Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Anna varð hissa á því að hann skyldi ekki brosa á móti. Hún hafði búist við að hann renndi ástaraugum til konunnar sinnar og mundi fara að dást að henni og hrósa henni upp á hástert. En í stað þess virtist hann vera með allan hug- ann við að brytja útan af rjúpubringunni, sem fyrir framan hann lá á diskinum. „Ég málaði oft mynd af henni fyrst eftir að við giftumst,“ svaraði hann þurrlega. Og svo sneri hann sér að öðru og fór að tala um Frakk- land, ættland hennar, sem hann virtist hafa allmikil kynni af. Og einkum virtist honum hug- leikið að segja frá þeim árum, er hann, sem aura- laus listnemandi, svelti sig áfram gegnum lííið í hópi annarra bóhema í París, Eldorado allra listamanna. Og Önnu skildist von bráðar, að þessi frægi andlitsmálari hefði verið fátækari en hún hafði nokkurn tíma verið sjálf. Og hann talaði um þessi armingjaár sem sælasta skeið- ið á lífsleiðinni. Og hún, sem hafði haldið að allt ríkt fólk væri gæfusamt. En líklega var það ekki óbrigðult. Munucinn kannske eingöngu sá, að áhyggjur þeirra ríku voru annars eðlis en hinna fátæku. Og nú brá fyrri í huga Önnu þeirri svipmynd, að Nicolas del Monte væri ekki hamingjusamur í hjónabandinu með Aline. Var það þess vegna, sem Aline var svo mikið áhuga- mál að ná tengslum við Gordon Westwood, sem hún elskaði í raun og veru? Þó skrítið væri fékk Anna sting fyrir hjartað, er hún hugsaði til þess, að kannske elskaði Gordon Westwood Aline enn- þá. En hvað kom það henni við? Ef málið væri þannig vaxið, væri það auðvitað bezt að Aline skildi við del Monte og giftist Gordon Westwood, hugsaði Anna með sér. En í huganum þótti henni vænt um hverja mínútu sem leið af þessu kvöldi. Og hún hugsaði til þess með ánægju, að allt hafði gengið slysalaust hjá henni til þessa. Undir eins og staðið var upp frá borðum vatt Aline sér að Önnu. Hún hélt á kaffibollanum í annarri hendinni og vindlingnum í hinni. „Hve lengi hafið þér þekkt Gordon, ungfrú Beaumont?" spurði hún og brosti vingjarnlega. „Það er nú ekki lengi,“ svaraði Anna hæversk- lega. ,,Er hann nákunnugur föður yðar?“ spurði Aline áfram. „Það vona ég.“ „Þér megið ekki verða hissa á, að ég sé for- viða á að kynnast yður hérna,“ sagði Aline og smáskríkti. „Skiljið þér — ég þekki hann svo vel, að ég hef meira að segja verið trúlofuð hon- um — og ég man ekki til að hann hafi nokkurn tíma nefnt yður á nafn.“ Nú fann Anna að hún hafði fengið hjartslátt, en hún horfðist eigi að síður í augu við konuna,, og leit ekki undan. „Það hefði hann þó getað gert,“ svaraði létt. „Finnst yður það ekki?“ „Góða Aline,“ sagði Nicolas del Monte, sem nú var kominn við hlið konu sinnar, „er ekki hægt að vera trúlofuð manni og meira að segja svíkja hann, án þess að vita allt um hann?“ Anna reyndi að fara vel með hve hissa hún var, og þvingaði sig til þess að brosa. Nicolas del Monte talaði í drafandi tón, sem fól í sér kald- hæðni og viðbjóð um leið. Aline sneri sér að honum, snöggt eins og tígrisdýr og Önnu sýnd- ist að hana langaði til að stinga hvössum nögl- unum beint í andlitið á honum. Og allt í einu datt henni í hug: Var það svona eiginkona, sem Glen langaði að eiga? Svona fáguð og djöfulleg vera, eins og Aline? Henni létti allt í einu er hún hugs- aði til þess, að Gordon Westwood hefði sloppið við að giftast Aline jafnvel þó að honum væri það sjálfum um geð. Og vissan um að hjónaband del Monte og frúar hans væri fjarri því að vera gott fyllti hana skelfingu. Ofan á kvíðann fyrir sínum eigin örlögum hafði hún nú farið að hafa áhyggjur af Gordon Westwood. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um að þetta væri óþarfi og að Westwood mundi sjá fyrir sér sjálfur, og að þetta kæmi henni ekki við. En hún gat ekki að þessu gert. Og nú fijaraði allt, sem hugrekki er líkt úr henni og þegar síðustu gestirnir kvöddu, fann hún að hún hefði ekki getað þolað við heilli mínútu leng- ur. Þegar dyrnar lokuðust hneig hún niður í djúpan hægindastól. Gordon Westwood kom til hennar. „Yður tókst þetta fram yfir allar vonir,“ sagði hann og hló. „Nicolas del Monte hefur beðið um að fá að mála mynd af yður.“ ,Ó. Og hvað sögðuð þér við því, herra West- wood?“ „Ég sagði honum að ég skyldi athuga málið. En þér hljótið að vera skelfing þreytt núna. Ég sé það á andlitinu á yður. Lítið þér á, Anna:“ Hann rétti henni umslag, sem hann tók upp úr vasanum. „Þetta er ofurlítill þakklætisvottur fyrir það, sem þér hafið gert fyrir mig í kvöld. Og í fyrramálið getum við talað betur um fram- tíð yðar í bráðina.“ „Þakka yður innilega fyrir alla hugulsemina," RÓLEGUR 1. MAÍ. — í kommúnistalöndunum er 1. maí notaður til hersýninga fyrst og fremst, en bó einnig stundum sem þjóðhátíðar. og skemtidagur, eins og myndin ber með sér. Hún er tekin á Vencelastorginu í Prag og sýnir Tékka í þjóðbúningum dansa hina gömlu 'þjóðdansa sína. sagði Anna og stóð upp. Mér þykir leitt að þurfa að taka við peningum af yður. En við þurfum þeirra við — ég og — barnið.“ Hún varð niðurlút. Hún flýtti sér út úr stof- unni, án þess að líta á hann. Hún vildi ekki láta hann sjá að hún hafði komist við og augu henn- ar voru full af tárum. En Gordon Westwood hafði séð tárin. Hann kreppti hnefana. Anna Beaumont leit út eins og barn, en hún var einkennilega sterk og áræðin. Hún var fátæk, en svo háttprúð að hún gat sam- lagast umhverfinu, sem hann lifði 1. Hún var sterk — en jafnframt fíngerð og innileg. Hún var ósvikin. Og hún átti barn í vonum og þetta barn var af Westwoodættinni. Gordon kom allt í einu í hug að hann hafði alltaf verið að líta til hennar er hún sat andspænis honum við borðs- endann. Hann hafði tekið eftir hve rólegar hreyf- ingar hennar voru hve gullið hár hennar var og hve axlirnar voru fallegar og loks hafði hann orðið svo annars hugar vegna hennar, að hann gleymdi að svara málæði Aline um lífið í New York, London, París og Róm. Hann mundi fyrstu vikurnar eftir að hún hafði svikið hann, er hon- um hafði fundist að hann gæti ekki lifað — en hvernig var tilfinningum hans 1 hennar garð eiginlega varið núna? Hann varð forviða er hann fann að hún olli honum ekki neins sársauka fram- ar. En þó var honum ekki alveg sama um hana. Og allt í einu fór hann að hugsa um, hvernig Aline mundi hafa hagað sér, ef hún hefði verið í Önnu sporum og sætt annarri eins meðferð og Anna hafði sætt af hálfu Glens. Hann hafði gam- an af að velta þessu fyrir sér. Hann settist í stól- inn sem Anna hafði setið í og meðan hann sat þarna og horfði á reykinn úr vindlingnum sín- um, tók hann ákvörðun, sem jafnvel honum sjálfum fannst einkennileg. Anna vaknaði um tíu-leytið morguninn eftir við að stúlka kom inn með árbítinn handa henni. Hún hafði aldrei á ævinni fengið morgunkaffið á sængina. Hún fór sér að engu óðslega og naut morgunverðarins sem bezt. Er hún hafði borðað fékk hún sér steypubað og klæddist svo í skyndi. Westwood hafði sagt að hann ætlaði að tala við hana um framtíð hennar er hún væri komin á fætur og nú var hann ef til vill farinn að bíða eftir henni. Þegar hún var alklædd strauk hún hendinni um fallega kjólinn, sem hún hafði ver- ið í kvöldið áður. Ekki gat hún farið með hann með sér heim og líklega mundi hún aldrei sjá hann framar — aldrei fá að koma í svona falleg- an kjól framar. Nú var hún aftur orðin Ösku- buska eftir að hafa leikið prinsessu eina kvöld- stund. Iíún hitti frú Bucket niðri í forsalnum. „Góðan daginn, ungfrú Beaumont,“ sagði hún. „Má ég óska yður til hamingju með hve vel þetta fór í gærkveldi. Herra Westwood var mjög vel ánægður með yður. Ég hitti hann nokkrum mín- útum áður en hann fór.“ Anna fann að brosið dó á vörum hennar. Henni fannst gínandi hyldýpi hafa opnast framundan sér. „Fór?“ sagði hún felmtruð. Er hann farinn?“ „Já,“ svaraði frú Bucket dálítið hissa. Hann fór til San Francisco og sagðist ekki vita hvenær hann kæmi aftur. Þurftuð þér að tala við hann?“ „O-nei," stamaði Anna. ,En hann sagði í gær að hann ætlaði að tala við mig fyrripartinn í dag, og þess vegna hélt ég að ...“ „Hann hefur líklega gleymt þvi,“ sagði frú Bucket. „Hann er dálítið viðutan stundum. Ef þér eruð ferðbúin skal ég biðja bílstjórann að aka yður á stöðina. Westwood ók litla bílnum sínum sjálfur, svo að bílstjórinn er heima.“ „Þakka yður fyrir, ég er ferðbúin,“ sagði Anna. Ævintýrinu var lokið. Nú átti hún að yfirgefa þennan ævintýrabústað og garðinn með öllum Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og l!/2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.