Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1959, Side 2

Fálkinn - 28.08.1959, Side 2
2 ’ FÁLKINN Strákjmttinn á miðri myndinni er Frankie Lymon, þar sem hann er aS syngja með „Teenagers". Er þetta atriði úr myndinni „Rock, rock, rock“, sem sýnd var hér á landi í hitteðfyrra. Nú er Frankie Lymon vœntanlegur til fslands eftir helgina. Varð undrabarn þrettán ára - nú heimsfrægur söngvari Ltjnttnt stjntjnr tí hljóntleikntn í /I n,vínt'htfjttt'htói Kjörskrá til alþingiskosninga í Reykjavík er gildir frá 1. maí 1959 til 31. desember 1959, liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu borgarstjóra, Aust- urstræti 16. frá 25. ágúst til 21. september að báðum dög- um meðtöldum, alla virka daga klukkan 9 f.h. til klukkan 6 e.h. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til borgarstjóra eigi síðar en 4. október næstkomandi. ( Borgarstjórinn í Keykjavík, 22. ágúst 1959. i Hingað er væntanlegur amerísk- ur söngvari að nafni Frankie Ly- mon, sem koma mun fram á hljóm- leikum 1 Austurbæjarbíói og verða hinir fyrstu næstkomandi þriðju- dag. Frankie Lyman er fimmtán ára gamall, en fyrir löngu orðinn heims- frægur söngvari, því hann hefur ekki aðeis sungið inn á mikinn fjölda hljómplatna, sem náð hafa metsölu, heldur hefur hann og kom- ið fram í kvikmyndum, og hefur þá gjarnan viljað fara svo, að með- leikarar hans í kvikmyndunum hafa fallið í skuggann fyrir þessum unga svertingjasnáða. Frankie Fymon er frá New York og þar hóf hann einmitt söngferil sinn. Þegar hann og nokkrir félaga hans voru að syngja á götuhorni í svertingjahverfi New York-borgar heyrði forstjóri hljómplötufyrir- tækis eins i þeim og fékk þá strax til að syngja inn á plötur fyrir fyrir- tækið. Söngflokkurinn hlaut nafnið ,,Teenagers“ og söng Frankie litli einsöng í flestum lögunum, sem þeir sungu. Sum ljóðin, sem þeir sungu, voru eftir Frankie, en hann hafði unnið til verðlauna í skólan- um sínum fyrir góða hæfileika í ljóðagerð. Frankie Lymon mun koma fram hér á landi með aðstoð hljómsveit- ar og jafnframt munu nokkrir ís- lenzkir skemmtikraftar koma fram á hljómsleikum hans, svo að búast má við góðri kvöldskemmtun fyrir þá, sem bregða sér í Austurbæjar- bíó eftir helgina til að heyra í Fran- kie Lymon. Starf forstjúra Innkaupastofnunar Reykjavíkurbæjar er hér með auglýst til umsóknar. — Laun samkvæmt launasamþykkt fastra starfs- manna Reykjavíkurbæjar. Umsóknum skal skilað í skrifstofu borgarstjóra, Austur- stræti 16, eigi síðar en 15. september n.k. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík. 19. ágúst 1959. FRANKIE LYMON Hljómleikar í Austurbæjarbíói þriðjúd. I.sept. kl. 11,15 e.h., miSvikud. 2. sept. kl. 7 e.h. og kl. 11,15 e.h. AÖgöngumiðasala í Hljóðfærahúsmu Bankastræti og Austurbæjarbíói eftir kl. 2 á föstudag 28. ágúst.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.