Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 21.08.1959, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 HISSA LAFIR ADDEL KASSEM? — Þegar Abdel Kassem hershöfðingi hrifsaði völdin í fyrra, eftir að Feisal kon- ungur hafði verið myrtur mun hann hafa gert ráð fyrir að halda þeim lengi. En undanfarið hefur hann átt erfitt, því að í norðurhluta landsins hófst uppreisn fyrir nokkru og er Shawaf ofursti foringi hennar. Þegar stúlka er tvítug eru líkindin til þess að hún giftist 80%, þegar hún er 25 ára eru líkurnar 74%, en þegar hún er orðin 36 eru líkurn- ar hrakaðar niður í 28 af hundraði, segjast enskir giftingasérfrœðingar hafa sannreynt 'við ítarlega rann- sókn. Hér á landi hafa byrjandi piparmeyjar verið huggaðar með þessari setningu: „Engin örvænta skyldi / innan þrjátíu og sex“. — Sama enska heimild segir, að flestir piltar biðji sér stúlku í skemmti- garöi, á göngu, á heimili stúlkunnar eða í bíl. En sjö af hverjum hundrað bónorðum fara fram bréflega eða i síma. Ali Khan hefur farið fram á það við yfirvöldin í Sviss, að þau viður- kenni skilnaðinn, sem hann fékk frá Ritu Hayworth í Reno árið 1953. Hann langar nefnilega til að fá að giftast aftur, og sú nýja — nr. 3 — heitir Bettina. Nokkru áður hafði Ali Khan sótt um leyfi til að fá að giftast í Sviss, en var svarað að leyfið fengist ekki fyrr en lögform- lega vœri gengið frá hjúskaparslit- um hans og Ritu, og Reno-skilnaður- inn viðurkenndur í Evrópu. Mála- flutningsmaður Alis hefur farið fram á að furstinn verði viðurkennd ur svissneskur ríkisborgari, vegna þess að hann er að byggja sér hús við Genfarvatn. Norskur ferðamaður kom á gisti- hús í Frakklandi, eftir að hafa ek- ið bíl sínum allan daginn, og þeg- ar ármaðurinn bað hann að fylla út eyðublað sitt, svaraði sá norski: „Ég er steinuppgefinn, viljið þér gera svo vel að skrifa þetta fyrir mig. Nafnið mitt stendur á ferða- töskunni minni.“ Þegar honum var sýnt eyðublaðið morguninn eftir, svo að hann gœti skrifað undir það, stóð í efstu línunni: „Mr. Garentert Ekte Svinelœr“. HERFANG BANGSA. — Carla Gra- vina heitir 18 ára filmudís ítölsk, sem hefur verið að skemmta sér í vetraríþróttabænum Cortina. Þar hefur hún lent í klónum á ísbirni en væntanlega er henni ekki hætta búin af honum. MIKLIR MENN OG MIKIL VIÐFANGSEFNI. Undirbúningsráðstefnan, gekk eins og flestar ráðstefnur austurs og vesturs fremur báglega. Hér sjást höfuðpaurarnir, ásamt svissneska ut- anríkisráðherranum. Frá vinstri: Selwyn Lloyd (Bretland), Couve de Murvilla (Frakkland), Christian Herter (USA), Petitpierre (Sviss) og Andrei Gromyko (Rússland). ENGINN FÓRST. — Á Chigasaki-járnbrautarstöðinni, 50 kílómetra frá Tókíó fór vörulest af sporinu og byltust vagnarnir yfir á næst spor, en þar var farþegalest að bruna inn á stöðina, með svo miklum hraða að lestarstjórinn gat ekki stöðvað hana í tæka tíð. Brunaði hún á vörulestarvagnana og særðust 59 manns, þar af 12 skólabörn, meira og minna. En enginn fórst. — Hér sést hvernig lestirnar voru útleiknar eftir áreksturinn, STOFNA EIGIÐ RÍKI. — Kringum 40 Indíánahöfðingjar, sem stjórna sex ættkvíslum og ráða yfir 12.000 ha. landi í Kanada, hafa tilkynnt að þeir hafi stofnað sjálfstætt ríki úr þessu landi, og nefna það Irokes- iska ríkið, Rauðskinnarnir hafa hót- að að snúa sér til UN ef ríkisstjórn- in í Ottawa vill ekki viðurkenna þetta nvja ríki þeirra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.