Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN „Roðið þér þá dálítið varirnar. Ég er viss um að það setur kórónuna á verkið,“ sagði frú Buck- et og hallaði undir flatt. „Æ, skelfing hatar Aline del Monte yður þegar hún sér yður. Þér skuluð ekki láta hana vaða ofan í yður.“ Anna leit snöggt við. „Hvers vegna ætti hún að hata mig? Ég hef aldrei séð manneskjuna.“ „Nei, en hún var trúlofuð herra Westwood,“ sagði frú Bucket. „Og þó að hún hafi svikið hann og gifst frægum listamanni, mun henni ekki falla vel að sjá fallega unga stúlku nærri herra West- wood. Hún er þannig gerð. En nú verðið þér að koma niður. Gestirnir koma bráðum og herra Westwood er kominn niður í bókastofuna.“ Hún opnaði dyrnar og Anna gekk út. Hún lyfti víða pilsinu með báðum höndum, svo að hún skyldi ekki stíga í það, er hún gekk niður stig- ann. Frú Bucket fylgdi henni inn í bókastofuna. Westwood stóð þar fyrir framan stóran arininn. Hann var að reykja vindling og virtist vera mjög annars hugar. Yfir arninum hékk stórt mál- verk af konu hans, sem hann hafði misst. Og nú var hann að hugsa um tilvonandi samfundi sína og Aline, er dyrnar opnuðust og ljós, fíngerð ung stúlka með blá augu og ofurlítinn roða í kinn- unum stóð fyrir framan hann. Hann starði á Önnu í margar sekúndur án þess að þekkja hana aftur. En allt í einu birti yfir honum og hann brosti, en án þess að hann vissi læstust fingurnir eins og töng um vindlinginn. „Kæra barn, hvað hefur verið gert við yður? Þér eruð fallegri en . ..“ Það var komið fram á varirnar á honum að segja „Aline“, en hann tók sig á. Hann renndi augunum um berar axlir hennar og langa, granna handleggina. „Komið þér hingað,“ sagði hann svo með ann- arlegri rödd, sem hann þekkti varla sjálfur. „Ég vil sjá yður hreyfa yður, og þér eigið að standa hérna við hliðina á mér og taka á móti gestun- um.“ „Eruð þér ánægður með mig?“ spurði Anna og gekk hægt yfir gólfið til hans. „Mér finnst ég vera eins og Öskubuska .... “ „.... en þér lítið út eins og prinsessa,“ tók Westwood fram í. „Berið höfuðið hátt og þér megið ekki tapa yður þó einhver komi með nær- göngular spurningar viðvíkjandi yður sjálfri. Hve gömul eruð þér?“ „Nítján ára.“ Gordon Westwood hrærðist, og var honum það þó þvert um geð. Drættirnir kringum munn hans mýktust og hann langaði ásjálfrátt til að taka handleggnum um axlirnar á stúlkunni. En í sömu svifum heyrðist gjallandi bjölluhringing og skömmu síðar mannamál frammi í ársalnum. Gestirnir voru komnir. Önnu hitnaði í hamsi og andardrátturinn varð hraðari. „Haltu brosinu, Anna,“ sagði Westwood og brosti vingjarnlega. Hin vistlega bókastofa Gordons Westwood fylltist smátt og smátt af gestum. Þeir virtust þekkja hverjir aðra og lýstu flestir gleði sinni yfir því, að Gordan hefði hætt við að einangra sig og hefði afráðið að taka á móti gestum á ný. Samtalið komst fljótt í algleyming og mörg gleði- óp heyrðust frá gestunum, sem höfðu skipað sér í smærri og stærri hópa og töluðu um síðustu nýjungar. Anna fann að hún var utangátta þarna og varð fegin að fá að vera ein sér um stund og horfa á fólkið og reyna að muna hvað hver um sig hét. Nasirnar á henni titruðu vegna ilmsins af kvenfólkinu. Hún gaut augunum til að sjá alla gimsteinana sem dömurnar skörtuðu með og kjólanna, sem þær voru í. En engin þeirra var eins fallegur og kjóll sjálfrar hennar. Og við þá meðvitund óx henni þor og öyggi. Hún fann til skyldukenndar gagnvart Gordon Westwood og fann að hans vegna varð hún að gera sitt til að láta æskufegurð sína njóta sín sem bezt. Aline hafði svikið hann — alveg eins og Glen hafði svikið hana sjálfa. Anna var ekki sú eina, sem bar harm. Að vissu leyti fannst henni hún vera að berjast sinni eigin baráttu, og að sigur yfir Aline væri jafnframt sigur yfir Glen. Kannske var það vegna þess að þau voru bæði sams konar fólk. Augu hennar ljómuðu og kinnarnar hitn- uðu er hún brosti fallegasta brosinu, sem hún átti, til Gordons. í sömu svifum kynnti brytinn Nicolas del Monte og frú og Anna tók eftir að ýmsir gestirnir kipptust við og forðuðust að líta á húsbóndann. Gestirnir voru auðsjáanlega hissa á því, að konan, sem hafði farið svo skamm- arlega að ráði sínu, skyldi vera gestkomandi á þessu heimili. En Gordon Westwood lét sér hvergi bregða og reyndi að halda grímunni, þó að hon- um lægi við að skjálfa er hann átti að sjá Aline aftur. Anna gat varla stillt sig um að reka upp undr- unaróp er frú del Monte kom inn í dyrnar. Að nokkur kona skyldi geta verið svona lagleg. Og hún skildi á svipstundu, að svona konu gætu menn elskað og tregað arum saman. Aline var með hrafnsvart hár og hörundsblærinn mjúkur og fagur. Hún var lítil vexti og augun dökk og ofurlítið skásett, svo að yfirbragðið varð aust- rænt. Og þó var fríðleikurinn ekki það sem heill- aði mest, heldur látbragð hennar. Eitthvað sem ekki er hægt að lýsa, en sem gerði allar hreyf- ingar hennar svo talandi. Hún leit þegar til Gord- ons Westwoods og meðan brosið var að koma fram 1 andliti hennar gekk hún hægt til hans. Þögn varð í stofunni. Allt samtal hljóðnaði. Með alvarlegum furðusvip horfðu gestirnir á það sem var að gerast. Sá eini, sem lét sér hvergi bregða og virtist alveg ósnortinn af því sem fram fór, var maður Aline, Nicolas del Monte. Hann horfði á Gordon Westwood yfir öxlina á konunni sinni. Anna fór að velta fyrir sér, hvort hann hefði nokkra hugmynd um það sjálfur, hve miklu óásjálegri hann var en Gordon Westwood. Því að del Monte var lítill fyrir mann að sjá. Ösku- grátt hárið og grá augun gerðu hann litlausan. Hann var langleitur og hengilmænulegur og líktist meir stúdent, sem les of mikið, en frægum listamanni. Aline var komin að Westwood og horfði fast í augun á honum. „Gordon.“ Hún nefndi nafnið hans með lágri röddu og einkennilegum þunga, sem gaf í skyn að hún hefði þráð þetta augnablik. „Þú getur ekki- gert þér í hugarlund, hve mér þykir vænt um að fá að sjá þig aftur.“ „Má ég borga orð þín í sömu mynt,“ sagði Gordon Westwood hæverskur. „Það verður gam- an að kynnast manninum þínum. Herra del Monte, ég óska yður til hamingju með sýning- una í San Francisco. Þér hafið margar myndir þar, sem mér lízt vel á.“ „Er það satt?“ sagði del Monte hrifinn. Bros- ið breytti útliti hans, og nú fannst Önnu skrítið hve sviplaus henni hafði þótt hann vera í fyrstu. „Mér hefur þegar skilist að þér séuð vandlátur á list og sé að yður hefur tekist að ná í margar dýr- mætar gamlar myndir, en ég hélt að þér hefðuð engan áhuga fyrir nýtízkulist.“ „Jú — þegar hún er ekta,“ svaraði Westwood og brosti tvírætt. „Leyfið mér að kynna ykkur ungfrú Beaumont.“ Aline sneri sér að Önnu og nú kom furðu- svipur á hana. Það kom snöggur glampi í augun og hún virtist athuga Önnu vel. Svo rétti hún hægt fram höndina og sagði: „Gaman að kynnast yður, ungfrú Beaumont,“ muldraði hún. „Ég held áreiðanlega að ég hafi ekki heyrt nafnið yðar áður. Er fjölskylda yðar nýlega flutt til San Francisco?“ „Já, við höfum ekki átt heima hérna lengi,“ sagði Anna eins og satt var. „Eruð þér kannske í ætt við Westwood?“ hélt Aline áfram. Anna leit til Gordons og var í vafa um hverju hún ætti að svara. Átti hún kannske að látast vera fjarskyldur ættingi? Hvað vildi Gordon láta hana segja? En hún þurfti engu að svara, því að Gordon hljóp undir bagga. „í ætt við mig?“ sagði hann. „Nei, það er hún ekki. Alveg óskyld. En hún er skjólstæðingur minn — að minnsta kosti þessa stundina.“ „Ó, ég skil,“ sagði Aline. „Þér heitið frönsku nafni, ungfrú Beaumont,“. bætti hún við og hrukka kom milli augnabrúnanna. „Já,“ svaraði Gordon aftur í Önnu stað, „ætt ungfrú Beaumont er frá Bretagne og í henni voru margir frægir krossferðariddarar,“ sagði hann mjög alvarlegur. „En litarháttinn hefur hún fengið úr annarri átt. Móðir hennar er nefni- lega ættuð of Norðurlöndum.“ „Ó, eruð þér ættuð úr miðöld?“ sagði del Monte og hló. „Nú skil ég. Flestar Maríumyndir herra Westwoods eru úr sömu álfunni og frá sama tímabili. Hvers vegna ættuð þér að vera undantekning.“ Anna las undir eins fjandskap úr augum Aline. Hún leit ergileg á manninn sinn og hrukkan milli augnanna varð dýpri. Henni gatst auðsjáanlega ekki að þessu spaugi hans. Og ef til vill hefur hún hugsað sér endurfundina við Westwood allt öðruvísi. Líklega hefur hún búizt við að hann væri miður sín af harmi, og að koma hennar yrði honum augnabliks fróun. En í staðinn stóð hún andspænis ungri stúlku, sem minnti hana á fimmtán ára aldursmuninn, sem á þeim var. Og athugasemd mannsins hennar var eins og salt í sárið. Ætlaði hann kannske að hrífast af þessu stelpugægsni líka? spurði Aline sjálfa sig. „Þér eruð kannske í skóla hérna í San Franc isco og eruð búsett hérna þess vegna?“ spurði hún náðarsamlegast. „Nei, skólavistinni er lokið,“ svaraði Anna. Hún var hissa á hve róleg hún gat verið. En hún fann að sér mundi aldrei falla við Aline, og hafði þess vegna gaman af að leika hlutverkið fyrir hana. Þegar Aline hafði grannskoðað Önnu enn um stund yppti hún öxlum og fór að tala við hina gestina. Og Anna upplifði enn nokkrar hættu- lausar mínútur þangað til dyrnar opnuðust og fólkið var beðið að ganga inn í borðsalinn. En þegar þangað kom greip óttinn hana. Hvers vegna hafði Westwood ekki sagt henni að hann hafði ætlað henni sæti við annan borðsendann, en sat sjálfur við hinn? Allt langborðið var á milli þeirra fullt af krystallsglösum og postu- líni og stjökum með logandi ljósum. Þetta var í fyrsta sinn sem Anna sat við svona fallega bú- ið matborð, og nú fann hún til þakklætis til Glens, sem hafði gefið henni tækifæri til að sitja við heldri manna borð áður. Hún hafði lært að vera örugg og blátt áfram innan um heldra fólk. Hún vissi hvaða hnífa og gaffla hún átti að nota við hvern rétt, og gat leikið hlut- verk sitt sem húsmóðir innan um hefðarfólk. Á vinstri hönd hennar sat maður Aline, og Anna, sem var sólgin í að lesa blaðadóma um leikrit og kvikmyndir, fann brátt að hún gat talað við hann um leikhús og kvikmyndir. En allt í einu þagnaði del Monte í miðri setningu og horfði spyrjandi á Önnu. Hún fór að velta fyrir sér hvað honum hefði dottið í hug. „Ég hefði gaman af að mála yður í þessum kjól og einmitt þetta gamla, útskorna stólbak bak við,“ sagði hann. „Ég hef lengi verið að leita að fyrirmynd, sem gæti gefið mér innblást- ur. „En frú del Monte gefur yður vafalaust inn- blástur,“ svaraði Anna um hæl.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.