Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Side 14

Fálkinn - 04.09.1959, Side 14
14 FÁLKINN CTSVARSSKRÁ 1959 Skrá um aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík árið 1959 liggui frammi til sýms í gamla Iðnskólanum við Vonarstræti frá laugardegi 29. þ.m. til föstudags 11. sept. n.k., alla virka daga kl. 9 f.h. til kl. 5 e.h., laugardaga þó kl. 9—12 fh. Ufsvarsseðlar verða bormr heim til gjaldenda næstu daga. Athygh skal vakm á því, að á útsvarsseðlum gjaldenda eru mnborg- anir fram til 22. þ.m. dregnar frá álögðum útsvörum, og er gerður fyrirvari um skekkjur, sem kunna að hafa orðið. Tekið skal þó fram, að af mörgum ástæðum getur farizt fyrir, að gjaldseðill komi í hendur réttum viðtakanda, en það leysir vitaskuld ekki undan gjaldskyldu. Frestur til að kæra yfir útsvörum er að þessu sinni til festudagskvölds 11. sept. n.k., kl. 24, og ber að senda útsvarskærur til mðurjöfnun- arnefndar, þ.e. í bréfakassa Skattstofunnar í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu, fyrir þann tíma. Þeir, sem kynnu að óska eftir upplýsmgum um álagningu útsvars síns, skv. síðari málslið 2. mgr. í 21. gr. útsvarslaganna, sendi skrif- lega beiðni til niðurjöfnunarnefndar fyrir sama tíma. Niðurjöfnunarnefnd verður til viðtals á Skattstofunni kl. 9—12 fyrir hádegi og kl. 2—4 eftir hádegi alla virka daga, laugardaga þó kl. 9—12 f.h., meðan útsvarsskráin liggur frammi samkvæmt fram- ansögðu. Borgarstjórinn í Reykjavík, 28. ágúst 1959. Flugið... Framh. af bls. 3. flugmenn heim til íslands frá Kan- ada. Þeir hafa meðferðis litla flug- vél, til tryggingar því, að þeir fái eitthvað að starfa á íslandi. Þegar heim er komið verður það ljóst, að ekkert er fyrir þessa menn að gera. Þá taka þeir sig til, með hjálp vina og vandamanna, og stofna nýtt flug- félag, Loftleiðir. Formaður stjórnar þess og einn helzti forystumaður um langt árabil verður hinn góð- kunni iðnrekandi, Kristján Jóhann Kristjánsson, en núverandi fram- kvæmdastjóri, Alfreð Elíasson, átti sæti í stjórninni frá öndverðu. Þetta nýja félag hóf flug á leið- um, sem fyrr höfðu ekki verið farn- ar í lofti, og fyrir tæpum áratug, þegar stjórnarvöld íslenzk skipta flugleiðum milli hinna tveggja fé- laga hér innanlands, töldu Loftleið- ir, að hlutur þeirra væri fyrir borð borinn og annaðhvort væri að gera, að leggja árar í bát eða einbeita sér að utanlandsferðum 9 sinnum í viku hverri milli meginlanda Ev- rópu og Ameríku með viðkomu í Reykjavík. Á þeim árum, sem nú eru liðin frá því er þessi tvö flugfélög ís- lenzku voru stofnuð, hafa þau flutt um 850 þúsund farþega, eiga skrif- stofur í 10 erlendum stórborgum og hafa rúmlega 500 manns í þjón- ustu sinni. Fjörutíu ár eru stuttur tími í þróunarsögu mannsins á jörðinni, en þegar horft er til baka, þangað, sem þeir stóðu bræðurnir tveir, Orville og Wilbur Wright, fyrir rúmlega hálfri öld og hugsað til þess, sem við horfum á í dag, þá hljótum við að verða sammála um, að einn af hinum miklu áföngum á leið mannsins til framfara hafi ver- ið sá, sem náð var 17. dag desem- bermánaðar árið 1903 og að flug- takið hans Faber af grasvelli Vatns- mýrarinnar 3. september 1919 hafi verið einn af eftirminnilegustu dög- unum í sögu íslendinga. S. M. FILIPPSEYJAR__________ Framh. af bls. 5. Filippseyjar eiga mikinn auð í skógum sínum en hafa lítið notað þá auðlegð hingað til. En nú eru að rísa upp sögunarmyllur og kross- viðargerðir, og um 65.000 manns hafa atvinnu af skógarhöggi. Fisk- veiðum Filippseyja hefur mikið fleygt fram á síðustu árum, þar á meðal fiskrækt í tjörnum. Árið 1953 hafði fjöldi barnaskóla tvöfaldast frá því fyrir stríð en framhaldsskóla þrefaldast og auk þess starfa margir einkaskólar, þannig að nær milljón unglinga fær kennslu ár hvert. í heilbrigðismál- um hafa orðið afar miklar framfar- ir ekki síst fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna, sem hafa léð fjölda sér- fræðinga til þess að koma nýju skipulagi á. Sjúkrahús hafa verið reist víðsvegar um landið og lækn- um fjölgar. Þrír sjúkdómar voru þjóðarplága á Filippseyjum: holds- veiki, berklaveiki og malaria. Sið- an fyrir stríð hefur dauðsföllum fækkað um 38 af hundraði. Nú rek- ur stjórnin 80 sjúkrahús á eyjunum, en auk þess starfa þar yfir 200 einkaspítalar og 9 holdsveikrahæli. íbúar Filippseyja eru flestir af malayakyni, en innan þess er fjöldi kynþátta, svo að fólkið er talsvert ólíkt og tungurnar margar. En um það verður ekki deilt, að Filipps- eyingar eru sú malayaþjóð, sem lengst hefur komizt í allri menn- ingu. Á Filippseyjum eru nær allir læsir og skara þannig fram úr ýms- um svonefndum menningarþjóðum. Alþýðufræðsla mun til dæmis vera betri á Filippseyjum en á Spáni. Síðan Filippseyingar fóru að taka þátt í alþjóðamálum hafa þeir unn- ið sér virðingu og álit vestrænna þjóða. Til dæmis hefur Filippseyja búi orðið forseti þings Sameinuðu þjóðanna. Trúlofunarhringir Ijósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina, Eterna. Laugavegi 50. — Reykjavík. Þar sem áður var frumskógur hefur stjórnin látið ryðja og ræsa fram landið og stofnað nýbýlahverfi, og sést eitt þeirra hér að ofan.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.