Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 7
falkinn 7 var orðin býsna tuskuleg, því að hún hafði ekki haft ofan í sig að éta. En hún þvertók fyrir að koma heim aftur. — Ég vil komast á leiksviðið, mamma, hvað sem þú segir! sagði hún. Frú Bougeois sá fram á að hún yrði að láta undan, því að stelpan var svo ótrúlega einbeitt. En samt reyndi hún að lokka dóttur sína, með dálitlu, sem hún vissi að var freistandi. — Heyrðu Jeanne, sagði hún, — ég skal kaupa fiðlu handa þér og bú getur byrjað að læra á hana. Og þegar þú ert útlærð lofa ég því að ég skal ekki reyna að aftra því að þú verðir . söngkona. Jeanne fannst þetta ekki fráleit uppástunga, og eftir nokkurt þref fór hún heim til Enghien með móð- ur sinni. En Jeanne lærði ekki aðeins á fiðlu hjá kennara sínum. Hún lærði að syngja líka, og þegar móðir henn- ar sá fram á, að Jeanne var enn staðráðin í að komast á leiksviðið, bannaði hún henni að læra söng. Jeanne svaraði með því að svelta sig, og er hún hafði svelt sig um hríð varð móðir hennar og láta undan. Þó að Jeanne hefði ekki lifað neina sæludaga í fyrstu Parísar- ferð sinni, þráði hún samt að kom- ast á borgarstrætin aftur. Og hún var orðin leið á fiðluleiknum. Hún vildi komast út í hringiðu lífsins, en „lífið“ var fyrst og fremst í því fólgið að fá að syngja í kaffihús- unum í París. Eitt hafði hún lært. Hún vildi ekki vera auralaus, því að það var ekki að skapi hennar að betla. En hvernig átti þrettán ára stelpa að verða sér úti um peninga án þess að móðir hennar vissi? Kannske gæti hún selt blóm fyrir utan stóru leikhúsin, sem hún ætlaði að leika í síðar? SVO KEMXJR TÆKIFÆRIÐ . . . Snemma á hverjum morgni fór hún _ til Parísar og fyllti körfuna sína á blómatorginu, og einn daginn sat hún í lestinni á móti ungum manni, sem varð starsýnt á hana og blómakörfuna hennar. Hann fór að tala við hana og spurði hve mikið hún græddi á verzluninni og hvað fólk segði þegar það væri að kaupa blóm. Hvort hún ætlaði að halda áfram að vera blómsölustúlka? Jeanne leit reiðilega á hann. — Hvernig gat honum dottið sú fá- sinna í hug! Hún ætlaði að komast á leiksviðið — verða söngkona. — Hvers vegna hefurðu þá ekki reynt það? — Af því að ég þekki engan. — Það er ekki rétt, sagði ungi maðurinn. — Þú þekkir mig. Ég er dægurlagaskáldið Saint-Marcel, og ég skal minnast á þetta við vini mína í Casino de Paris. Hann gaf henni heimilisfang sitt og viku síðar heimsótti hún hann. — Ég hugsa að þetta takist, sagði hann áður en hún hafði sagt nokk- urt orð. — Þú skalt fá að reyna þig í einu skemmtiatriði, en af því að þú ert svo há og grönn, sagði ég að þú værir ensk. Ég hef meira að segja fundið nafn á þig. Það er bezt að kalla þig Tinguett, og af því að þú ert ensk kalla þeir þig Miss Tinguett. Miss Tinguett æddi beina leið í Casino de Paris, og vildi svo til að þar var æfing að byrja. Því ekki að láta hana reyna sig strax? Undirleikarinn leit efandi á hana, en það var hættulaust þó útlitið væri svona. Hún átti að vera í fyrsta atriðinu á leikskránni, og þá var venjulega ekki orðið kyrrt í salnum. Fólk kom alltaf á síðustu Nú skal víkja til biskups Ög- mundar, hver nú gjörðist ellimóður og sjónlaus, sendi hann upp á nýtt eptir Gizuri og tók við honum feg- ins hendi, því að hann hafði eng- an mann sem greinarvit hafði á að gegna hans reikningsskap, sem hann átti kóngdóminum að standa, því biskup Ögmundur bauð sér svo mikið, að hann átti að svara kóng- inum afgipt alls íslands fyrir iij ár: þá var hann eitt ár í Skálholti. Biskup gjörði þá Eirík prest Gríms- son að kirkjupresti, en gaf Gizuri góðan stakk til, að hann skyldi pré- dika þá - XII. mánuði. Annan vetr eptir sendi hann þennan sinn orð- inn djákna Gizur Einarsson og síra Lopt Narfason og Eyjólf Kolgríms- son gamalsvein til Noregs: voru þeir fyrir utan þá tólf mánuði. Gizur hafði mest gengi, því hann var einka erindreki Ögmundar biskups, hafði erkibiskupinn hann fyrir sinn lesdjákna. Einn tíma (að hans sjálfs sögn) bar biskup óvart að Gizuri, hann var að lesa í bók eins þeirra nýju lúthersku doktora, þá kölluð- ust; hann fletti snögglega í annan stað, þann sem þá vildi til; erki- biskup leit skjótt á þá opnu, sem uppflettist, fékk honum aptur, rannsakaði ei meir. Það hafði herra Gizur opt sagt, það mundi hafa horft sér til mikils háska, hefði erkibiskup litið þann locum, sem hann var að lesa, því vildi hann ekki hætta þar til optar, og fékk af þeim manni er hét Gísli Eyjólfs- son og þar var nálægur, einn ex- ul (útlagi), að smíða sér kistil að bókum sínum, þann gróf hann í jörð og lét bíða þar þangað til hann kvaddi Noreg. Það sama vor sem Gizur Einarsson og hans fylgjarar vildu út aptur til íslands, og þeir þrír stallbræður höfðu gott orðlof af erkibiskupi tekið, og voru til skips búnir; en þá einn af kóngsins rái, sem þá var í Noregi, er hét Eske Bilde, þá fyrir hann kom sú fregn, að þar væri menn, sem færi á milli erkibiskups og biskups Ögmundar, vildi láta rannsaka, ef þeir bæri bréf nokkur milli biskupanna; þá þysinn kom, ad guð Gizuri ráð, stundu og var að leita að sætunum sínum og tók ekki eftir því, sem gerðist á leiksviðinu. Miss Tinguett fékk að syngja nokkrar þjóðvísur, og hvað gerði það til þó að fólkið í salnum tæki varla eftir henni? Það gerði ekkert til, því að nú var hún komin á hann gat að snöggu bragði falið bréfið. Þar voru teknir þessir þrír menn, færðir af fötunum og leituðu á þeim sem að öðru þýfi á milli fóðranna og jafnvel í skónum, svo þeir voru teknir til fanga og í sinn sinn stað látnir hver. Eyjólfur hafði haft léttasta viðværi. Gizur geymd- ist einu lopti; hann átti bezt, því hann naut orða og tillagna þess Norska vildarmanns, sem hét M. Gebele, biskup til Björvin. Svo voru þeir iij nætur í þessu varð- haldi, eptir þær liðnar var lokið upp fyrir þeim, og fóru þángað sem þeir vildu, svo enginn lagði til þeirra úr því. Hefði það bréf fund- ist, og nokkuð inni staðið sem kóng- dóminum væri til mótblásturs og minkunnar, það hefði gilt þeirra líf. Um það skeið var mikill ó- kyrrleiki í Noregi, með því erki- biskup vildi taka sig upp móti kóngi, og hann fólk í hel slóu einn morgun kóngsins útsendara, hét herra Vincens, Biskups Ögmundar menn komust aptur með lífi og heilsu í ísland, til síns herra. Til sönnunar á saðri fángan, og bréfs eptirleit á þeim íslenzku, er til sýn- is copia af sendibréfi Ögmundar biskups til meistara Geble, biskups í Bergen, 1537: „Mikillea þökkum vér yðar herra- dæmi kæri vin fyrir margt vel gjört til vor alla tíð, og vorra þénara, einkanlega nú í síðasta fyrir vorn djákna Herra Gizur Einarsson; skulu vér þenkja til, með guðs hjálp, að halda yður skaðlausum um þá peninga þér hafið út langt, það fyrsta vér kunnum, en ómaklegir þykjumst vér hér við taka; treyst- um vér nú ekki að senda yður neina peninga, meðan svoddan ófrið er, en þó undirbindumst vér með þessu bréfi að nægja yður, þá vér kom- ums við, sem mögulegt er. Segið herra Magnúsi, hann skuli fá sína skuld það fyrsta vér getum, og vér megum senda vort fólk út, en vér biðjum yður kærlega sjá til bezta um vor hús, það viljum vér gjarnan með öllu góðu forskulda; hvað vér kunnum yður til vilja vera skulu þér alltíð finna oss reiðubúna.11 sviðið og söng! Miss Tinguett var í sjöunda himni. ÞAÐ GENGUR VEL. Hún var ráðin aftur nokkru síð- ar og nú var hún nr. 2 á skemmti- skránni. Þá var fólkið í salnum far- ið að kyrrast, og það kom fyrir að einhver klappaði. Frú Bourgeois var farin að láta sér skiljast, að þýð- ingarlaust var að malda í móinn. Dóttir hennar undi sér hvergi nema á leiksviðinu. Stúlkan með þjóðvísurnar lærði líka að dansa. Þá var auðveldara að fá að koma ein fram á sviðinu, og von bráðar voru skemmtistaðir úti á landi farnir að fala hana. Stundum var hún ráðin til heils mánaðar í einu, en nafnið hennar var enn prentað með smáu letri í auglýsingunum, og hún var látin koma fram milli kylfukastara og sverðagleypira. Þetta var erfið æfi og alls ekki holl, því að samkomuhúsin voru rök og dragsúgur í þeim. Jeanne hafði hugsað sér leikhúsvistina öðruvísi, þegar hún var drottningin af Saba heima hjá sér forðum. Samt missti hún ekki vonina um auð og frægð. Hún var sannfærð um að einhvern tíma stæði hún á stóru leiksviðunum frammi fyrir fagnandi áhorfendum. Nú var hún orðin tuttugu ára. Og árin liðu — en hún var ennþá jafn fjarri marki óska sinna og áð- ur. Fólk kallaði hana „mademoi- selle Miss Tinguett“, því að það hélt, að Miss væri skírnarnafn henn- ar. Þess vegna breytti hún nafninu í Mistinguett. Röddin var ekki fullnægjandi og þess vegna fór hún að leggja meiri áherzlu á dansinn og broslegt lát- bragð en áður. Og nú fóru vinsæld- ir hennar hraðvaxandi og forstjóri fjölleikahússins „Eldorado11 í París réð hana til sín fyrir svo gott kaup, að nú hafði hún nóg að bíta og brenna. Hún var grðin 25 ára og þótti undur fríð. Hún kunni að velja sér smekklegan fatnað við sitt hæfi og lagði mikla áherzlu á fagran lík- amsburð og háttvísi. Nú fóru henni að berast biðilsbréf úr ýmsum átt- um, en hún tók flestum þeirra fá- lega. Þó var þar ein undantekning. Hún varð ástfangin af ungum Braz- ilíumanni, Lima De Silva, syni ríks kaupsýslumanns. Þau eignuðust barn saman, dreng, sem hét Paul, og hann varð skæðasti keppinaut- urinn við leiklist hennar. En svo kom fjölskylda de Silva til skjal- anna. Málaflutningsmaður hennar tilkynnti, að Mistinguett fengi ekki umráð yfir barninu, því að fjöl- skyldunni þætti óforsvaranlegt að láta sonarson de Silva vera í umsjá varietestjörnu, sem væri á sífelldu flakki. Varð mikill rekstur út af þessu og lauk þannig, að Mistingu- ett missti réttinn til barnsins. Frú Elizabeth Bratt í London hef- ur farið í bíó á hverju einasta kvöldi, sem sýning hefur verið, í 26 ár samfleytt. Hún er lömuð og einn sonur hennar ekur henni i hjólastól á sýningu á hverju kvöldi og sœkir hana að sýningunni lokinni. Hún situr ávallt í sama sætinu. Hún var hyllt óspart eitt kvöldið fyrir nokkru, er kvikmyndastjórinn til- kynnti, að hún hefði Englandsmet í kvikmyndasókn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.