Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 4
FALKINN Engillinn í Alzír Georges Gilbeault majór strauk leiðu sandflugurnar af sveittu enn- inu og vætti varirnar með tungu- broddinum, sem honum fannst loð- inn. Hann gægðist varlega milli pur- purablárra Saharasteina yfir í lægð- ina framundan, hún var innan suð- ur-alzírska hersvæðisins. Þetta var brennheitan nóvemberdag árið 1957. — Þeir geta ekki sloppið, Boil- eau, sagði hann eins og hann vildi reyna að sannfæra næstráðanda sinn, sem lá í sandinum á bak við hann. — Þeir eru í gildrunni og komast ekki þaðan. Þeir verða að deyja. — En við verðum að taka þá fyrir sólarlag, sagði Boileau. — Já, já, gelti Gilbeault önugur. — Eg veit að þeir geta laumast þarna yfir ásinn þegar dimmir. Hafið þér sent piltana norður og suður? — Allt í lagi, majór. Bæði skörð- in úr dalnum eru varin. — Gott. Gilbeault leit á sprungna skífuna á armbandsúrinu sínu. ¦— Klukkan er 16:05 núna. Við gerum atlöguna kl. 16:30. Klukkan 17:00 er orðið dimmt. Byssustyngjaatlaga. Hann renndi augunum á rauðan hnúk, sem stóð upp úr sandinum 600 metrum vestar en þeir voru. Sem snöggvast brá majórinn húf- unni sinni upp fyrir stein og strax heyrðist skothvellur. Kúlan rákaði sandinn, í aðeins eins fets fjarlægð. — Sacre bleau, tautaði hann og var ekki laust við að hann dáðist að skotfimi óvinanna. — Þessir upp- reisnarmenn kunna að halda á byssu. Franskur dáti sendi skot út í bláinn á 300 alzírsku uppreisnar- mennina, sem staddir voru í lægð- inni. Því var svarað með kúlna- dembu frá uppreisnarmönnum, sem höfðu lent í gildrunni um hádegið. Þeir vissu allir að meðan bjart væri mundu þeir verða strádrepnir ef uppreisnarhópurinn mundi týna lífi. Gilbeault hafði 530 beztu eyðimerk- urhermenn Frakka, um helmingur þeirra var Arabar úr Spahia-her- deildinni, en hinir úr hans eigin deild, 306. fótgönguliðsdeildinni. — Tvær mínútur eftir, tautaði hann og fór að telja sekúndurnar. Nú var um að gera að koma þeim á óvart. Það var farið að skyggja og kaldan gust lagði frá fjöllunum. •— Þrjátíu sekúndur, Boileau. Gilbe- ault var dálítið órór. Hann hugsaði til atlögunnar við Colomb Bechar fyrir sex vikum og níutíu hermann- anna, sem hann hafði orðið að jarða eftir þá viðureign. Liðsforingjarnir báru blístrurnar upp að vörunum, töldu síðan fimm sekúndurnar og létu merkið gjalla. Blístrið var ekki þagnað fyrr en vélbyssurnar voru farnar að láta kúlum rigna yfir felu- stað uppreisnarmannanna. Varðir dynjandi haglskúr úr blýi hlupu hermennirnir upp úr fylgsnum sín- Fransha honan9 sem varö uppreisn€trforingi þeir reyndu að komast úr dalnum. Myrkrið var það eina sem gat bjarg- að þeim. Gilbeault majór lagði aftur aug- un og þegar hann opnaði þau aftur og leit á klukkuna, voru sex mínút- ur eftir. — Gerið viðbúið undir at- lögu! Skipunin barst fljótt meðal mannanna, sem eftir tveggjá ára herþjónustu voru orðnir vanir sandi hita og blóði Sahara-eyðimerkur- innar. Rifflar og byssustingir voru athugaðir. Að einhverjir úr þess- um hóp mundu falla var áreiðan- legt, en hitt þó enn vissara að allur um eins og óðir væru niður brekk- una, og glampaði á byssustingina í sólinni. Uppreisnarmennirnir í dalverp- inu hófu skothríð með spánýjum rússneskum vélbyssum og pístólum. Nokkrir herme nn féllu — sumir áfram aðrir engdust sundur og sam- an í banastríðinu. En allur fjöldinn æddi áfram þangað til fylkingin staðnæmdist snögglega, hundrað metra frá næsta uppreisnarmanni. Þar fleygðu allir hermennirnir sér flötum. Uppreisnarmennirnir héldu áfram að skjóta en gátu ekki miðað nákvæmt vegna þess að þeir þorðu ekki að láta sjá sig. Hermennirnir ¦¦ ¦> ¦ ' Svona er víðast umhorfs í eyðimörkinni í Alzír, þar sem uppreisnarmenn berjast langri baráttu gegn harðstjóm Frakka. Alzírskar konur taka þátt í skæru- liðshernaðinum gegn Frökkum. Hér sést ein þeirra. stóðu betur að vígi vegna þess að þeir voru ofar í brekkunni. Nú skriðu þeir hægt áfram, Gilbeault majór fremstur í vinstra armi, Boil- eau í hægri. Tveim hríðskotabyssum var mið- að á uppreisnarmennina og felldu þær alla sem reyndu að flýja. Þeir lágu á við og dreif í sandinum. — Þeir verða að deyja, allir sem einn, muldraði Gilbeault við liðþjálfann, sem hjá honum stóð. Við höfum verið að eltast við þá síðan í júní. í dag má enginn sleppa. — Jómfrú Peschard er hættuleg"- ur andstæðingur, sagði Lamothe lið- þjálfi. — Hún berst meðan nokkur maður í sveit hennar er uppi stand- andi. Hún gefst aldrei upp. —¦ Alveg rétt. Hún veit að fall- öxin bíður hennar í París. — Eg vildi óska að það félli í minn hlut að skjóta hana, sagði Lamothe. — Hún og hennar menn hafa drepið meira en nóg af Frökk- um hérna í eyðimörkinni. — Eg áskil sjálfum mér þá á- nægju, svaraði majórinn þyrkings- lega um leið og hann greip til skammbyssunnar. Síðan í júní 1957 hafði hlutverk Gilbeaults majórs í Alzír verið þetta eina: að finna og gera út af við hættulegasta uppreisnarmanninn, jómfrú Raymonde Peschard, þrí- tuga hjúkrunarkonu franska, sem hafði gengið í lið með uppreisnar- mönnum 1956. Það voru farnar að spinnast þjóðsögur um hana fyrir dáð og áirfsku. Þegar það spurðist fyrst, að hvít stúlka væri foringi uppreisnarsveitanna í figuig-óasan- um vildi Lacroix offursti ekki trúa því, en hann var yfirmaður gagn- njósnanna. Og hann rak upp hæðn- ishlátur er honum var sagt, að stúlk an væri frönsk, sem stjórnaði ar- abaflokki er barðist við Adabla.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.