Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Gordon tók undir handlegginn á henni og leiddi hana út að bílnum. Hún var gift Goroon. Hún leit auðmjúklega til hans út undan sér. Hann var ekki eins fallegur og Glen, en nú gerði hún sér ljóst, að hún hafði aldrei séð jafn karlmann- legan mann. Þrótturinn geislaði frá honum og hún fann sig örugga í návist hans. Hún vissi að hún gat treyst honum. Samt var henni svo und- arlega órótt. En hún sagði við sjálfa sig að það kæmi af því, að þetta hefði borið svo óvænt að. Hún hafði verið að halda brúðkaup sitt. Og marga komandi mánuði, kannske heilt ár eða meira yrðu örlög hennar háð Gordon Westwood. Hún varð að temja sér að tala um hann sem manninn sinn. Og allt í einu óskaði hún þess að Gordon en ekki Glen væri faðir barnsins, sem hún gekk með. Hún varð hrædd við þessa til- hugsun. Hún mátti ekki hugsa svona. Gordon elskaði Aline del Monte. Anna einsetti sér að gleyma því aldrei að þetta hjónaband var ekki annað en viðskiptasamningur. Það var barnið, sem Gordon vildi eiga. Ekki hún sjálf. „Ertu þreytt?" spurði hann allt í einu. „Nei — ekki mjög," svaraði hún hikandi. „Mér datt í hug að við gætum borðað dálítinn kvöldverð eða síðla miðdegisverð eða hvað mað- ur á að kalla það," sagði Gordon í léttum tón. „Við verðum að drekka skál fyrir brúðkaupinu okkar. Það er ástæðulaust að gera þetta að leið- inda-atburði, eða finnst þér það, Anna?" „Nei," svaraði Anna og hló, og henni fannst sjálfri hláturinn óþarflega innilegur. „Það er víst venjan að borða saman þegar viðskipti hafa verið gerð," bætti hún við. En það vakti furðu hennar að svipur Gordons breyttist í einni svipan við þessi orð, og hún fór að velta fyrir sér, hvort Framh. FALKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og li/s—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. ^rXr>(r^r>(r^r^X-^-^r^r^^r Félagsprentsmiðjan h.f. ±rmP^J^^Jm^'^*P^^^^^^^mu*f^^^^^^*P^»m^^Jm^mm^^^mnAf Skattskrá Reykjavíkur árið 1959 er til sýnis í Skattstofu Reykjavíkur, Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, frá laugardegi 29. ágúst til föstu- dags 11. september, að báðum þeim dögum með- töldum, alla virka daga frá kl. 9—16, nema laugar- dagakl. 9—12. I skattskránni eru eftirtalin gjöld: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, tryggingargjald, slysatryggmganðgjald atvmnurekenda, iðgjald til atvinnuleysistryggingarsjóðs og skyldusparnaðar- gjald. Innifalið í tekjuskatti og eignarskatti er 1 % álag til Byggingarsjóðs ríkisins. Kærufrestur er tvær vikur og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur, eða í bréfakassa hennar, í síðasta lagi kl. 24 föstudaginn 11. septem- ber. Reykjavík, 29. ágúst 1959. Skattstjórínn í Reykjavík. avi >f >f>f Xr 'XrXr Xr >f Bráðum byrja skólarnir og telpunum þykir mikið undir því komið að vera í laglegum kjólum þegar þær setjast á skólabekkinn aftur eftir sumar- leyfið. Hérna eru þrjár fyrir- myndir til athugunar, og von- andi finnur einhver þeirra náð fyrir augum vandlátu stúlkn- anna. Til vinstri er jerseykjóll, einlitur með röndóttri treyju, hæfilegur á 15—16 ára stúlku. — f miðju kjóll úr köflóttu ef ni, með breiðu leðurbelti, sem sama efni og í kjólnum er dreg- ið gegnum. — Kjóllinn til hægri er úr terylene. Hann er með gylltum hnöppum og belt- ið með stórri sylgju. Mikið fleginn, svo að ágætt er að nota prjónapeysu með honum í kuld- anum. >f >f >f Xr >f Xr >f >f Import-Export Agency SKORIMPEX Lodz, 22 Lipca 74, Poland. Símnefni: Skórimpex Lodz. Vér mælum með og seljum: Hráar, blautsaltaðar SVÍNSHÚÐIR með burst. Pólsk matsvara, öll fita vandlega hreinsuð burt. Vigt allt að 2,5 kg. Vigt frá 2,5 til 3 kg. Vigt frá 3 kg. og 'þar yfir. Flatarmál frá 50 til 55 fer-dcm. Hrá BIFURSKINN — þurrkuð, fláð með sérstakri „sack" aðferð, hárið hvort heldur út- eða innhverft. S t æ r ð i r : Frá 55 til 60 cm. lengd Frá 60 til 70 cm. lengd lengri en 70 cm. Sundurliðuð tilboð send þeim sem þess óska. Gjörið svo vel að leita fyllri upplýsinga hjá Sendiraoi Pólska Alþýoulýoveldisins, Holsvallagötu 55, Reykjavík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.