Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 6
FÁLKINN svo er líka til kvikmynd og sjón- varp, og meðan þeir vilja mig þar og segjast þurfa gamlan ref og sjarmör eins og mig, þá ætla ég að taka þátt í leiknum. Það kann að vera að ég hætti árið 1975 .... ég hefi ekki ráðið það við mig ennþá. Getið þér hugsað yður mig á eftir- launum, sitjandi á Signubökkum við að veiða síli á sunnudögum?" Chevalier hefur mörg áform á inn eða allt lék í lyndi, var ég aldrei hræddur við daginn í dag, heldur við daginn á morgun eða hinn dag- inn. Eg hef séð svo mörg hörmuleg leikslok margra glitrandi æfiferla listamanna. Þegar árin liðu og þeir fóru að eldast hurfu þeir í djúp gleymskunnar og í fátækt og eymd. Það var það eina sem ég óttaðist. Eg þekkti fátæktina úr bernsku og óskaði hennar ekki aftur. Svo að Skammt frá húsi Chevaliers er of- urlítil málaravinnustofa og þar býr ung, rauðhærð stúlka sem mál- ar, og heitir Jane Michels. Fólkið í grenndinni hefur orð á því, að Chevalier sjáist oft á leið til eða frá þessu húsi. Ög svo koma blaðamenn irnir og spyrja: — Ætlið þér að giftast henni Janie? — Þegar ég var ungur átti ég oft í stríði við tilfinningar mínar, tfiam*ice CkeValie? >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f*>f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f >f Vísnasöngur er frönsk sérgrein. Engir syngja vísur jafn létt og leik- andi sem Frakkar, og annarra þjóða fólk reynir eftir megni að stæla þá. Tungan sjálf á nokkurn þátt í þessu en hin ísmeygilega leikni, sem Frökkum er lagin er líka góð stoð þegar söngvarinn vill komast beint að hjarta áheyrandans og koma honum í gott skap. Engir vísnasöngvarar hafa náð jafn mikilli á frægð á þessari öld og Mistinguette og Maurice Cheval- ier. Mistinguette er komin undir græna torfu, en var í hárri elli áð- ur en hún hætti að syngja opinber- lega. Sú kerling var nær ódrepandi. Maurice Chevalier er orðinn sjö- tugur, en eigi að síður „still going strong". Röddin er að vísu ekki eins þýð og hún var meðan hann var yngri, en brosið og hreyfingarnar, sem enginn stenst, er ekki með nein- um ellimörkum. Þessvegna hefur kvikmyndin sölsað Maurice undir sig síðari árin. Það bregst ekki að þar sem hann sýnir sig í kvikmynd er aðsóknin ótæmandi. Ein fyrsta kvikmyndin, sem Che- valier lék í var „Gigi", samin upp úr samnefndri sögu hinnar alkunnu Parísarskáldkonu Colette, sem nú er látin fyrir skömmu. Söngvarnir í myndinni voru eftir Alan Jay Lerner, þann sama sem á tónlist- ina í „My Fair Lady", frægustu óperettu þessara ára. í myndinni léku auk Chevaliers, Leslie Caron. Chevalier leikur þarna, gamlan út- lifaðan sællífismann, sem gerst hef- ur heimspekingur í elli sinni. Ef Collette hefíSi lifað og séð myndina mundi hún vafalaust orð- ið manna fyrst til að óska Cheval- ier til hamingju. Og þó var hlut- verki hans eiginlega aukið inn í söguna. Chevalier leikur gamlan fastagest á Maxim, Honoré Lacha- ille, og er hann einskonar leiðbein- andi frænda síns, landeyðunnar Gastons. Eiginleg finnst honum að líf hans sé liðið, því að án ásta er ekkert líf. En hann lifir á endur- minningunum og huggar sig við, þó að sumar þeirra séu raunaminning- ar um óheppni í ástum. Ein bezta vísan hans í kvikmýndinni heitir „I'm glad I'm not young any more". STRÁHATTUR — PÍPUHATTUR. Þegar blaðamenn spurðu hann ný lega hvort hann ætlaði ekki bráðum að hætta að láta sjá sig á leiksviði, svaraði hann: „Jú, áreiðanlega. En VISXASOXGVARIKN Mi \4.l 1. G REI N prjónunum. Hann leikur í tveimur kvikmyndum á næstunni — í ann- arri þeirra á hann að vera prestur! . — Nú verður fólk bráðum farið að gleyma stráhattinum mínum. Að vísu gerði hann mig frægan hér einu sinni, en sá tími er liðinn hjá núna. Nú vil ég heldur pípuhatt. Eg verð að breyta háttalagi, því að ég er búinn að syngja og dansa nóg um æfina. Nú ætla ég að fara að leika trakisk hlutverk. Eiginlega hefur mig langað til þess lengi, en það er nú svona með okkur leikar- ana, að ef við fáum gamanleikara- stimpilinn á okkur á annað borð, verðum við að hafa hann á okkur æfilangt. « HRÆDDUR VIÐ FATÆKTINA. Chevalier á heima í undurfögru húsi í Marnes-la-Coquette, smá- hverfi í útjaðri Parísar. Þar er sveitarlegt í kring, en þó ekki nema kortérs akstur inn í borgina. Ensk- ur auðkýfingur, sir Richard Wall- ace, byggði þetta hús. Hann á m.a. eitt frægasta málverkasafn heims- ins í einkaeign, Wallace Collection í London. Þennan stað elskar Chevalier mest allra á jarðríki. Þarna eru per- sónulegar minningar og gripir, sem honum hafa verið gefnir, svo að húsið er orðið einskonar safn, en það er lifandi safn, því að sá grip- urinn sem mest er um vert lifir og hrærist á þessum stað. Þarna eru heil þil alsett myndum með tileink- unum frá starfsfélögum og vinum. í einni stofunni er stórt göngustafa- safn. Og í næsta herbergi er fjöld- inn allur af kátbroslegum fatnaði, sem hann hefur safnað sjálfur. Ef Chevalier sér fatnað, sem honum finnst einhverra hluta vegna skemmtilegur, linnir hann ekki lát- um fyrr en hann hefur fengið hann keyptan og innlimað hann í safnið sitt. Hvenær sem Chevalier á tóm- stund frá störfum flýtir hann sér heim til Marne-La-Coquette. Þar hvílir hann sig og skrifar endur- minningar sínar. Einhverntíma sagði hann við blaðamann: — Þetta hvíta hús er endurgjald fyrir langt líf óvissu og óróa. Hvort sem ég var illa kom- nú skiljið þið kannske hvers vegna mér líður vel og hef yndi af að njóta lífsins hérna. VINSTÚLKA CHEVALIERS. Maurice Chevalier er ríkur. Hann neitar sér ekki um neitt, en hins- vegar er hann engin eyðslukló. Hann eyðir stórfé á hverju ári til góðgerðastarfsemi: rekur elliheim- ih fyrir gamalt listafólk. Það er í Pont-aux-Dames og þar eru mörg herbergi, rúmgóður matsalur og fallegur garður. Á hverju ári bíður hann gestum frá París heim í þetta hús, og þá er líf og fjör. Hann er veizlustjóri og veitandi sjálfur og stjórnar heilli skemmtiskrá, sem vistmennirnir sjá um. Gestirnir borga ríflega fyrir skemmtunina, og peningarnir renna til hælisins. því að þær voru heitar, og stund- um fór ég lengra en nokkur skyn- semd var í. Nú er ég orðinn gam- all og farinn að stillast. Eg verð ekki að blossa þó að ég sjái fallega stelpu. Vitanlega hef ég enn auga fyrir því sem fallegt er .... en ... . Þér verðið að reyna að skilja mig . .. . í dag lít ég á fagrar stúlkur sem náttúrunnar listaverk. Og ég hef gaman af því. Síðan kvaddi hann blaðamennina og fór til Janie. YNGSTUR AF TÍU. Þegar húsbóndinn í Marne-La- Coquette sýnir gestum stóra húsið, nemur hann alltaf staðar við mynd í gylltum ramma, frá Ménilmont- ant, Parísarhverfinu, sem hann fæddist í. — Þessa Utrillo-mynd náði ég Chevalier og Sophia Loren að leggja upp til Ameríku í sum- ar, til að leika í filmunni „Olymp- ia".

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.