Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN fallegu blómunum. Bílstjórinn setti töskuna hennar inn í langan, svartan bíl og innan skamms var hún komin í járnbrautarlestina og á leið til daglega lífsins í Railway Flats. Nú var hún aftur fátæklingurinn Anna Beaumont, sem var þunguð eftir Glen Westwood. En í hvítu um- slagi í töskunni hennar var ávísun, sem Gordon Westwood hafði gefið út og hún mundi bjarga henni nokkrar vikur. Anna sat með lokuð aug- un í klefahorninu og hugur hennar var eins og brimrót. Hún reyndi að vekja í huga sér mynd- ina af andliti Glens Westwoods. Áður höfðu and- litsdrættir hans verið meitlaðir í augu hennar. En nú gat hún ekki séð þá. En í staðinn sá hún skýra vangamynd Gordons Westwoods. Hún sá hann standa í kjólfötunum fyrir framan arin- inn í bókastofunni, sá pírðu augun og beiskju- svipinn kringum munninn. Hún sá hann sitjandi við slaghörpuna og gleyma öllu nema tilfinning- unum, sem hann varð að túlka með tónunum. Hún heyrði rödd hans hljóma í eyrum sér. Djúpa rödd, sem minnti á eftiróminn af kirkju- klukknahljóm. Rödd, sem hún mundi ávallt taka eftir og kannast við. „Góði Guð," bað hún í hljóði. „Það er Glen, sem mér þykir vænt um. Það er barn Glens, sem ég á von á. Og Gordon Westwood hefur gleymt mér. Hann fór til San Francisco án þess að tala við mig. Hann hefur gefið mér peninga. Þeir endast ekki þangað til barnið er fætt, en ég verð að komast af án hans. Nú er hann kannske hjá Aline sinni, hinni fögru. Hún er rík og lokkandi og djöfulleg. Hún getur teflt djarft án þess að leggja lífið undir. En ég á heima í Railway Flats — í Railway Flats — í Railway Flats ... ." „Það var gott að þú komst," sagði frú Beau- mont er hún sá hana í dyrunum. „Dooley hefur fengið kvef og liggur með mikinn hita. En hún er rólegri í dag en hún var í gærkveldi. Þá grét hún í sífellu, útaf því að þú værir ekki heima." Frú Beaumont virtist þreytt og lúin. Hún hafði auðsjáanlega ekki fengið hálfan svefn, og Anna fékk samvizkubit útaf því að hafa sóað tím- anum og verið í samkvæmi. Hvað átti það eig- inlega að þýða? „Leggðu þig dálitla stund, mamma," sagði hún „Ég skal þvo upp og taka til meðan Dooley sef- ur, og svo skal ég hugsa um hana þegar hún vaknar." „Já, ég er eiginlega skelfing þreytt, sagði frú Beaumont og geispaði. „Dooley var svo óróleg í nótt. Var gaman í þessu samkvæmi? Var Tom þar?" spurði hún um leið og hún gekk inn í svefnherbergið. „Það var einstaklega skemmtilegt," sagði Anna og fór hjá sér. Hún hafði látið foreldra sína halda, að hún hefði verið í boði með gömlum kunn- ingjum, og vonaði að hið rétta mundi ekki kom- ast upp. En hún skammaðist sín því að hún hafði mestu óbeit á að ljúga. Og nú hafði hún flækt sig í lyganeti. Hún smeygði sér í flýti í morgun- kjólinn og fór að þvo upp eftir máltíðina. Dagur- inn leið fljótt og áður en hún vissi af var farið að skyggja. Bráðum var hún heilum degi nær þeirri stundu er hún yrði að yfirgefa fjölskyld- una. Og hvernig mundi þá fara heima? Þau voru öll.svo háð henni. Ekki aðeins vinnunni hennar og ijjárhagslegri aðstoð, heldur líka á annan hátt. Dooley vaknaði áður en Anna hafði lokið við uppþvottinn. Anna þurrkaði sér um hendurnar og fór inn til veika barnsins. „Anna, ertu heima?" kallaði Dooley ]oðmælt. „Þú mátt ekki fara frá mér. Það er svo leiðin- legt hérna þegar þú ert ekki heima." „Ég skal vera heima hjá þér," sagði Anna blíðlega. „Hvernig líður þér?" „Mér líður betur núna, held ég," svaraði telp- an og Iokaði augunum. „En ég er svo sveitt." „Þá skal ég skipta á þér áður en þú sofnar," svaraði Anna og dró út skúffu í kommóðunni. Hún tók upp hrein náttföt og hjálpaði Dooley til að fara í þau. Svo breiddi hún sængina yfir hana, og hlúði vel að henni. ,Sittu hjá mér dálitla stund," sagði Dooley. Anna kinkaði kolli og settist á rúmstokkinn. Tunglið skein yfir Railway Flats og reyndi að fegra tilkomulaust umhverfið. Það kom jafn- vel silfurlitur á tómu járnbrautarvagnana, sem stóðu á hliðarsporunum og skuggarnir af grind- verkinu voru eins og langir broddstafir. í fjarska sá á tindana á Sierra. Himin og fjöll runnu í eitt í hvítu tunglsljósinu. Anna sat lengi á rúmstokknum hjá systur sinni. Þó þetta heimili væri fábreytilegt og fá- tæklegt var það þó að minnsta kosti heimili. Það var hérna sem hún átti heima. Hver ein- asti krókur, hvert húsgagn og búsáhald voru vinir hennar. Hér var hún meðal jafningja. Og þessa stundina fannst henni ótrúlegt, að hún skyldi nokkurn tíma hafa látið sér detta í hug að Glen Westwood ætlaði sér að giftast henni. Hvaða erindi átti hún inn í hans veröld? Hún brosti er hún minntist þess, að Gordon Westwood hafði búið það til, að hún væri af gamalli kross- faraætt. En hver veit nema þetta væri nú satt? Forfeður föður hennar voru innflytjendur frá Frakklandi. Hvað skyldi Aline hugsa um hana þessa stundina? Eða hafði hún kannske gleymt að hún var til — alveg eins og Gordon Westwood — og Glen? Anna byrjaði að vinna í tízkuverzluninni dag- inn eftir. Hún mátaði kjóla og bjó um böggla handa skiptavinunum og reyndi að svara sem hyggilegast spurningum hins fólksins um nýju stöðuna sem það hélt að hún hefði sótt um í San Francisco. Mundi hún fá hana? Var þetta stór verzlun? Ætlaði hún að gerast sýnimey? Hún ætti að hafa möguleika til þess, jafn fallega vax- in og hún var. Endurminningin um veizlu Gordons tók að fölna, og hún varð vonlaus um að fá nokkurn tíma meiri styrk frá honum en þessa fimmtíu dollara ávísun, sem hann hafði gefið henni. Hún afréð að starfa þarna einn mánuð enn, en svo varð hún ð gera alvöru úr því að fá sér vinnu í San Francisco. Tom mundi flytjast þangað von bráðar, og henni var fróun að því að vita, að hún ætti að minnsta kosti einn vin í borginni, ef öll sund lokuðust. „Anna, það er sími til þín," sagði einhver af- greiðslustúlkan. „í þessum klefa þarna." Stúlk- an benti og flýtti sér svo áfram með hrúgu af kjólum á handleggnum. Anna fór hægt inn í símaklefann. Hún vildi ekki svara strax. Hún ætlaði að vona dálitla stund að þetta væri Glen. Loks svaraði hún og lokaði augunum, eins og það væri vörn gegn vonbrigðum. „Halló?" „Halló, er það Anna. Komið þér sælar, þetta er Gordon Westwood. Afsakið að ég var ekki heima þegar þér fóruð, en ég varð að fara til San Franc- isco í flýti. En getið þér komið og fundið mig aftur? Ég þarf að segja yður nokkuð, sem er mjög áríðandi." Röddin var jafn lág og djúp og áður, en það var meiri ákefð í henni og hreim- urinn hlýlegri. Anna fékk hjartslátt og hitaði í kinnarnar. Hvað gat hann viljað henni? Ef Glen hefði fallist á að giftast henni mundi hann hafa skrifað henni sjálfur. Þetta hlaut að vera eitt- hvað annað. „Getið þér fengið yður lausa yfir helgina?" spurði Westwood. „Já," svaraði Anna, „ég býst við að ég geti það." „Þá læt ég bílstjórann minn sækja yður á föstudagskvöldið, á vinnustaðnum yðar. Er það í lagi?" „Þökk fyrir, það er fallega gert," sagði Anna lágt. Westwood kvaddi, og jafnveleftir að hann hafði slitið sambandinu stóð hún kyrr og beið, eins og hún ætti von á að eithvað meira mundi ske. Hann hafði ekki gleymt henni, hugsaði Anna með sér og varð innilega glöð. Og hún fann að það var með nýjum áhuga, sem hún fór að búa sig undir heimsóknina til Gordons Westwoods. Hún þvoði og strauk treyjurnar sínar og press- aði pilsið sitt. Hún keypti sér nýja sokka og gaf sér meira að segja tíma til að fara til hárgreiðslu- konunnar. Og þegar hún kom út úr verzluninni síðdegis á föstudag og settist inn í gljáandi svart- an bíl Westwoods, gat hún ekki stillt sig um að brosa. Hún — Anna Beaumont — rétti einkenn- isbúnum bílstjóranum töskuna sína jafn eðlilega og hún hefði verið vön að láta bílstjóra stjana við sig alla sína ævi. Bíllinn rann mjúkt fram göturnar og Önnu fannst hún sitja á skýi. En ferðin gekk langtum of fljótt. Landið flaug fram- hjá bílgluggunum og eftir tæpan klukkutíma voru þau komin til San Francisco. Það var ekki fyrr en þau voru komin út úr borginni og farin að klifra upp hlíðarnar, sem Önnu fór að verða órótt. Hvað átti hún í vændum? Hvað vildi Gord- on Westwood henni? Önnu gafst ekki langur tími til að brjóta heil- an um það. Brytinn tók á móti henni og fylgdi henni þegar inn í bókastofuna, og þar sat West- wood og beið hennar. Hann var í fallegum. skozk- um vaðmálsfötum, og Anna varð fegin, því að fötin hennar voru nýpressuð og fóru vel. West- wood kom á móti henni og rétti fram hægri höndina. „Velkomin!" sagði hann. „Það var gaman að þér skylduð geta komið. Gerið svo vel að fá yður sæti." Hann ýtti fram hægindastólnum sem hún hafði setið í einu sinni áður. „Segið mér nú fyrst hvaða áætlanir þér hafið gert um framtíðina." Hann settist andspænis henni og fór að troða í pípuna sína. „Ég hafði hugsað mér að verða áfram á sama stað einn mánuð enn," svaraði Anna rólega. „Svo ætla ég að reyna að finna mér átyllu til að fara til San Francisco og reyna að komast einhvern veginn áfram." „Og á hverju ætlið þér að lifa?" Hún reyndi að vera sem borginmannlegust en röddin brást henni þegar á reyndi. „Ég hef pen- ingana, sem þér gáfuð mér. Þeir ættu að duga mér þann tímann, sem ég verð frá vinnu. En áður en til þess kemur ætla ég að reyna að fá mér vinnu, og fái ég ekki neitt fast, get ég sjjálf- sagt fengið vinnu við uppþvott eða að búa um rúm og þvo gólf, eða hvað sem vera skal. Og svo legst ég á sjúkrahúsið." „Og skiljið barnið eftir þar?" Það var eins og hann biði svarsins við þeirri spurningu með eft- irvæntingu. Anna gat ekki skilið hvers vegna honum væri svona hugað um að fá að vita hvað hún ætlaði að gera við barnið sitt. Varla gat hon- um dottið í hug, að hún ætlaði að láta hann hafa áhyggjur af því? „Ég skil barnið aldrei við mig," sagði hún. „Móðir mín hefur alið önn fyrir okkur, þó að hún hafi haft úr litlu að spila. og hún elskar okkur öll. Ég ætla að reyna að verða eins við barnið mitt og hún hefur verið við okkur." „Fólk sem tekur kjörbörn elskar þau nú líka," sagði Westwood hægt. „Það getur verið," svaraði Anna. „En ég vil ekki láta neinn annan fá barnið mitt." „En það verður yður fjötur um fót. Þér eruð ekki einu sinni orðin tvítug. Það yrði ekki auð- velt fyrir yður," sagði hann. „Það getur vel verið," sagði Anna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.