Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1959, Page 11

Fálkinn - 28.08.1959, Page 11
FÁLKINN 11 ☆☆☆ litla bagan jíí)tiuniH ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ í tíunda skiftið tók Unni Grot- heim fram demantsbrjóstnálina, sem hún hafði notað kvöldið áður. Og í tíunda skifti las hún með hrukkur í enninu það sem grafið var aftan á: Til Unni frá Kristofer. Hún gat ekki selt hana. Ekki svo að skilja að henni þætti sérstak- lega vænt um hana, en Kristofer mundi aldrei fyrirgefa henni ef hún seldi hana. Þetta var gamall erfðagripur, sem hafði verið í ætt hans nær 200 ár, og hann hafði gefið henni hana þegar þau giftust. En hvað átti hún að gerá? Hún Vitíð þér • • • • að fráfall íþróttamanns eins varð til þess að flýta fyrir bólusetningu gegn lömunar- veiki í Englandi? Fyrir nokkru dó mjög dáður knatt- spyrnumaður, Jeff Hall, úr lömun- arveiki. Þetta varð mörgum aðdá- endum hans áminning um að láta bólusetja sig gegn þessum skæða sjúkdómi, sem hefur lagt svo marg- an ungan mann að velli. að hugmynditi að nýrri gler- augnagerð er fengin frá vita- lömpunum. í vitunum eru lamparnir nær alltaf settir saman úr svonefndum beltis- linsum. Nú eru augnlæknarnir farnir að láta gera gleraugu með líku lagi og hafa þau reynst fólki, sem orðið er nærri því ósjáandi, miklu betur en önnur gleraugu. dró út skrifborðsskúffuna og tók fram hrúgu af reikningum. Hristi höfuðið. Þetta voru samtals kring- um 2000 krónur, sem hún skuldaði, og hún varð að játa, að það væri fyrir eintómum óþarfa. í fyrra hafði Kristofer, er hann komst að því að hún skuldaði Pétri og Páli, hót- að henni að auglýsa í blöðunum að hann borgaði ekki reikninga fyr- ir konuna sína. Og hún þekkti hann svo vel að hún vissi, að hann gæti gert alvöru úr þessu, ef hann kæm- ist að nýju skuldunum. Eitthvað varð hún að gera. Hún ýtti frá sér reikningunum, hana hryllti við því að þetta gæti kannske spillt líf’i hennar. Allt í einu hurfu hrukk- urnar úr enninu. Hún settist við skrifborðið, tók pennann og fór að skrifa bréf. Hún gat selt brjóstnálina þannig að Kristofer kæmist aldrei að því, og svo gat hún sagt að hún hefði týnt henni. Það var meiri hunda- heppnin að Kristofer skildi hafa komið með' þennan gamla skóla- bróður sinn heim. með sér í mið- degisverðinn í gær. Kristófer hafði ekki hitt Jan Fredriksen í fimmtán ár, og Unni hafði aldrei séð hann fyrr. Hann var hár og myndarleg- ur, mjög laglegur, og hæruskotinn í kollvikunum alveg eins og Kristó- fer. En gagnstætt því sem var um Kristófer hafði hann mjög skarp- leg, rannsakandi augu. Það stafaði líklega af starfinu hans — hann var forngripasali í Stokkhólmi. — Þetta er einstaklega falleg næla, sem þér eigið, frú Grotheim, hafði hann sagt yfir kaffinu. — Eg mundi vilja borga yður 2000 krónur fyrir hana strax á morgun. En ég veit að þér viljið ekki selja hana. Kristófer hefur nefnilega sagt mér hvernig hún er til komin. — Vitanlega ekki, hafði Unni sagt, en hún hafði átt erfitt með að stilla röddina þegar hún sagði það. — Jæja, ef yður kynni einhvern- tíma að snúast hugur, þá skuluð þér láta mig vita, hafði Jan Fredriksen sagt, og svo var farið að tala.um eitthvað annað. Og núna var hún að skrifa hon- um: — Eg hef íhugað tilboð yðar, og afráðið að taka því. En af á- stæðum sem ég nefni ekki, væri mér kært að þetta væri okkar einka mál og færi ekki lengra .... Daginn eftir sat hún í stofunni sinni og horfði á Jan Fredriksen, sém var að skrifa ávísun. — Þér takið vonandi ávísun, sagði hann. Ef ekki þá verður þetta að bíða til morguns, bankarnir eru lokaðir núna .... — Vitanlega, sagði hún áköf. Og þér gleymið ekki að láta eyða því, sem grafið er aftan á nálina. Unni var í ljómandi skapi þegar Kristófer kom heim um 6 leytið. — Sæl, væna mín. Hefur Jan Fredriksen komið hingað? —• Já . . hann leit snöggvast inn, svaraði hún og varð ekki um sel. —- Hann ætlaði með flugvél til Stokkhólms klukkan fimm. — Já, ég veit það. Afhenti hann þér ávísun? Nú fór hún að skjálfa í hnjánum og það leið stund þangað til hún gat sagt nokkurt orð. — Já, hann gerði það .... svar- aði hún loks. Af hverju spyrðu? — Guði sé lof, sagði Kristófer. — Eg var orðinn hálf smeykur. Sannast að segja þekki ég Jan ekki orðin núna, þó að við værum kunn- ingjar í skólanum. En í dag kom hann upp í skrifstofuna til mín og bað mig um að lána sér 2000 krónur. Hann þurfti að kaupa eitthvað, þá á stundinni, en haíði skilið tékk- heftið eftir í gistihúsinu. Hann fékk peningana og lofaði að líta inn til þín á leiðinni út á flugvöllinn og borga peningana. En sem sagt var ég orðinn dálítið smeykur . . mað- ur getur aldrei verið öruggur. — Nei, heyrði hún sína eigin rödd segja, — maður getur aldrei verið öruggur. -Al ve(£ HISSA í gamla daga voru litlar kröfur gerðar til þrifnaðar, jafnvel hjá höfðingunum. Eina krafan, sem gerð var í því efni við frönsku hirð- ina árið 1560, var sú, að „ungt fólk œtti að þvo sér um augu og munn á hverjum morgni“. Það þótti nóg. ■—o— í Chile er lítill fugl, sem heitir „Guid-guid“. Hann 'geltir eins og hvolpur. —o— Langt fram á síðustu öld töldu Bandaríkjamenn það fyrirlitlegt ó- hóf að éta súpur. Þetta varð þess valdandi, að Scott hershöfðingi féll við forsetakosningar árið 1852. Hann hafði nefnilega „meðgengið“ í hugs- unarleysi, að hann œti súpu á hverj- um degi. ■—o—— Á Filippseyjum eru talaðar yfir 50 mismunandi tungur. —o— Rússneski flugmaðurinn Valeri Tjakaloff flaug fyrstur manna yfir norðurpólinn. Það var fyrir tuttugu árum, sem hann flaug frá Moskvu, yfir pólinn til Vancouver. Vega- lengdin er 4143 mílur, og hann var 60 tíma og 20 mín. á leiðinni. YFIR BANDARÍKIN ÞVER Á HÁLFUM FIMMTA TÍMA. — í mars hóf flugfélagið TWA (Trans World Airways) beinar þotuferðir milli New York og San Francisco. Vélarnar, sem TWA notar eru Boening 707 og fara þær leiðina á 4 tímum og 40 mínútum í austurátt, en leiðin vestur tekur 1 tíma og 5 mín. lengri ííma. Hér sést Boeing 707 vera að búast í fyrstu ferðina frá Atlantshafi til Kyrrahafs.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.