Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 6
FÁLKINN gamanleikhús. Maurice fór til leik- hússtjórans og bauðst til að syngja. — Eg ræð aldrei smákrakka til mín, sagði leikhússtjórinn önugur. — Reynið þér mig samt, sagði Maurice og forstjórinn gat ekki staðist hann og lét hann syngja í sunnudagsskemmtuninni. —• Ef fólki líkar við þig, getum við talað um kaupið, sagði hann. LOKSINS BROSIR LÍFIÐ. Nokkrum dögum síðar sat Maur- ice í Parisiana-leikhúsinu og klapp- aði, hrópaði bravó, og dæsti af á- nægju og gerði yfirleitt allt, sem hann var leigður til að gera. En eiginlega var honum illa við leigu- klapparastarfið. Það var hann, sem að réttu lagi átti að standa á svið- inu og láta klappa fyrir sér.. og lærði ný lög. Hann hafði gott minni og var fljótur að læra lög- in. Paul bróðir hans giftist, en Maur- ice og móðir hans bjuggu saman áfram.. Nú var hún ekki eins kvíð- in um atvinnu sonar síns og meðan hann var við fimleikana, en fylgdist vel með og gaf honum góð ráð. Parisiana-leikhúsið bauð honum fylaifrice CkeHalie? >f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f^f>f>f>f>f>f>f>f>f>f FLÖKKUSÖNGVARINN. Umferðasirkus auglýsti eftir fis- léttum fimleikastrák til þess að standa í toppinum á pýramída úr mönnum. Maurice sem nú var orð- inn 12 ára, fékk embættið. Ekki fékk hann neitt kaup, en hann lærði margt nýtt í fimleikum og auk þess fékk hann mat eftir hverja kvöld- sýningu. Hann var í sjöunda himni og tók þátt í öllu — setti upp tjald- ið, tók það ofan, fóðraði dýrin og þvoði vagnana. Og á leiksviðinu var hann í essinu sínu. Einmitt þetta hafði hann dreymt um: að vera á ferðinni, innanum söng, lófaklapp og kátt íólk. Þetta ætlaði hann að gera til æfiloka. Paul og móðir hans dáðust að honum, en voru um leið hrædd við þetta starf, sem hann hafði valið sér, og áður en varði rættist grun- ur hennar. Lögregluþjónn kom heim til hennar og spurði hvort hún væri móðir Maurice Chevalier. Hún yrði að koma með sér samstundis, því að Maurice hefði hrapað á sýningu og lægi nú á sjúkrahúsi. Til allrar hamingju hafði hann ekki meiðst alvarlega, en nú varð hann að hætta við fimleikana fyrir fullt og allt. En hann gafst ekki upp samt. Nú ætlaði hann að verða götusöngvari — troubador tuttug- ustu aldarinnar. Einn dag um vorið stóð hann á fjölfórnu horni fyrir utan Café Ro- yale og söng vísur, sem hann hafði æft sig á í laumi. Röddin var veik og mjó og náði ekki langt, og stund- um kæfði götuhávaðinn hann al- veg. En samt vakti tólf ára snáðinn með stóra hausinn eftirtekt, og sum- ir sem fram hjá gengu stungu hend- inni í vasann og lögðu koparhlunk í húfuna hans. Ung stássfrú í fínum vagni skip- aði ökumanni sínum að nema stað- ar. Hún horfði á unga söngvarann með mikilli velvild og þegar hann var búinn klappaði hún rækilega. Þetta var fyrsta lófaklappið, sem hann fékk sem götusöngvari, og hann var í sjöunda himni. Ekillinn gekk til hans og rétti honum einn franka. FRUMSÝNING í LEIKHÚSI. En móðir hans var alls ekki ánægð Götusöngvari — jafnvel á f ínni götu í París — var í rauninni ekki ann- að en betlari. Og það var engin at- vinna. f Ménilmontant var ofurlítið VISxVASOIVGVARINIV SI17NGI 2. GREIN Paul og móðir hans voru í saln- um. Þau engdust af eftirvæntingu og kvíða. Maurice sat í fataklefan- um, ataður rauðalit í andlitinu. Svo var hringt og hann varð að fara inn á sviðið. Þar var dauf birta, svo hann sýndist enn minni en hann var, en höfuðið var óhugnanlega stórt.. Ýmsir í salnum þekktu hann samt og kölluðu: — Nei, heyrið þið, þarna er hann þá, hann Maur- ice litli. Nú var beðið með eftirvæntingu eftir því sem koma skyldi. Píanist- inn gaf merki. Maurice opnaði munninn ...... en ekki heyrðist nokkurt hljóð. Píanóleikarinn vildi sem sé ekki byrja á undan Maurice en Maurice beið ef tir píanóleikaran- um. Loks byrjaði hann, en svo hátt að jafnvel fólkið í Ménilmontant þóttist vita, að þetta gæti ekki ver- íð rétt. Nú fór fólkið að hlæja, en Paul og frú Chevalier roðnuðu af blygð- un og óskuðu áð þau væru komin sem lengst í burtu. En Maurice gugnaði ekki en hélt áfram og þeg- ar hann var búinn hneigði hann sig og þakkaði fyrir. — Og svo kom næsta vísa. Ungi söngvarinn sat í fataklefan- um og var að nudda rauða litinn framan úr sér. Hann var hálf von- svikinn, en líklega hafði þetta þó ekki verið fyrir neðan allar hellur? Dyrnar opnuðust og gamli trúður- inn kom inn. Hann var afar rauna- legur — en það var hann alltaf þegar hann var ekki á sviðinu. — Þú varst alls ekki bölvaður, Maurice, sagði hann. — Eg hef séð margt verra, og svo er á það að líta að þú ert svo ungur. Við hinir erum búnir að lifa okkar fegursta, en þú hefur lífið framundan og get- ur lært svo margt. — Þetta hefur þá verið forsmán, monsieur Coco? — Leikstjórinn vill ekki nota þig, en mér dettur nokkuð í hug, Maur- ice. Þú gætir komist að í Parisiana- leikhúsinu — sem klappari. — Æ___ — Þú færð eitthvað kaup fyrir það, og getur lært margt á því að sitja í salnum á hverju kvöldi. Loks fékk hann smátækifæri til að standa andspænis áhorfendum. Kaffihúsaeigandi í Ménilmontant þurfti söngmann til að skemmta gestunum á laugardagskvöldum. Maurice fékk að reyna sig, og fólki líkaði vel við hann. Kaffihúseigand- inn var ánægður líka og Maurice fékk tvo franka fyrir hvert kvöld. Annar kaffihúsaeigandi bauð hon- um 3 franka og nú fannst Maurice lífið vera farið að brosa við sér. Trúðurinn Coco fór með hann til nótnaforleggjara, sem hafði öll nýjustu dægurlögin, og þar sat Che- valíer tímunum saman víð píanóið smáhlutverk í revíu, og þó hann hefði meira upp úr söngnum á kaffi- húsunum, tók hann þessu boði, því að hann langaði til að leika á sama staðnum sem hann hafði verið leigu klappari áður. Nú var Maurice orðinn 16 ára og hafði eignast 500 franka, sem hann hafði sparað. Skemmtikraftaráðn- ingarstjórarnir voru farnir að taka eftir honum. Og nú var hann orð- inn hærri, fallega vaxinn og ómót- stæðilega töfrandi í framkomu. Honum bauðst ráðning á Scala í Brussel og vann stórsigur. Og hann vann stórsigur. Og hann var ráðinn Chevalier l gamanmyndinni „Ma Porame", sem var tekin 1951. Þar leikur hann ráðhollan frænda, sem á að forða ungum pilti frá spill- ingunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.