Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 veg af þessum sigri sínum og bauð sig nú fram sem forseta og lofaði ýmsum umbótum í félagsmálum og stjórnmálum og eflingu landbúnað- arins. í Filippseyjum búa 22 milljónir manna og tala 70 ólíkar tungur og eru búsettir á 7000 eyjum. Það var efast um, að jafn sundurleitur hóp- ur gæti sýnt réttan þjóðarvilja við almennar kosningar. En svo mikill var vegur Magsaysays orðinn að hann fékk meira en 2/3 atkvæða við koáningarnar. Síðan hafa miklar framfarir orð- ið á Filippseyjum. Mest áherzla hefur verið lögð á jarðarbætur. Herinn befur verið notaður til þess að vinna að jarðarbótum, ræsa fram mýrar, plægja land og leggja vegi svo að nú geta allir fengið jarð- næði sem vilja. Á fjórum fyrstu ár- unum voru ræktaðir 137.000 hekt- arar og stofnuð um 800 býli og 8000 fjölskyldur hafa fengið býli annars staðar. Stjórnin sér bændum fyrir ódýru útsæði og heldur áfram að bæta landið, bæði með ræktun og áveitum. Jafnframt hefur verið unnið að því að gera bændum auðveldara að koma afurðum sínum í peninga og þeim kennt að vanda vörurnar. Hafa samvinnufélög verið stofnuð í þessum tilgangi og stendur til að koma á ýmiskonar verksmiðju- rekstri til að gera fullunnar útflutn- ingsvörur úr ýmsu því, sem bændur framleiða. Ennfremur hafa komist á fót um þúsund iðnaðarfyrirtæki, sem framleiða einkum nauðsynjar handa landsbúum sjálfum, en iðn- aður var fyrir stríðið svo að segja ekki til á Filippseyjum. Stórar verksmiðjur hafa verið stofnaðar til sykurgerðar og til þess að vinna úr kókoshnetum. Þá hefur verið gerð heildaráætl- un um vegagerð á eyjunum og um siglingar milli eyjanna. Og vatns- virkjanir til rafmagnsframleiðslu hafa verið gerðar og fleiri eru i undirbúningi. Framh. á bls. 14. Eftir stríðið var allt í rústum í borgum Filippseyja. Til dæmis var Manila talin verst leikna borgin i stríðinu, næst eftir Varsjá í Póllandi. Nú hefur borgin verið endurreist og, eins og myndin ber með sér, er þettá nýtízkuborg með stórri höfn. ^JJoaan í Larlmarm^ötaaam sem varö mesta skaldkona samtíðar sinnar 1. Aurore Dupin hét hún í vöggunni og fæddist 1. júlí 1803. Nítján ára gömul giftist hún Dudevant barón. Nokkrum ár- um síðar fann hún í fórum mannsins síns umslag með áletr- uninni: „til konunnar minnar. Má ekki opnast fyrr en ég er dauður.“ Hún opnaði umslagið, en í því var engin erfðaskrá, heldur 8 blaðsíðna bréf, fullt af skömmum, fúkyrðum og á- fellisdómum. — Fór hún þegar frá manni sínum og bjó nokkur ár með rithöfundinum Jules Sandeau. Hún fór frá honum er hún komst að því að hann hélt framhjá henni, en hélt þó ættarnafni hans en stytti það í Sand. Klæddist hún nú karlmannsklæðum og nefndist upp frá því nafninu, sem hún varð fræg undir: George Sand. 3. George Sand var afkastamikill rithöfundur, en flestar skáldsögur hennar eru nú gleymdar öllum almenningi. Hins vegar hefur hin mikla sjálfsæfisaga hennar í 8 bindum, var- anlegt gildi. Einkunnarorð þessarar bókar voru: „Miskunn- semi við aðra, virðing fyrir sjálfum sér og hreinskilni við Guð.“ Hún barðist alla æfi sína gegn skinhelgi og ranglæti, ekki síður en Voltaire. 2. Nú fór hún að yrkja og eftir að fyrsta skáidsaga hennar, „Indiana" kom út, komst nafn hennar á alJra varir. Hún var frí af sér og full af æfintýraþrá og ýmsir frægir menn hændust að henni • eins og flugur að sykurpiola. Af þeim má einkum nefna skáldið Musset og tónskáldið Chopin. Hún elskaði þá báða, en ekki eins heitt og þeir elskuðu hana, svo að bæði skáldið og tónskáldið urðu fyrir vonbrigðum af henni. Vegna þess hve Musset var hrifinn af henni fékk hann auk- nefnið „Sandist“ og Chopin harmaði mjög að missa hana. Sjálf skrifaði hún: „Hjarta mitt er grafreitur,“ og þessi við- bót mun hafa átt að fylgja: „ .... þar sem dauð og grafin ást geymist." 4. Hinn 29. maí 1876 gat hún ekki haldið á pennanum lengur, en varð að leggja hann frá sér í miðri skáldsögunni „Albine", sem aldrei varð fullgerð. Hinn 9. júní kvaddi hún börn sín og dó morguninn eftir. Síðustu orð hennar voru byrjun á setningu: „Látið grasið .... “ Alexandre Duma yngri var viðstaddur dánarbeð hennar..

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.