Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 8
FALKINN — Þú hefur víst orðið hissa. Þeg- ar ég kom hingað seinast var ég með honum bróður þínum og tók eftir að hann hringdi með sérstöku móti — langt og stutt. Var ég ekki athugull? — Það er merkið sem systkini mín nota, segi ég og muna minnstu að ég bæti við — og fáeinir góðir vinir. En ég tek mig á. Þó Harry komi einstöku sinnum telst hann ekki til góðu vinanna okkar. Það eru nokkur ár síðan við kynntumst honum hjá einum ættingja okkar, og síðan hefur hann komið til okk- ar. En okkur fellur ekki við hann, hvorki Elsu né mér. Hann talar eingöngu um aðra og oftast nær hefur hann út á alla að setja. Það var svo að heyra að allir sem hann þekkti væru undirförulir viðsjáls- gripir, sem vildu gera öðrum illt. Við Elsa komumst alltaf í slæmt skap þegar hann hafði verið hjá' okkur. — Er frúin úti? spyr. hann. — Hún er víst oft úti? — Hún fer stundum í kvik- myndahús, svara ég. — Það er svo lítið um skemmtanir hjá henni. — Kvikmynd og kvikmynd, skrifar hann hryssingslega í lófann. Þær segjast fara að skoða kvik- mynd, það er svo sakleysislegt. Skyldi það ekki vera eitthvað ann- að, sem þær eru að gera? Ég sprett upp. — Hvað í ósköp- unum ertu að segja. Dettur þér kannske í hug að Elsa sé ekki þar sem hún segist vera? Hefur þú nokkra ástæðu til að halda annað? Ég hef líklega hrópað nokkuð hátt, því að nú skrifaði hann hratt: — Nei, nei, en þú veist að það er engum hægt að treysta. Nú varð ég reiður og sagði hon- um fulla meiningu mína um ill- girnishjal hans um aðra. En þá fór „Eij skal vera ausju þín oq eyru Eg þreifa fyrir mér út að glugg- anum. Ekki til að horfa út, því að ég get ekki séð. En ég ætla að finna á rúðunni hve kalt er úti. Eg finn frostrósirnar. Og það gefur mér svo þægilega kennd um að heitt er í stofunni. Svo þreifa ég fyrir mér og kemst að hægindastólnum mín- um aftur og næ í stóra bók til að lesa. Eg legg hana á hnén og læt fingurgómana þukla á upphleypt- um punktunum. Eg hef ofurlitla skímu á vinstra auganu.. Eg sé ekkert greinilega en verð -var við birtuna. Eg sé þegar ljós er kveikt eða slökkt. Til vinstri við stólinn minn hefur verið settur lítill lampi með sterku ljósi. Þegar einhver hringir dyrabjöllunni þá kviknar á lampanum. Og það sé ég ef ég sit á mínum stað í stólnum, og þá get ég farið til dyra. Eg heyri nefnilega ekki þegar dyrabjallan hringir. Eg er blindur og heyrnarlaus. Það er ömurlegt á- stand — að vera bæði blindur og heyrnarlaus, að hafa aðeins þrjú skilningarvit. En það nægir ef mað- ur hefur nægilegt lífsþor og á gott fólk að, sem sýnir manni ástúð og hjálpsemi. Og ég er svo heppinn að eiga svoleiðis fólk að. Fyrst og fremst konuna mína, hana Elsu. í kvöld er hún að sjá kvikmynd. Sem ofurlítinn þakklætisvott fyrir allt sem hún gerir fyrir mig, bið ég hana eins oft og efnin leyfa að kaupa sér eitthvað gott eða skoða kvikmynd. En ég hefði líklega ekki átt að ýta undir hana í kvöld. Það er sjálfsagt skelfing kalt úti. Eg hrekk við. Lampinn lýsir lengi, og svo kemur snöggur blossi á eftir. Það er merkið sem hefur verið aftalað við systkini mín og nokkra góða vini. Annars er ég ekki vanur að opna þegar venjuleg hring ing er við dyrnar. Eg þukla fyrir mér fram í göngin og býst við að hitta einhverja af systrum mínum, því að þær koma svo oft til mín. Kuldagustur kemur úr dyrunum þegar ég opna, hönd tekur í hönd- ina á mér og ég finn skrifað í lóf- ann á mér: „Það er Harry". Mér finnst einhverskonar sigurvissa í snertingunni. Hann kemur inn, hengir af sér yfirhöfnina í anddyr- inu. Við setjumst inn í stofuna og hann skrifar í lófa minn: að koma óðagott á hann og hann sagðist verða að fara á fund. Áður en hann fór spurði ég aftur: — Það er vonandi ekkert að. Ég á við: þú hefur ekki heyrt neitt misjafnt um Elsu? Hann svaraði bara nei og fór. Ég man ekki hvort hann bauð góða nótt. Ég komst í hugaræsing við þessa heimsókn. Ég reyndi að halda á- fram að lesa, en mér tókst ekki að láta hugann fylgjast með upp- hleyptu punktunum á bókinni. Ein eða tvær setningar — og svo var hugurinn kominn í annað. Elsa. Var hún kannske orðin þreytt á að stjana við mig, snúast kringum heyrnarlausan og blindan mann? Hafði hún leitað sér lífsgleði ann- arsstaðar? — Ég sat auðum hönd- um og hugsaði.... Við vorum bæði komin yfir fertugt. Þegar ég var um þrítugt og missti heyrnina, yfirgáfu gömlu vinirnir mig. Mig tók þetta sárt og fór að leita samfélags við aðra, sem líka höfðu slæma heyrn. f þeim hóp var mér sagt frá myndarlegri heyrnardaufri stúlku langt norður í landi. Ég tók upp á því að skrifa henni og ég fékk svar! Við skipt- umst á fjölda af bréfum, og við vorum merkilega sammála um flest. Næsta sumar fór ég norður til að hitta bréfafélaga minn. — Og svo að ég noti ekki óþörf orð: við trú- lofuðumst. Þegar ég fór aftur höfð- um við hvort um sig einsett okkur að reyna að spara, til þess að geta reist bú. Svo leið ár og okkur kom saman um að bíða eitt ár enn, án þess að hittast, því að það var langt á milli okkar og ferðin dýr. En svo skeði það hræðilega, að ég missti heyrnina alveg. Þegar ég hafði náð mér eftir þetta áfall skrifaði ég Elsu og sagði henni hvernig komið var. Ég lauk bréfinu svona: ,,Og nú veistu að þú ert leyst frá öllum loforðum við mig." Ég beið eftir svari í tólf daga. Hún hugsar líklega vandlega um þetta, sagði ég við sjálfan mig dag eftir dag. Þá kom símskeytið: „Mættu mér á járnbrautarstöðinni í kvöld. — Þín Elsa." Og hún kom. Hún hafði ekki getað komið fyrr, því að hún varð að selja saumastofuna sína. Það tók tíma. Hún sagði við mig: ¦— Nú giftumst við og ég skal vera mér eyru! Veslingurinn. Og hún sem hafði átt svo erfitt uppdráttar vegna þess að hún heyrði svo illa. En svona var hún: — hugrökk, sterk og hjarta- góð. Við giftumst í kyrrþei. Okkur leið vel saman. Verulega vel. Kannske of vel til þess að það gæti orðið lengi. Að minnsta kosti fór mér nú að fara aftur með sjón. Hún fór hraðversandi, það stafaði af því að ég hafði sykursýki, sögð*i lækn- arnir. Loks varð ég að hætta að vinna. Nú eru fimm ár síðan, og af sjóninni er ekkert eftir nema ofur- lítil skíma á vinstri auga. Og nú var Elsa kannske orðin þreytt á öllu saman? Á öllu því, sem hún varð að gera fyrir mig. Átti ég líka — eins og svo margir blindir og heyrnarlausir — að lenda á hæli eða einhverjum þesskonar stað? Fara á burt frá öllu því, sem mér þótti vænst um. Drottinn minn, hlífðu mér við þessu. Ég fann allt í einu kaldan gust frá dyrunum, sem voru opnaðar. Þegar Elsa kom heim var ég alltaf vanur að fara fram og hjálpa henni úr kápunni. En nú sat ég kyrr. Hún kom inn, tók báðum höndum um höfuðið á mér og kyssti mig á nefbroddinn. Svo skrifaði hún í höndina á mér: — Er eitthvað að. Þú ert svo dauflegur. Ertu veikur? — Nei, svaraði ég stutt. Ég fann að hún horfði á mig. — Hefur nokkur komið hingað? — Já, Harry. — Jú, datt mér ekki í hug. En hvernig komst hann inn? Ég sagði henni hvernig hann hefði gabbað mig. Hún sagði: — Við verðum að taka upp nýtt merki. En annars — ég þarf að tala við þig um nokkuð. — Eitthvað alvarlegt? — Æ-já — það verður að verða endir á þessu. Nú kemur það, hugsaði ég með mér, nú hrynur allt yfir mig. Verð ég maður til að afbera það?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.