Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 7
FALKINN til Lille, Bordeaux, Marseille og Rivierans. Allsstaðar var honum tekið með kostum og kynjum — nema París var ennþá fálát gagn- vart þessum unga manni. Hann sparaði og sparaði, því að hann hugsaði alltaf með skelfingu til fátæktarinnar og eymdarinnar í bernsku sinni. Nú hafði hann náð í laglega íbúð handa sér og móður sinni í París. Móður hans þótti gam- an að geta hugsað um heimilið fyr- ir son sinn, og hvenær sem hann var í skemmtanaferð beið hún með óþreyju eftir að hann kæmi heim, og þegar hann kom spurði hún hann í þaula um hvað hefði gerst í ferð- inni. Og Maurice sagði henni allt — nema ástaræfintýrin, sem hann hafði upplifað. Þau urðu nefnilega talsvert mörg. Og því varð ekki neitað að hann komst stundum í hann krappann í skiftum sínum við stúlkurnar. Þær voru bandvit- lausar eftir honum, en keppinautar hans hötuðu hann. Maurice afréð að læra hnefaleik, til að vera við öllu búinn ef í hart færi, og svo datt honum í hug að nota sér þessa kunnáttu líka á leiksviðinu. Hann bjó til smáleik með syngiandi hnefa kappa sem aðalpersónu, og barðist svo við sjálfan sig og söng undir. Þetta varð fyrsti smáleikurinn af mörgum, sem Maurice hefur sést í um æfina. Þetta vakti athygli. Og nú fór París að taka eftir Maurice Cheval- ier. Stjórnandi hins fræga skemmti- staðar Folies Bergéres þóttist hafa fundið nýjan kraft og réð hann til þriggja leikára, með hækkandi kaupi. ÁSTFANGINN. Fólk beið með eftirvæntingu frumsýningarinnar í Parisiana-leik- húsinu 1908. Ekki síst vegna þess að þar átti Maurice Chevalier að koma fram í fyrsta skipti í Parísar- leikhúsi. Hann hafði sungið víða úti á landi og vakið fögnuð, en nú var að sigrast á Parísarbúum. Hann hafði æft sig nótt og dag með hljóm- sveitinni og lagt sig fram sem bezt hann gat. Og flestir kunnugir spáðu að hann mundi sigra. En það fór á aðra leið. Þetta varð alls engirm sigur. Fólk hló ekki á réttum stöðum — fannst hann vera of öfgafullur og ófágaður. Maurice hafði fundið að áhorfendur hans voru tregir að hrífast með, og þess vegna hafði hann lagt meiri áherzl- ur á í söngnum en hann ætlaði sér, en það stoðaði ekkert. Þetta var allt annað fólk en í Bordeaux. Parísarþúar eru vandfýsnir, hugs- aði Maurice með sér. En ég skal sigra þá samt. Hann lét ekki hugfallast þó að morgunblaðið „Figaro" birti harðan dóm um hann. Og eftir þrítugustu sýninguna var hann orðirín annar maður. Hann hafði lært þá sérstöku tækni, sem þurfti til að hrífa Par- ísarbúann og hann lærði hana vel. Nú jókst lófaklappið og fögnuður- inn kvöld eftir kvöld. Og undir eins og sýningu var lokið flýtti Maurice sér í annað skemmtihús til þess að athuga leik og tækni annara söngv- ara. Hann átti svo margt ólært enn- þá. Hann kom oft í náttklúbbinn Moulin Rouge — Rauðu mylluna — þar sem hin fræga vísnasöng- dís Mistinguett töfraði alla með vísnasöng sínum um þær mundir. Chevalier varð agndofa þegar hann heyrði hana og sá. Hvílíkur yndis- þokki. Og meira en það: gáfurnar og tæknin — og skapið! Þarna var persóna, hátt hafin yfir allt annað, sem hann hafði séð og heyrt. Eitt kvöldið varð hann svo hrif- inn að hann gat ekki við sig ráðið en æddi inn í búningsklefa hennar eftir sýninguna til að þakka henni fyrir. Það urðu ekki nema nokkur fátækleg orð, en hún brosti til hans og sagði honum að hún hefði heyrt talað um hann sem upprennandi stjörnu. Maurice játaði í kyrrþey að hann væri ástfanginn upp yfir eyru. Hann vissi að Mistiguett var vön að um- gangast hertoga og konunga, að menn háðu einvígi út af henni, og að sumir fleygðu sér í Signu. Hann vissi líka að hann hafði of litla reynslu, tvítugur pilturinn. Hún var fimmtán árum eldri en hann — hélt hann. (Að réttu lagi var hún nítján árum eldri). Nei, það var réttast að vísa þessu á bug. En hjarta hans var á annari skoðun. Á leiksviðinu virtist hún vera á aldri við hann. Hver veit nema að þau gætu sýnt smáleiki saman? Svona drauma dreymdi hann margar vikur en ekkert skeði. Ætti hann að skrifa henni bréf? Mundi hún svara því? Æt'ti hann að gera henni nýja heimsókn í fataklefann? Kannske yrði hún reið, og hann hafði ekki hugmynd um hvort hún var trúlofuð eða ástfangin af ein- hverjum öðrum. Þá datt honum nokkuð í hug. Hann hafði lesið smáleik um kær- ustupar, sem vafði sig inn í gólfdúk og var svo velt út af leiksviðinu. Þetta var tilkjörið fyrir hann og Mistinguett! Og hann var svo bjart- sýnn að hann t,alaði um þessa hug- mynd sína við einn forstjórann í Folies Bergéres. Ekki svo bölvuð hugmynd sögðu sumir. I rauninni ágæt hugmynd, sögðu aðrir. Og svo var farið að þinga við hina himnesku „Miss". — Með Chevalier? spurði hún. —Ágætt. Eg kem. —Jrm. ive f HISSA ^22r annáíu7n //a l'rá Ögmundi EVilssviii Ögmundur Pálsson var fyrsti á- bóti að Viðey, síðan biskup í Skálholti; þá hann gjörðist gam- all, var hann sjónlaus, tók til að hugsa um sinn vanmátt, en af því Gizur Einarsson hafði atgjörvis hugvit og persónulega prýði yfir aðra, sem þá voru þar uppvaxtar- menn, skrifaði biskup Ögmundur bréf til abbadísar Halldóru, að hún sendi þennan Gizur til sín út i Skálholt, sem hún gjörði, hann var þá XVI vetra; það vor kom hann honum í skip á liðnu sumri, og í skóla til Hamborg, ar var gabb iij ár og lærði með stórri kostgæfni, sem mögulegast mátti verða í ekki lengri tíma; hann hafði hraða hönd að skrifa, og neytti hennar til að' teikna upp alt hvað hann heyrði og sá, ekki all einasta í skóla og kirkju, heldur og jafnvel það hann frétti og forvitilegt var, svo hans skólameistari hafði dázt þar að og sagt: „það sé ég á þér, þú íslenzki sveinn, að þín hönd hjálpar þér einhverntíma", hann hélt því orði uppi meðan hann lifði: hahn hefur aldrei þegið svo lítið, að hann hafi það ekki skrifað, og aldrei miðlað' og lofað svo litl.u, að hann skrifaði ekki. í^þýzkri tungu var hann svo fimur og ferðugur, að þýzkir höfðu opt sagt, að hver hann þekkti mætti hyggja að hann væri fæddur þýzk- ur. Það til sögunnar síðarmeir hann var Electus, og hann kom fyrir kóng Christian, anno 1540 var hon- um fyrir sett að kjósa þýzku eða latínu að tala; hann kjöri þýzku: svo trúði ekki drottningin að hann íslenzkur, og til prófs var sóktur íslenzkur piltur, að þeir læsi sam- an texta Catechismi. Þótti Gizuri • kóngur spyrja sig margra óþarfra hluta, sérdeilis um Heklufjall. Að þessum þrem árum liðnum kom hann aptur til íslands, hitti biskup Ögmund mátulega blíðan: sagði að hann væri orðinn Lútherskur, hefði etið kjöt á föstudag. Hann fór svo á stað með sinn skuldareikning, og austur til móður sinnar, þar hún var einmana og brauzt fyrir börn- um sínum; ekki hafði hann heldur stóra viðtöku á Kirkjubæ, því var hann hjá móður sinni; tóku þau það ráð um veturinn að láta vinnu- mann hennar róa út í Vestmanna- eyjum, þar gaf guð honum lestar hlut, svo hann gat goldið sínar skuldir að mestu. Gizur réri sjálf- ur í næstu verstöðu þann vetur, til bjargar búi og börnum móður sinn- ar. — Ábóti Sigvarður hélt þá Þykkvabæjar klaustur, hann fékk Gizur til sín, og var hjá honum í góðu yfirlæti í tvö ár. Ábótinn var hneigður til lærdóms, svo Gizur mátti iðka sig þar í náðum, sem hann hafð'i opt siálfur sagt, að sér hefði gjört það mestan bata, því á klaustrinu hefði verið margar góðar bækur. Um þennan tíma kaus biskup Ögmundur, vegna elli og veikleika, Sigmund systurson sinn til biskups, hvað lærðir og leikir samþykktu; hann sigldi í Noreg til erkibiskups í Þrándheim, vígðist; hann andaðist XIV náttum síðar, eður því nærri, liggur í Þrándheimi. George Hart yngri fékk nýlega 10 dollara sekt fyrir að halda í höndina á stúlku. Carleton Jewett dómari tók fram, að persónulega þætti honum ekkert athugvert við að ungt fólk héldist í hendur, ef því þœtti vœnt hvoru um annað. En að sitja hvort í sínum bíl og aka með 80 kílómetra hraða — og haldast í hendur samt, vildi hann ekki láta viðgangast. Dönsk kona, frú Jytte Poulsen, ekkja leikarans Adams Poulsen, hefur nýlega fengið heiðurspening fyrir aðstoð sína við Finna í vetrar- stríðinu 1939—40. Frúin hjálpaði fjölda danskra sjálfboðaliða til að komast til Finnlands. En þessi þakk- arvottur hefur verið átján ár á lei'ð- inni. I bréfi frá Tarjaivhe sendi- herra, sem fylgdi, heiðurspeningn- um, segir, að ekki hafi verið hægt að senda hann fyrr, „af óviðráðan- legum ástæðum". Sömuleiðis fylgdi bréf frá Mannerheim marskálki, sem dáinn er fyrir nokkrum árum.. —o— Danskur maður, sem heitir Jen{ sen, var í Noregi í fríinu sínu í sumar og var afar hrifinn af land- inu. Þegar hann kom til Oslóar qr heimleiðinni, langaði hann til að kaupa til minja plötu með verulega norsku lagi, sem hann hafði oft heyrt í ferðinni. Hann fór inn í hljóðfœrahús og spurði um plötu, sem héti: „Settu þig Jensen, það er sunnudagur", eða eitthvað því- líkt, sagði hann. Stúlkan kannaðist ekki við lagið, en spilaði fyrir hann ýmsar plötur til að reyna hvort hann kannaðist við lagið. Loks kall- ar hann, brosandi út undir eyru: „Þarna kemur hún." — Það var „Sœterjentens Söndag" eftir Ole Bull. VEISLA FYRIR NÁBÚANN. — St. Thoiuas-spítalinn í London er nágranni hinnar frægu þinghúss- klukku Big Ben, sem átti hundrað ára afmæli 31. maí. Á barnadeild spítalans var haldið upp á þetta af- mæli meo mikilli viðhöfn, og á borð borin stór kaka úr marsipani og ssúkkulaSi, eftirlíking af klukk- unni. — A myndinni sést einn þátttakandinn vera að skera kök- una

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.