Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Westwood horfði hugsandi á hana. Hann þagði um stund og reykti. Svo tók hann pípuna úr munninum og fór að hreinsa hana með eldspýtu. „Ég skrifaði Glen bréf og sendi það á heimilis- fang móður hans," sagði hann án þess að líta á Önnu. „Ég sagði honum að koma hingað sam- stundis og giftast yður. En þess vegna varð hann að segja foreldrum sjnum alla söguna. Og þegar móðir hans varð vísari um hvernig komið var, komst allt í óefni. Foreldrar hans hafa tal- ið honum trú um, að þetta með barnið sé ekki annað en uppspuni úr yður, og að allir ungir menn komist í svona klípu, og þá sé ekki um annað að gera en láta pabba borga reikninginn, og gæta sín betur í næsta skipti, sem hann bjóði ókunnugri stúlku út með sér — og svo fram- vegis." Önnu fannst glóðheitur vindur svíða hana, svo að hún brynni öll innvortis. En hún þvingaði sig til að stilla sig og hlusta á Gordon Westwood. „Svo skrifaði ég Carolinu móður hans, og réð henni til að koma hingað og hafa Glen með sér, því að ég væri sannfærður um að allt væri satt, sem þér hefðuð sagt. Og til svars fékk ég þetta skeyti. Það er bezt að þér lesið það sjálf." Hann tók samanbrotið blað úr vasanum og rétti Önnu: „Sagan hlýtur að vera uppspuni. Ræð þér til að skipta þér ekkert af umræddri per- sónu. Caroline." Anna las skeytið tvisvar, kokið herptist saman. Hún gat engu svarað og henni fannst gólfið ganga í öldum. En hún mátti ekki láta líða yfir sig. Mátti það ekki. „Ég fékk bréf frá henni í pósti í morgun, og þér getið fengið að lesa það ef þér viljið," hélt Westwood áfram og rétti Önnu þykka pappírs- ösk um leið. Anna las bréfið líka: „Kæri Gardon. — Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á líknarstarfsemi og vona að þú látir þessa ávísun ganga til einhvers, sem á pening- j um þarf að halda. Hjartans kveðjur. Þín Caro- j line." Þetta var tvö hundruð og fimmtíu dollara á- í vísun. Anna lagði hana á borðið hjá bréfinu. Hana hitaði í kinnarnar. „Nú megum við ekki dæma Caroline eða Glen of hart," sagði Gordon og brosti með hálf- gerðri fyrirlitningu. „Glen er kornungur og móðir hans hefur alltaf haft hann í vasanum. Og úr því að hann gerir ekki uppreisn gegn henni núna þá gerir hann það aldrei. Og Caroline hef- ur ákaflega mikinn metnað fyrir hönd sonar síns. Ég geri ráð fyrir að margar mæður mundu haga sér eins og hún." „Ég skil að það mundi spilla framtíð hans ef hann hjálpaði mér þessa mánuði," sagði Anna beisk. „Ég skal ekki gera þeim amstur framar. Ég kemst einhvern veginn af án þess." Westwood stóð upp og gekk um gólf. Svo stanzaði hann fyrir framan Önnu. „Ég hef alltaf haft andstyggð á móður Glens," sagði hann. „Hún hefur gerspillt lífi bróður míns og nú gerir hún sitt til þess að Glen verði að tusku ..-.." Dyrnar opnuðust og brytinn kom inn. „Frú Westwood er komin," sagði hann. í sömu svifum stóð há og grönn, fönguleg kona á þröskuldinum. Hún var í svörtum síðdegiskjól með nertz-kraga á herðunum. Af fimmtugri konu að vera mátti hún heita ungleg. Anna varð laf- hrædd og óskaði að hún gæti hlaupið í felur. Hún leit á Godon Westwood og varð enn hræddari er hún sá kuldaglottið, sem lék um varir hans er hann leit á mágkonu sína. Það var helzt að sjá að hann hefði gaman af þessari heimsókn. „Góða Caroline," sagði hann, „þetta kom sann- arlega á óvænt. Ertu ekki hrædd um að þú spillir heilsunni með því að fara frá Palm Springs á þessum tíma árs?" „Vertu ekki að gera þér læti, Gordon," svar- aði hún reið. „Ég verð að reyna að koma vitinu fyrir þig. Þessi tilbúningur nær ekki nokkurri átt. Ég hef talað við málaflutningsmanninn minn, og hann sagði að ég hefði ekki neinar skyldur gagnvart þessari . ..." „Leyfist mér að kynna ungfrú Beaumont," tók Gordon Westwood fram í. „Við getum talað um þetta mál saman," sagði hann alúðlega, en Önnu fannst stálhreimur í djúpri röddinni. Hún fann að hann var að öllu leyti á hennar bandi. Frú Westwood renndi ísköldum augum og kinkaði ^^^^^ ^Jízk avi ER ÞAÐ EKKI HÆTTULEGT? Það er sá tími kominn, að maður verður að' fara að hugsa til haustsins og vetrarins. Þessi dragt er þó enginn vetrarklæðn aður. „Pied-de-poule-munstrið er hvítt og svart, en vel fer á að hafa hattbandið, hálsklút- inn og hanskana með hindberja rauðum lit. Jakkinn er síðari H en áður og vottar fyrir mitti á honum, bó að það sjáist ekki á myndinni. DRAGT FRÁ DIOR. Án jakkans tvískiftur k.jóil, einfaldur og ekki annað en randirnar þrjár til skrauts. Randir með sama Iit eru á hatt- inum, sem annars er líkur urta- potti í laginu, og á jakkanum. Efnið er úr ull. kolli svo naumt að varla var hægt að sjá það, en lét svo eins og hún sæi ekki Önnu. „Ég kom vegna þess að ég vil binda endi á þetta mál í eitt skipti fyrir öll. Það er ósvífni að reyna að flækja son minn inn í það. Hann þekk- ir varla þessa stúlku. Já, þér verðið að afsaka mig —", nú sneri hún sér að Önnu ¦— ,,en þér vitið að þetta er satt. Sonur minn var beinlínis höggdofa af undrun. Drengur á hans aldri — að eiga að standa í slíku. Hann varð gamall á einu kvöldi. ,,Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð," var allt og sumt sem hann gat sagt . . . ." „Ég hef sagt bæði þér og honum bréflega, hvað hann eigi að gera," svaraði Westwood ró- iega, en hún lét sem hún heyrði ekki. „. . og honum er ómögulegt að ráða fram úr þessu máli." „Þú álítur þá að það eigi að ráða fram úr því?" greip Westwood fram í. „Mér finnst við þurf- um að hugsa ofurlítið um Önnu líka. Það er hún en ekki Glen, sem gengur með barnið." „Hver? Æ-já, hún," sagði frú Westwood fyrir- litlega. „Auðvitað. En ekki þannig að það spilli framtíð Glens — öllu lífi hans. Fyrir nokkru, þegar við vorum í Palm Springs hittum við Worthingtonsfólkið — Worthington frá Phila- delphia, þú kannast við þaS — hann á dóttur sem heitir Kathryn og hún er blátt áfram bálskotin í Glen. Þau hafa boðið honum heim til sín og hann á að dvelja þar um tíma. Það hefði verið hlægilegt ef hann hefði komið hingað með mér útaf þessu." Hún yppti öxlum. „Hann hefði samt átt að gera það," sagði Gordon og lagði einkennilega áherzlu á orðin. „Hann hefði átt að giftast móður barnsins síns." Caroline Westwood fnæsti. Hún hvessti aug- un fyrirlitlega á Önnu, svo að henni fannst orðin Rallway Flats vera skráð á ennið á sér. Framh. FALKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—-12 og iy2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.