Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Page 9

Fálkinn - 04.09.1959, Page 9
FÁLKINN 9 — Hvaðter það, Elsa — endir á þessu, segir þú? Hún ýtti við hnánum á mér og lagðist á hnén fyrir framan mig. Ég fann hve ísköld hún var en reyndi að vera rólegur. Ég verð að tala við þig um þetta, því að ég er orðin leið yfir því og get ekki þolað það. — Nei, láttu það koma. Ég verð að reyna að afbera það. Flýttu þér — flýttu þér. Þegar hún fór að skrifa aftur fann ég að hún var hissa. — Hvað er þetta — hvað gengur að þér? Þú hrópar svo hátt — og þú svitnar! Ég svaraði ekki og hún skrifaði áfram: — Það eru þessar kvikmynda- ferðir, sem ég vil tala við þig um. Það er ekki alltaf sem ég hef farið í kvikmyndahús, en ég hef ekki viljað segja þér það. — Hvar hefurðu þá verið? — Mér var erfitt um að tala. — Ég hef oft komið of seint, eða þá að allt hefur verið útselt. En til þess að baka þér ekki vonbrigði hef ég gengið um göturnar og skoðað í búðargluggana. Stundum hefur líka verið svo kalt úti að ég hef farið í kaffihús. Ég veit að þú held- ur að ég hafi mjög gaman af þess- um kvikmyndaferðum, en hér eftir ætla ég að neita að fara! Geturðu ekki skilið það, maðurinn minn, að ég vil miklu heldur sitja heima hérna í stofunni okkar en að rápa í kvikmyndahús.... Ég hafði hallað höfðinu niður á öxlina á henni. Ég gat engu svarað. Það var eitthvað sem lokaði háls- inum, svo að ég tók andköf. Tárin brutust fram. Ég minntist orða'nna hennar, sem hún sagði þegar ég missti sjónina: Ég skal vera þér eyru og augu, og ég skal alltaf gæta þín! Og þarna sat ég, syndugur maður, og hafði hugsað svo ljótt um hana! Ég faldi andlit mitt af blygð- un. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta. Svo þrýsti ég höfði hennar að mér, og hún sat við hliðina á mér. Svona sátum við — ég veit ekki hve lengi. Og ég hvíslaði að henni: Ástin mín. Elsku unnustan mín. Hún kinkaði kolli. — Segðu meira, góði. — Elsku húsmóðir min — hjúkr- unarkonan mín — konan mín. Þú ert mér alt. Elsa stóð upp, tók í hárið á mér og hristi mig fram og aftur. Og svo skrifaði hún í lófann á mér: — Þú hlýtur að vera svangur. Nú ætla ég fram og búa til góðan kvöldverð. Við skulum gera okkur notalegt kvöld. Engin hjón geta átt jafn notalega æfi og þú og ég. Að- eins þú og ég. * Skrítlnr —• Nei, Hansen, þetta má ekki við- gangast lengur, sagði forstjórinn. Þetta er i þriðja skiftið í savia mán- uði, sem þér biðjið um greiðslu fyrir- fram af kaupinu yðar. — Já, en konan mín er alltaf að biðja um peninga. — Má ég spyrja hvað hún gerir við alla þessa peninga? — Já, það er guðvelkomið að þér spyrjið hana að því. Það er meira en é,g þori að gera. leik. Töframaðurinn bað mann úr saln- um að koma upp á pallinn og fékk léð úrið hans, vafði rauðum silki- klút utanum það og hélt því upp að eyranu á manninum. — Eruð þér nú sannfœrður um að úrið sé innan í klútnum? spurði töframaðurinn. — Já, svaraði maðurinn. — Eg heyri að það gengur, og það finnst mér stórfenglegt töfrabragð, því að fjöðrin i því hefur verið slitin í marga mánuði. Síminn hringdi og nýja simastúlk- an sýndi ekki á sér snið til að svara. — Hversvegna svarið þér ekki þeg- ar síminn hringir? spurði forstjór- inn ergilegur. — Af því að &g hugsa að síminn sé til yðar, svaraði hún. — Enginn af kunningjum mínum veit að ég hefi ráðið mig hingað. HRAÐVIRKAR VEGSTEYPUVÉLAR. — Hin hraða bílafjölgun krefst betri og breiðari vega úr steinsteypu, til bess að bola slitið. Steypuvélarnar verða fullkomnari ár frá ári, verða lirað- virkari og steypa betur. Þessi mynd var tekin af nýtísku bílavegi milli London og Birmingham. Þrjár vélar steypa veginn, eftir að undirstaðan liefur verið gerð. Sú fyrsta dreifir steypunni á átta metra breitt svæði, sú næsta sléttar yfirborðið og loks kemur sú briðja, sem fágar það með rammagnásveifluvél. Er bað nýung, sem þykir gefast ágætlega. — Eg heyri að þú hafir keypt sjónvarpstœki til að halda börnun- um heima, sagði maðurinn við ná- grannann. — Dugði það? Já, að vissu leyti. Nú fara þau ekki út fyrr en stöðin er hœtt að senda á kvöldin. — Nú er pláss fyrir þig í baðklef- anum, Einar. — Heyrðu, pabbi, hver er munur- inn á bjartsýnum og bölsýnum manni? — Það skal ég segja þér. Ef þú setur bita af svissneskum osti fyrir framan þá, sér sá bjartsýni ostinn, en sá bölsýni sér ekkert nema hol- urnar í honum. — Hversvegna geturðu ekki gert eins og hinir drengirnir og skrópað úr spiltímunum? — Kvað kostar þetta efni, spyr gamla konan. — Sjö krónur meterinn, svarar af- greiðslustúlkan. — Seytján krónur.. Það er of dýrt. Eg borga ekki nema fimmtán. — Yður misheyrðist. Það voru sjö krónur en ekki seytján. — Það er allt of dýrt. Eg skal borga fimm. . d Agneta og marmennillinn

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.