Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1959, Qupperneq 8

Fálkinn - 28.08.1959, Qupperneq 8
8 FALKINN William beið eftir tækifæri til að komast yfir götuna þegar hon- um varð litið á stúlkuna í blóma- búðinni á hinni gangstéttinni. Hann varð ekki neitt hissa á þessu fyrst í stað. Hann var svo vanur að sjá hana í Stórgötunni. En allt í> einu rann upp fyrir honum að þetta var ekki stórgatan. Þetta var Piccadilly í London, meira en 30 milur frá Stórgötunni heima. Hjartað í honum nerti á sér. Þetta var ráðstöfun örlaganna. Nú hafði hann tækifæri til að tala við hana — látast verða hissa og spyrja hvað kæmi til að hún væri hér í London, ein síns liðs. Jafnvel Betty Simpson, unnustan hans, gæti ekki fett fingurna út í það. Það var ekki nema eðlilegt. Þessir béaðir bílar sem hindruðu að hann kæmist yfir götuna til stúlkunnar, sem Betty hafði meir og meir orðið að þoka fyrir í dag- draumum hans. Hún var tvímæla- laust lang langlegasta stúlkan þarna heima í bænum. En þegar William var loksins kominn yfir götuna og skundaði í áttina sem hann hafði séð hana ganga, var hún horfin eins og dögg fyrir sólu. Skrambans óheppni. Hann sá hana hvergi. Og hann sem hafði ekki neitt að gera það sem eftir var dagsins, en svo mikið að tala við hana um. Hún vissi áreiðanlega að hann var blaðamaður við blaðið þarna heima, en vafalaust mundi henni þykja matur í að frétta, að hann var einmitt núna að koma af fundi með einum aðalritstjóranum í London. Hann þurfti vitanlega ekki að minnast á að aðalritstjórinn hafði sagt að hann hefði of litla reynslu ennþá, og hann skildi finna sig aftur eftir tvö ár. Vonsvikinn fór hann yfir götuna aftur og náði í strætisvagn. Hann langaði alls ekki til að heim- sækja ættingja sína í dag. Hann var að hugsa um hvað hefði getað orðið — hádegisverður með henni. Á sjónleik eða kvikmyndahús á eftir og svo skemmtiganga um Hyde Park. Hann sá í huganum hvernig hann heíði tekið verndandi armin- um um axlir henni og horft inn í augun á henni. Allt í einu hrökk hann upp við að varðstjórinn hnippti í hann og sagði að hann yrði að borga aftur, því að hann hefði ekið lengra en tiltekið var. Hann flýtti sér út úr vagninum og sneri við og gekk til baka í áttina þangað, sem hann hafði ætlað að fara, en .... Þarna var þá stúlkan komin aftur. Hún gekk í sömu áttina og hann og var að fara yfir götuna. Og nú lagði hann líf sitt í hættu til að missa ekki af henni aftur. Þetta var forsjónin. Og William gat ekki stillt sig um að þakka forsjóninni fyrir hjálpina. — Halló, góðan daginn, kallaði hann til hennar. — Hvernig stend- ur á að þú ert kominn hingað. Hann hló glaðlega. — Eg fór með neðanjarðarlest- inni, sagði hún rólega. — Forlögin hljóta að hafa ráðið þessu, sagði hann. — Það þýðir ekki að reyna að taka af þeim völdin. Þau ætlast til að við verð- um saman í dag. ísinn var brotinn og þau gengu áfram masandi, hlið við hlið. Hún sagði honum að hún hefði fengið ágæta stöðu í London og ætti að byrja á morgun. Og nú var hún að læra að rata um borgina. — Það er ágætt, sagði hann. — En nú skulum við byrja með því að fá okkur matarbita. Og á eftir skulum við fara í leikhús. — Þú ert ekki að tvínóna við það, sagði hún og horfði á hann með grunsemd. Heyrðu, ert þú ekki trúlofaður henni Betty Simpson? bætti hún svo við. William var fljótur til svars. — Ekki get ég nú beinlínis sagt það, sagði hann. — Þú veizt hvernig það er — þegar maður hefur þekkt stelpu síðan í barnaskólanum. Fólk tekur meira eftir slíku en vert er. — M-mm, umlaði í henni. — Jæja, það er varla bráðhættulegt þó að við borðum hádegisverð sam- an. Það er lítill vistlegur veitinga- staður hérna á horninu, sem ég hef komið í áður. — Þá verður þú að rata fyrir okkur bæði, sagði William og var hinn ánægðasti. Þegar þau voru setzt vildi hann sýna hver maður hann væri og setti upp mikilmennskusvip er hann fór að lesa matseðilinn. DENNIS BAKER: En það varð úr að þau fóru á dansstað Srona fór þaö! — Eg vil steiktan makríl, sagði stúlkan. — Og ávaxtasalat. — Æ, nei, andæfði William. — Viltu ekki fá eitthvað óvanalegra en það? Eg ætlaðist til að við fengj- um veizlumat. Til þess að heiðra forsjónina. Þetta var heppileg til- viljun. — Nei, þökk fyrir, ég vil ekki neinar kræsingar. Eg borða alltaf lítið hvort sem er. Maður verður feitur af kræsingum. William þótti þetta miður. Þegar hann og Bettý fóru saman út að borða, gerðu þau sér alltaf daga- mun með matnum. En það var auðséð að þessi stúlka hafði ekki gaman af góðum mal. Hún nartaði bara í það sem var á diskinum. William gramdist að sjá til hennar, því að hann var sælkeri. — Borðaðu svolítið meira af þessu, sagði hann. — Þetta er góður fiskur. — Hvernig veizt þú hvort hann er góður, sagði stúlkan. — Og hvers vegna ætti ég að borða þegar ég er ekkert svöng? Nú varð óviðkunnanleg þögn — þangað til William mundi eftir ein- hverju af því, sem hann hafði ætl- að sér að segja. — Eg hef oft tekið eftir þér heima sagði hann. — Var það nú furða? Þetta er nú ekki stór bær. Maður getur ekki komist hjá því að taka eftir fólk- inu þar. — Já, alveg rétt, sagði William og ræskti sig. — Svo að þú hefur þá tekið eftir mér lika? — Vitanlega. Hún sagði þetta öllu hvatskeyts- legar en William hafði óskað, en hann lét sem hann tæki ekki eftir því. Hann tók hendinni um hand- arbakið á henni og sagði hálf hik- andi: — Mér hefur alltaf fallið svo vel við þig. — Hvernig getur þú sagt það, sagði hún og kippti að sér hend- inni. — Þú þekkir mig alls ekk- ert. — Eg meina — ég hef séð þig — mér er unun að því að sjá þig. — Jæja? Hún horfði lengi hugs- andi á William, og hann hafði ó- þægilega á tilfinningunni að hún kærði sig ekki meira um hann en steikta markílinn á diskinum. — Mér dettur nokkuð í hug sagði hann í öngum sínum, þegar honum skildist að það hefði verið ónýt beita að bjóða henni mat. — Mér finnst að við ættum að slá okkur saman — ég meina í kvöld vitan- lega, bætti hann við þegar hann sá augnaráðið hennar. — Við skulum sjá einhvern gamanleik og á eftir getum við farið og dansað einhvers- staðar. Þetta með dansinn var nú fljót- færni, því að hann var lítill dans- maður. — Eg veit ekki, sagði hún dræmt. — Því ekkiþað? — Það kemur undir hvert þú hefur hugsað þér að fara. Hvaða gamanleik. Annars hef ég ekki gam- an af svoleiðis léttmeti. Eg vil helzt sjá alvarlegt leikrit. — Ágætt, því ekki það, sagði William enda þótt hann gæti aldrei horft á alvarlega leiki án þess að geispa. — Hvað eigum við að sjá? William las leikauglýsingadálk- inn í blaðinu og óskaði innilega að hann hefði getað farið í kvikmynda- hús eða séð revíu í staðinn. Ekki hafði hann hugmynd um hvaða leik- rit voru góð og hver ekki. Hann las upp nöfnin. En við hvert einasta nafn hafði stúlkan eitthvað út á höfundinn eða leikendurna að setja. Það var helst að sjá, að ekki væri eitt einasta leikrit í London þess virði að sjá það. — Eigum við ekki heldur að sjá kvikmynd, sagði William. — Hvaða myndir er verið að sýna? William andvarpaði og fór að lesa upp romsu af kvikmyndaauglýsing- um. Loks komst stúlkan að þeirri niðurstöðu að hún vildi sjá franska mynd, sem hann nefndi. William langaði ekkert til að sjá hana. Hann langaði meira til að sjá glæpa- mynd, en hann þagði og jánkaði. Það kom á daginn að myndin var alls ekki svo bölvuð, þrátt fyrir allt. Hann keypti dýrustu aðgöngumið-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.