Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Jón Eyþórsson flytur ræðu við bautasteininn á Kili. Geir G. Zoéga reistur bautasteinn á Kili FERÐAFELAG Islands hefur reist bautastein á Kili til minningar um Geir G. Zoéga, vegamálastjóra, sem var forseti Ferðafélagsins í 22 ár. Þegar steinninn var afhjúpaður efndi félagið til ferðar á Kjöl og bauð þangað ekkju Geirs Zoéga og börnum hans. Minnismerkið er granítsúla, sem komið er fyrir á grágrýtissteini. Er steinninn metri að hæð, en súlan er 2,20 m. Er víðsýni mikið frá þeim stað, þar sem bautasteinninn er. Efst á súlunni er merki Ferða- félags íslands. Þá er letrað á hana nafn Geirs G. Zoéga, fæðingardag- ur og dánarár og hvenær hann var forseti F.í. Fjölmennt var á Kili, þegar steinninn var afhjúpaður. Jón Ey- þórsson, núverandi forseti Ferðafé- lagsins, flutti ræðu, þar sem hann minnfist hins mikla og ágæta starfs Geirs G. Zoéga í þágu ferðamála og annarra málefna. Sagði hann m. a., að Geir hefði átt frumkvæðið að því að almenningi gafst kostur á að ferðast um Kjöl og að Ferða- félagið reisti fjóra skála sína í nánd við þann veg. — Tvö börn Geirs, Bryndís og Geir Agnar þökkuðu þann heiður, sem föður þeirra var sýndur. ÍSAQA — tnerkt Verksmiðjufélagið ísaga h.f. er 40 ára um þessar mundir. Tildrögin að stofnun þess voru þau, að um aldamótin síðustu tókst sænska verkfræðingnum og hugvitsmannin- um dr. Gustav Dalen að finna upp efni, sem gat dregið í sig og geymt sprengingarhættulaust Aceton-gas í stálhylkjum, en fram til þess tíma var aceton-gas talið svo hættulegt í meðferð, að það náði ekki veru- legri útbreiðslu, enda fékk upp- fyndingarmaðurinn sjálfur að kenna á því, því hann varð blindur við sprengingu. Hinsvegar var ace- ton-gas mjög nauðsynlegt til ýmsr- ar notkunar, svo sem til lýsingar, logsuðu o. m. fl. Aceton-gas er búið til úr karbíd. Dr. Dalen fann einn- ig upp sjálfvirk vitaljóstæki, sem tfifrirtœki 40 ára gengu fyrir aceton-gasi. Uppgötv- anir þessar þóttu strax ákaflega mikilsverðar og breiddust óðfluga út vegna yfirburða þeirra, enda hlaut dr. Dalen nóbelsverðlaun fyr- ir. Setti hann á stofn verksmiðju- félagið AGA (Aktiebolaget Gas-Ac- cumulator) í Stokkhólmi, sem fram- leiddi gasið í hinum sérstöku gas- hylkjum og bjó einnig til vitaljós- tækin. Þegar í byrjun fyrri heims- styrjaldar (1914) voru þessi sjálf- virku Dalen-ljóstæki komin í flest- alla vita, sem þá voru á íslandi. En á stríðsárunum reyndist mjög örðugt um innflutning á aceton-gasi handa vitunum. í byrjun stríðsins (1914) var hér á landi farið að nota aceton-gas einnig til logsuðu og logskurðar! Strax að stríðinu loknu vildi þá- verandi vitamálastjóri, Þorvaldur Krabbe, koma á framleiðslu aceton- gass hér á landi, bæði til þess að tryggja rekstur vitanna og til log- suðunnar. Ræddi hann þetta við rík- isstjórnina og skrifaði stjórnarráð- inu um málið og lagði til að ríkið reisti aceton-gasverksmiðju. En rík- isstjórnin vildi ekki fallast á það, og varð þá úr, að hafist var handa af einstaklingum. Fékk Krabbe í lið með sér ýmsa merka áhugamenn þess tíma og naut auk þess mikilsverðrar aðstoð- ar sænska félagsins AGA, sem hafði einkaleyfi á framleiðslunni. Meðal stofnenda voru auk Krabbe þeir Sveinn Björnsson, síðar Forseti ís- lands, Þórður Edilonsson, héraðs- læknir, Ludvig Kaaber, landsbanka- stjóri, Ágúst Flygenring alþingis- maður, Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður, Gísli Johnsen stór- kaupmaðuur, Hai-aldur Böðvarsson útgerðarmaður, og Guðmundur Hlíðdal verkfræðingur. Hinn 26 júní 1919 komu 8 menn saman á fund, bundust samningum og á- stað, en endanlegur stofnfundur var haldinn 30. ágúst s. á. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir: Þorvaldur Krabbe, Sveinn Björnsson, Ágúst Flygengring og N. P.F. Westberg. Félaginu var gefið nafnið „ÍSAGA“ og kennt við Dal- enfélagið sænska ,,AGA“ á sama hátt og t.d. DANAGA i Danmörku og NOAGA í Noregi. Fyrsti formað- ur þess og framkvæmdastjóri var Þorvaldur Krabbe og gengdi hann því starfi þangað til 1937, er hann fluttist af landi burt, en þá tók við sem stjórnarformaður Guðmundur Hlíðdal póst- og símamálastjóri, en Valgeir Björnsson þáverandi bæjar- verkfræðingur varð framkvæmda- stjóri. Verksmiðjan var reist við Rauð- arárstíg í Reykjavík og vélarnar fengnar frá AGA í Stokkhólmi. — Gátu þær framleitt 4 teningsmetra af gasi á klukkustund. 23. janúar 1920 tók verksmiðjan til starfa. Fyrsta rekstrarárið (1920) voru framleidd 1300 kg aceton-gas, þar af til vitanna 830 kg eða 64%. Til samanburðar má geta þess að síðast- liðið ár (1958) voru framleidd rúm 65.000 kg aceton-gas, þar af um 7 % til vitanna, en 93 % til iðnað- ar. Árið 1935—36 varð að stækka aceton-gasstöðina upp í 14 tenings- metra afköst á klukkustund og reisa súrgasstöð með 12 teningsmetra af- köstum á klukkustund. Og árið 1948 varð enn á ný að stækka stöðina upp í 30 teningsmetra afköst á klukkustund. í stjórn h.f. ísaga eru nú þeir: Guðmundur Hlíðdal fv. póst- og símamálastjóri, Valgeir Björnsson hafnarstjóri og Þórður Einarsson fulltrúi. — Afsakið þér-----er dýralœkn- irinn heima? Nú líSur að hausti og þessar tvœr ungu stúlkur hlakkar vafalaust til skólans — en annað tilhlökkunarefni er þó trúlega ofar í huga þeirra. Nú líður að uppskerutímanum, því að þœr voru í skólagörðunum í sumar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.