Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Síða 2

Fálkinn - 04.09.1959, Síða 2
2 Tsræa FÁLKINN Tilkynning um útsvör 1959 Gjalddagi útsvara í Reykjavík árið 1959 er 1. september. Þá fellur í gjalddaga /4 hluti álagðs útsvars, að frá- dreginni lögboðinni fyrirframgreiðslu (helmmgi út- svarsins 1958), sem skylt var að greiða að fullu eigi síðar en 1. júní síðasthðmn. Sérreglur gilda um fasta starfsmenn, en því aðeins, að þeir greiði reglulega af kaupi. Vanskil greiðslna samkvæmt framanrituðu valdi því, að allt útsvarið 1959 fellur í eindaga 15. sept- ember næstkomandi, og verður þá lögtakskræft, ásamt dráttarvöxtum. Reykjavík, 29. ágúst 1959. Borgarritarinn. Fyrsta vél Flugíélags Islands, TF-Örn. Agnar Kofoed-Hansen, núverandi flugniálastjóri, stendur við vélina. - 3. SEPTEMBER 1959 Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því er fyrsta íslenzka flugvélin hófst til flugs frá flugvelli á tslandi. í þúsundir ára hefur mannkynið dreymt um að gerast líkt þeim guð- um, er það skóp sér og fljúga um himingeiminn. Oft var reynt að gera þenna draum að veruleika, en aldrei rætt- ist hann, fyrr en tveim bræðrum frakkneskum tókst að láta loftbelg svífa árið 1783. Næstu áratugina glímir mannsandinn við þessa lausn gátunnar — loftbelginn — og á- rangur þess verður m. a. hin stóru loftskip, sem við íslendingar þekkj- um frá heimsókn Graf Zeppelin út hingað 1930. En margs konar erfiðleikar urðu á leið mannsins til þess að leysa vandamálið á þenna hátt, og fyrir því var það, að menn tóku til við að reyna að smiða tæki, sem væri þyngra en loftið, sem það átti að kljúfa. Þó að við séum e. t. v. í dag ó- sammála um það hver lagði stærsta skerfinn að mörkum til þess, að sigurinn væri unninn, þá trúa nú flestir því, að bræðurnir Wilbur og Orville Wright hafi með vélflugi sínu hinn 17. dag desembermánað- ar árið 1903 markað þau tímamót, sem eftirminnilegust urðu. Þetta flug þeirra var að vísu ekki stór- fenglegt, miðað við það, sem við þekkjum nú, 120 feta leið í lofti á 12 sekúndum, en samt varð það til þess að leysa úr læðingi ótrúlega orku. Fimm árum síðar flýgur Wil- bur Wright 125 kílómetra leið á hálfri þriðju klukkustund. Blériot flýgur yfir Ermarsundið árið 1919 og tíu árum síðar fljúga tveir brezk- ir liðsforingjar á fjórvængju frá Ameríku til Evrópu, en með þessu úreltast allar fyrri hugmyndir manna um fjarlægðir og landfræði- lega stöðu. Þessi tvö flugafrek, Blériots yfir Ermarsund og Alcoeks og Brown yfir Atlantshafið, urðu til þess að sannfæra alla viti borna nienn um þá staðreynd, að fjarlægðir milli i

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.