Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 ana og var hinn borubrattasti er hann leiddi ungfrúna í salinn. Hún var verulega lagleg, — bara verst hvað hún var stutt í spuna. Undir sýninguna tók hann í höndina á henni og einu sinni þrýsti hann að, en hún lét sem hún vissi ekki af því. Þetta voru vonbrigði fyrir William, en hann vildi ekki gefast upp. Það var orðið dimmt þegar þau komu út aftur. William hafði von- ast til að geta fengið hana til að ganga með sér í garðinum, en það varð úr að þau fóru á dansstað, eins og hann hafði stungið upp á í hugsunarleysi. William var alveg utangátta. Honum var kvöl að því að dansa. — Þú hefur líklega ekki sérlega gaman af að dansa, sagði stúlkan þegar hann steig í annað skifti á tána á henni. — Eg er orðinn alveg óvanur því, sagði hann. — Það er hætt við því, sagði hún glottandi. — Eigum við að setjast dálitla stund? William hefði ekki amast við því, ef þau hefðu getað fundið einhvern afkyma, þar sem hann hefði getað faðmað hana að sér og komið henni til. En lítil von sýndist vera um það. — Áttu vindling? spurði hún hann. William féll ekki að stúlkur reyktu. Ekki reykti Betty. Og sjálf- ur reykti hann ekki nema pípu, svo að nú varð hann að fára á hnotskóg eftir vindlingum. Og það var mikil ös þar sem þeir voru seldir. — Eigum við ekki heldur að fara út og fá okkur gott loft? Nei, hún vildi heldur verða inni og fá vindling. Ef það hefði verið Betty mundi hún eflaust hafa komið út með honum og horft á tunglið og verið rómantísk. Þarna inni var ó- mögulegt að segjat neitt persónu- legt eða rómantískt. Allt of bjart og margt fólk og mikill hávaði. Hann varð að reyna að ná í vindi- ingana. Þegar hann kom aftur var hún horfin. Hann sá hana loks úti á gólfinu, dansandi við sjóliðsforingja. William sá vel að sjóliðsforinginn dansaði miklu betur en hann. Það var eins og hún svifi á vængjum í faðminum á honum, lipur og létt. Hún var lengi að dansa. William ■pantaði kaffibolla og var búinn úr honum þegar hún kom aftur. — Halló, sagði hún glaðlega. — Þú varst svo lengi. Hann var svo lengi? Kannske hafði hann verið tvær mínútur að ná í vindlingana. Hún hafði dans- að að minnsta kosti fimm dansa eftir það. William átti erfitt með að bæla niðri í sér gremjuna. — Þetta var Harry, piltur sem ég þekki. Stúlkan benti í áttina til hans og hann brosti og kinkaði kolli til þeirra. — Skrítið að ég skyldi hitta hann hérna. Hún kveikti sér í vindlingi, en hafði ekki tekið nema fáa reyka þegar hún sagði: — Ó, tangó! Eg vona að þú hafir ekkert á móti því að ég dansi hann við Harry. Tangó er indælasti dansinn sem ég þekki. Hún hafði drepið í vindlingnum og staðið upp áður en hún lauk setningunni. Og áður en William gat svarað var hún komin hálfa leið til Harry. William dansaði aðeins einn dans við hana eftir þetta. Það var vals og hann dansaði eins og kappi, með bogin hnén og beit á jaxlinn: einn- tveir-þrír, einn-tveir-þrír. Honum tókst meira að segja að komast hjá að stíga á tærnar á henni, en ýmsir urðu fyrir olnbogaskotum frá hon- um í dansinum. — Svona, svona, sagði stúlkan ávítandi. — Gættu að þér. — Eg gætti að mér. Þetta var hinum að kenna. — Góður dansmaður rekst aldrei á aðra. — Nei, en ég er enginn dans- meistari. Stúlkan hló. — Það varst þú sem sagðir það — ekki ég. William hélt enn fastar um hana og dansaði af kappi. Svona nærri þessari stúlku hafði hann aldrei ver- ið áður, stúlkunni sem hann hafði dreymt svo oft um. En því fylgdi alls ekki sú sælutilfinning sem hann hafði ímyndað sér. Hann var í vafa um hvort það stafaði af því að hann var ekki góður dansmað- ur, en honum fannst hún vera svo drumbsleg og fráhrindandi. Honum leið miklu betur þegar hann var með Betty. Það var ein- hverskonar traust og hlýja í henni. En þessi stúlka var eins og klaki. Hún fetti sig aftur þegar hann reyndi að þrýsta henni að sér. — Mér finnst þú ekki beinlínis alúðleg, sagði hann þegar þau höfðu dansað allan dansinn án þess að segja orð. — Nú verðurðu að hafa afturá. Eg hef fallist á allt sem þú hefur stungið upp á. Borðað hádegisverð með þér, horft á kvikmynd með þér og meira að segja dansað við þig- — En þú vildir ekki ganga í garð- inum með mér, sagði William. Hann ætlaði ekki að láta undan. Og án þess að hugsa sig um sveiflaði hann henni á fleygiferð kringum sig. Hún hló. — Þetta var ekki fráleitt. Þú gæt- ir líklega orðið nokkuð góður með dálítilli æfingu. En nú er dansinn víst úti. Hversvegna viltu að við göngum í garðinum? — Mja, ég veit ekki, sagði hann daufur í dálkinn. — Eg veit það bara að það gæti verið gaman að því. — Jæja, sagði hún kuldalega, — en ekki hef ég neina trú á því. Þú mundir fara að kyssa mig og segja einhverja bölvaða vitleysu. — Því ekki það? ætlaði William að fara að segja, en hætti við það. Hann var nefnilega orðinn í vafa um hvort hann langaði nokkuð til að kyssa stúlkuna. — Kyssa þig og segja einhverja bölvaða vitleysu? sagði hann fyrir- litlega. — Hvernig í ósköpunum getur þér dottið önnur eins vitleysa í hug? Eg skal bara segja þér að þú ert .... En hann sagði ekki meira. Hann hafði eytt tíma og pen- ingum til ónýtis í þessa sérgóðu stelpu. — Góða nótt, sagði hann stuttur í spuna. Svo sneri hann frá henni og stikaði út úr danssalnum. Hann var búinn að gera upp við þjóninn og nú hafði hann gert upp við hana líka. Nú mátti hún standa þarna og góna eins og hún vildi. — Nú? Það var Harry sem var kominn til hennar. — Hvað var þetta eiginlega? Stúlkan brosti um leið og hún kom á móti honum í dansinum og þau stigu fyrstu sporin. — Æ, ég var bara að gera stúlku sem ég þekki heima ofurlítinn greiða, sagði hún. — Unnustinn hennar þurfti að fá að læra svo- lítið. William fór heim með næsta á- ætlunarbíl. Honum þótti gott að hafa góða samvizku núna, er hann var að hugsa um Betty. Þegar hann kom inn í herbergið sitt skrifaði hann henni langt bréf. Þar minnt- ist hann á hvort þau ættu ekki að fara að láta lýsa með sér bráðum. — Ég sé að því miður er sjón- varpsmatreiðslutíminn á enda, svo að þér verðið að geta ykkur til um niðurlagið — í guðs friði, og þökk fyrir í dag! SJÁLFS ER HÖNDIN HOLLUST. — í þorpinu Visciano di Nola, skamt frá Napoli var barnahælið orðið mikils til of lítið, en tilboð þau sem bárust í stækkun þess, þóttu öll of dýr. Þorpsbúar tóku því það ráð að byggja viðbótina sjálfir í einskonar þegnskylduvinnu og hóf- ust handa. — Hér sjást konur og börn, sem eru að bera grjót í bygginguna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.