottning, sem ríkti jrá 1702 til 1714, er vafalaust mesta barneignavélin, sem nokkurn- tíma hefur setiS í drottningarsessi. Árið 1683 giftist hún Jörgen, syni Friðriks 111. Danakonungs, sem þá var amtmaður í Vordingborg. Fór Jörgen amtmaður þá til Englands og nefndist „Prince George“. Og hann fór enga erindisleysu, þvi að hann átti 17 börn með Önnu drottn- ingu sinni. Sum þeirra fœddust and- vana og flest dóu ung. Aðeins eitt þeirra, drengur, varð 11 ára. Dómarinn í Eccles í Englandi hef- ur úrskurðað að 13 ára gömul telpa, sem giftist 1 7 ára strák, skuli send á vandrœðabarnaheimili. Prestur- inn, sem gaf unglingana saman sagði að þau hefðu bœði sagst vera 22 ára, og hann trúði því, svo að bráð- þroska hafa þau verið. Hjónabandi‘8 var gert ógilt og „hjónin“ fengu hegningu fyrir að hafa logið til um aldur sinn. Karamellur og brjóstsykur þutu um eyrun á vegfarendum í Pader- born fyrir nokkru, en sœlgœtissjálf- sali sprakk á ráðhústorginu þar. Einhverjir efnilegir unglingar höfðu troðið sprengiefni í sjálfsalann og kveikt í. Hér segir frá hugkvœrnum skradd- ara i London: — Hann hafði rekið fyrirtæki sitt vel og lengi, en að- sóknin fór að dvína og hann fór að verða smeykuur um afkomuna. Og hvað gerði skraddarinn? Hann tók bílinn sinn og ók um göturnar, stöðvaði menn á víð og dreyf og spurði þá hvort þeir þyrftu ekki að fá sér ný föt. „Eg get tekið mál af yður hérna undireins“, sagði hann. Og hugmyndin reyndist góð. Fjöldi manna tók þessu óvenjulega tilboði vel, og nú hefur skraddarinn meira en nóg að gera. — Peningarnir reyndust vel. Þið getið haldið áfram að prenta, drengir. — Gaztu ekki séð um að þetta vœri í lagi, áður en við fórum að heiman . . . .? Philips-verksmiðjurnar miklu í Eindhoven í Hollandi skoruðu á allt starfsfólk sitt að hœtta að reykja í einn mánuð til þess að forðast lungnakrabba. Skyldu þeir sem fœru að þessu ráði fá riflega þóknun. En tóbaksgerðirnar tóku þessu ekki þegjandi. Þœr birtu áskorun til al- mennings um að hœttá að horfa á sjónvarp vegna augnanna. Philips framleiðir nær öll sjónvarpstœki, sem notuð eru í Hollandi. Oberammergaubúar — fólkið, sem sýnir hina frœgu píslarleiki hafa hafnað tilboði frá amerísku kvikmyndafélagi um að leika píslar- leikina á kvikmynd. Félagið vildi borga kringum 65 milljón krónur fyrir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.