Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 11
FALKINN 11 Tír-fr-fr LITLA SAGAN ^*^ Ástamál Ekki var hægt að hugsa sér betri vinstúlkur en Möggu og Karen. Þær höfðu aldrei leynt hvor aðra neinu, og aldrei sagt styggðarorð hvor við aðra. Þær voru saman í skólanum, saman í bíó, og væri nokkur samkoma í kauptúninu, voru Magga og Karen þar saman. Þetta var fyrirmyndar vinátta — þangað til Pétur kom til sögu. Pétur var úr höfuðstaðnum, hann var hressilegastur af öllum strák- unum í bekknum, í þröngum, síð- um brókum. Það byrjaði með því að Magga varð að trúa Karen fyrir því. — Eg er svo bálskotin, sagði hún. — En hvað það var skrítið. Ég líka. O hverjum ert þú-------? — í honum Pétri vitanlega, sagði Magga. — í hverjum öðrum ætti eg að vera skotin? — En það er ég nú líka, sagði Karen. Það varð einhver kuldablær yfir þögninni, sem nú kom. Pétri var hins vegar Ijós sú stað- reynd, að Magga og Karen voru báðar lögulegustu hnákur, og innan fárra daga tókst honum að verða málkunnugur þeim báðum. Neist- inn í hjörtum Möggu og Karenar var orðirm að báli eftir viku, en að sama skapi kólnaði vináttan. Pétur reyndist vera slyngur stjórnvitringur. Hann skipti náð sinni jafnt milli aðdáendanna tveggja, og ýmist voru þær í myrkri örvæntingarinnar eða sjöunda himni, eftir því hvernig á stóð. Milli Möggu og Karenar var stríð yfirvofandi. Þær reyndu hvor um sig að gefa Pétri sem lakastar hug- myndir hvor um aðra, án þess að það tækist að hann afréði að hvorri hann ætti að halla sér. Hann lék fimlega eins og línudansari með til- finningalíf þeirra; einn daginn bauð hann Möggu i bíó, annan gaf hann Karen Coca-cola og kökur. Loksins, eftir þrjár óvissuvikur, var svo að sjá, sem Karen mundi sigra. Magga leið vítiskvalir af- brýðinnar og þær ágerðust eftir því sem hún varð vissari um, að or- ustan væri töpuð. Hún varð þung- lynd, missti matarlystina og var um tíma að hugsa um að fyrirfara sér. Yfirleitt var lífið henni plága. Hún talaði ekki nokkurt orð við Karen, og þvingaði sig til að líta aldrei í þá áttina, sem Pétur var. Þetta var eymdarlíf. Þangað til hún kom til Karenar í skólagarðinum, svo breytt að hún var varla þekkjanleg. Hún var blíð eins og kisa, augun ljómuðu í fyrsta skipti um langt skeið, og hún tók í handlegginn á Karen. — Ég má til að tala við þig, sagði hún og dró andann djúpt. — Þú getur ekki hugsað þér hve ástfangin ég er! Karen var fremur stutt í spuna. — Þarftu að segja mér það? Magga hló dillandi. — Þú held- ur kannske að það sé hann Pétur? sagði hún. — Afsakaðu að ég segi það — en hann er óþolandi. — Finnst þér það? sagði Karen snögg. — Hver er sá hamingju- sami? Magga mændi augunum út í bláinn. — Þú getur ekki hugsað þér hve myndarlegur hann er, sagði hún. — Þú getur ekki ímyndað þér það, fyrr en þú sérð hann. Nú er mér alveg ómögulegt að skilja, hvernig ég gat orðið skotin í honum Pétri. Hefurðu tekið eftir að hann er með grafbólu á hnakkanum? Og að eyrun á honum standa út? Karen sagði ekkert um stund. — Svei, ,sagði hún loksins. — Eins og það geri nokkuð til! — Og að skriftin hans er hræði- legt hrafnaspark, hélt Magga áfram. — Og að hann snýtir sér aldrei, en sogur upp í nefið. Auðsjáanlega háði Karen stranga baráttu við sjálfa sig. — Það er líklega eitthvað til í þessu, úr því að þú segir það. En hvernig á maður að sjá þesskonar fyrirfram. — Segðu mér nú hverj- um þú ert skotin í. Hvernig lítur hann út? Hvar á hann heima? Hvað gerir hann? Ég er að drepast úr forvitni. Magga horfði dreymandi augum og kvaldi Karen með því að bíða að svara, í hálfa mínútu. — Hann er hár og harðabreiður, sagði hún. — Hárið jarpt og hrokk- ið og hann hefur fallegar, mjall- hvítar tennur. Hann heitir Harry Kennth, og heimilisfangið er Globe * £itt af kHetju -x Eyðimerkurlandið Lybia Eitt af yngstu ríkjum veraldar og afkvœmi síðari heimsstyrjald- arinnar er Libya. Þetta er stórt land, seytján sinnum stærra en ísland, en strjálbýlla, því að íbúa fjöldinn er ekki nema 1,75 millj. Enda eru stór flœmi af landinu eyðimörk ein, níu tíundu hlutar landsins eru í raun réttri eyði- mörk og þar er fátt um manninn. Það er strandlengjan við Miðjarð- arhaf, milli Egyptalands og Tunis, sem er vel byggileg, og hálendið þar suður af er vel fallið til kvik- fjárrœktar. Landið skiftist í þrjá megin hluta: Tripolitania með 800 þús. íbúum, Cyrenaice með 330 þús. og eyðimerkurflœmin Fessan með 50 þús. íbúum. Stœrsta borgin í Libyu er Tripolis með 125 þús. íbúum og Bengasi nœst stcerst, með 65 þús. íbúum. Þegar Libya varð sjálfstœtt riki vildu báðir þessir bceir verða hbfuðborg, Tri- polis vegna þess að hún var stcerri en Benghasi vegna þess að kon- ungsœtti er úr þeim hluta lands- ins. Málinu lauk svo að báðir bœ- irnir urðu höfuðborgir. Landið er einkum byggt Aröb- um, en um 60 þús. Berbar eru þar, og af þeim 100.000 hvítum, sem eru í Libyu eru 90 þúsund ítalir. Mussolini lagði mikla áherzlu á að byg,gja Libyu, er hann réði þar og veitti fólki allskonar fríðindi fyrir að flytja þangað. Arabar lögðu þetta land undir sig fyrir nálcegt 1250 árum er þeir hófu hina miklu sókn vestur eftir Afríkuströnd og komust alla leið til Spánar. En þegar ríki þeirra fór í mola varð Libya sjálfstœtt ríki undir stjórn ýmissra Araba- höfðingja, unz Tyrkir náðu yfir- ráðum þar kringum aldamótin 1500. Þó óðu höfðingiarnir uppí sem áður og máttu heita sjálf- stceðir lengi vel, og Tripolis varð alrcemd sjórceningjaborg ekki síð- ur en Alzír og Tunis og hélst það fram til byrjunar 18. aldar. Eftir stríðið milli Tyrkja og ítalíu 1811 —12 lögðu ítalir landið undir sig og hugðust gera landið að blóm- legri nýlendu. En innfœddu höfð- ingjarnir veittu öflugt viðnám. Loks tókst ítalska hershöfðingj- anum Gaziani að upprœta and- stöðuna og hrekja höfðingjana á burt inn í eyðimörkina. Emirinn Sayed Idris hélt þó uppi andstöðu gegn ítölum áfram. Svo kom styrjöldin og árið 1942 urðu ítalir að hrökklast burt úr Libyu, en Bretar og Frakkar tóku við yfirráðunum. Eftir að UNO var stofnað tók það í orði kveðnu að sér stjórn landsins, en Bretar önnuðust hana þó aðallega. Árið 1940 var Syed Idris viðurkenndur sem emir yfir austasta hluta strnd arinnar, Cyrenaica og á aðfanga- daginn 1951 var öll Libya viður- kennd sjálfstœtt ríki og Sayed Idris el Senussi tók sér konungs- nafn. Libya er bandaríki þriggja lands hlutanna, Tripolitaniu, Cyrenaicu og Fessans. Þingið er í tveimur deildum, í öldungadeildinni sitja 24 — frá hverju sambandslandi — en í neðri deild eiga að vera einn þingmaður fyrir hverja 20000 íbúa. Aðeins karlmenn hafa kosn- ingarétt. Ráðuneytið ber ábyrgð gagnvart konunginum og verður að hafa traust meirihluta þings- ins. Arabiska er aðalmálið í Libyu og 90% íbúanna er múhameðstrú- ar. Meiri hluti Arabanna er hvorki lces né skrifandi, af kvenþjóðinni er aðeins 1 af hverjum 10 lces. Libyumenn eru bœndaþjóð. Með fram ströndinni lifir fólkið á á- vaxta- og kornrœkt, döðlur eru mikil útflutningsvara. En þegar fjœr áregur sjónum er kvikfjár- rcektin aðalatvinnan, einkum sauðfjár og geita. Iðnaðurinn er einkum heimilisiðnaður, og íbcej- uhum er mikið um ýmiskonar leð- uriðnað og silfursmiði. Þjóðin er fátcek og heilsufarið miög bág- borið, einkum er barnadauðinn mikill. Augnasjúkdómar eru land- plága i Libyu. UNO hefur lagt mikið kapp á að greiða fyrir fram- förum atvinnuveganna og aukinni menntun, en lítið hefur unnizt á, enn sem komið er.. Studios, Hollywood. Hann leikur aðalhlutverkið í „Hetjan frá Alcali", sem verður sýnd í fyrsta sinn í kvöld. Ætlarðu að koma með mér? Ég býð! — Vitanlega kem ég með þér. Eiginlega átti ég að fara með Pétri í bögglakvöld, en skítt veri með það og svei því . . . . Vitið þér ...? að yfir 5000 menn starfa við sama blaðið? Það er rússneska blaðið „Pravda" (Sannleikurinh), sem hefur svona margt fólk í þjónustu sinni. Við blaðið starfa 5.637 manns. — Rúss- nesku blöðin leggja þó ekki mikla áherzlu á að flytja fréttir fljótt. En hinsvegar er lesmálið vegið og met- ið miklu nákvæmar þar en í vest- rænum blöðum. að nú geta stór hafskip siglt inn í miðja Norður-Ameríku? Þetta hefur gerzt síðan St. Lawr- encefljótið var gert skipgengt frá Montreal til Ontariovatns, en frá þeim mannvirkjum var sagt hér í 18. blaði. Þegar leiðin var gerð skip geng smærri skipum, 1848 voru flóð gáttirnar 21, en nú eru þær ekki nema 7. Nú geta 9000 lesta skip siglt alla leið til Chicago, næststærstu frá Atlantshafi. En galli er þó á þessari skipaleið: ísinn lokar henni 4 mánuði af árinu. — Hversvegna haldið þér, að þér hafið hæfileika til að leggja stund á sendiráðsstörfin? spyr ráðuneytis- stjórinn. — Það skal ég segja yður. Eg hef verið giftur í fimmtán ár, og konan mín heldur enn að ég eigi veikan vin, sem ég heimsæki tvö kvöld í viku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.