Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 8
8 FALKINN EKKI hafði ég hugmynd um að Fred Smith var að skrifa sögu þorpsins Hoyo Hondo, fyrr en hann kom inn í tjaldið mitt eitt kvöld og sýndi mér handritið. Þá hafði leið- angurinn okkar starfað að rann- sóknum Maya-rústanna í San Nicol- as í þrjá mánuði. Ég las þetta handrit hans um kvöldið og ráðlagði honum að senda það til „National Georgraphical Magazine“. Hann gerði það, og svar- ið kom eftir nokkrar vikur. Ritstjórinn vildi auka ýmsu við það. Til dæmis væri fróðlegt fyrir lesandann að fá að vita nánar um þetta einkennilega fjallaþorp í San Nical, þar sem svo margt af kven- fólkinu virtist dæmt til þess að pipra. — Og þér verðið að segja nánar frá þessum óskráðu lögum, sem banna ungu stúlkum að giftast að- vífandi mönnum, stóð ennfremur í bréfinu, — og um La Calle del Castiago, Útskúfunargötuna. Fred notaði hvert tækifæri til að ná sér í meiri upplýsingar og til að tala við innfæddu mennina, sem unnu hjá okkur. Eitt kvöldið var hann inni í þorpinu, sem var svo sem tvo kílómetra frá bækistöð okk- ar, og þar leitaði hann uppi gamlan mann, sem hét José Margino. — Segðu mér eitthvað frá fólk- inu þinu, sagði Fred. — Hversvegna viljið þið endilega lifa svona ein- angruð? Margino yppti öxlum. — Við eig- um þennan dal. Við erum af spánsk- um uppruna og það voru forfeður, okkar, sem fundu dalinn. Ef við hleypum öðrum hingað mundi verða of þröngt um okkur og of lítið um mat. Og við mundum ekki fá að lifa í næði hérna eins og hingað til. — Ég hef heyrt að stúlkunum hérna sá bannað að giftast aðkomu- mönnum? sagði Fred. — Já, það eru óskrifuð lög. — Þú verður að segja mér frá þeim. ÞAÐ kom stundum fyrir að ung stúlka skeytti hvorki um skömm — né heiður og giftist einhverjum að- vífandi manni, sagði Margino. — En þeim farnaðist alltaf illa. Enginn veit af hverju það stafaði, og eng- inn kærir sig um að fara að hnýsast í það. En við trúum á gömlu lögin, hérna í þorpinu. Við erum svo að segja í sambýli við gömlu musterin. Og í frumskóginum eru enn goð úr steini, frá þeim tíma að hjátrúin réð öllu, sérðu. — Segðu mér eitthvað af Útskúf- unargötunni. Hvernig varð þetta nafn til? -— Það varð til út af kvenmanni, sem varð brotleg við óskráðu lögin. Við getum farið til hennar og talað við hana ef þú vilt. Hún á heima hérna skammt frá. Fred var til í það. Og svo héldu þeir af stað inn í einkennilega og fornfálega götu. Margino barði á þunga mahogní- hurð. — Það er æfagamalt þetta hús, sagði hann. — Eitt af elztu húsunum hérna í þorpinu. Það ískr- aði í lömunum þegar hurðinni var lokið upp, og fyrst í stað fékk Fred ofbirtu í augun af Ijósinu frá lamp- anum, sem lyft var móti þeim. En svo varð honum litið á andlitið bak við lampann og stóð nú eins og fjötr- aður. Hann vissi áður hve fallegar sum- ar stúlkurnar í Hoyo Hondo voru, en enginn þeirra sem hann hafði séð var sambærileg við þessa. Svart hár, dimm augu, hörundið eins og ljósrauð te-rós — jæja, það gat ann- ars gilt einu. — Gott kvöld, padrecito. Hún brosti og kinkaði kolli til Marginos, svo leit hún spyrjandi á Fred. Marg- ino tautaði eitthvað, sem átti að vera einskonar kynning. Hún virtist hugsa sig um fyrst í stað, svo rétti hún Fred höndina. HÚN hét Locia Cambas, og var dótturdóttir konunnar, sem þeir — ætluðu að hitta. Lucia bauð þeim inn í stofu með gömlum mahogníhúsgögnum og ilmandi blómum. Fred fannst hann væri horfinn heila öld aftur í tím- ann. Frú Cambas, móðir Luciu, heils- aði honum og sagði nokkur orð. Svo settist hún við saumana sína aftur. HUGH B. CAVE: AST Hún hafði sótroðnað og horfði niður fyrir sig... or/ hjjikirú En Margino fór með Fred til gam- allar konu, sem sat auðum höndum úti í horni í stofunni. — Frú Higg- ins, sagði hann. — Higgins? hváði Fred. — Ekki er það spánskt nafn? — Frú William Higgins, já. Og svo kynnti Margino hinn unga vin sinn úr fornfræðingaleiðangrinum fyrir henni. Hún heilsaði honum með hreim- lausu ,,velkominn“. Svo benti hún með hendinni að hann skyldi fá sér sæti, og spurði hvað honum væri á höndum. — Þegar ég spurði senor Margino hvernig Útskúfunargatan hefði fengið þetta einkennilega nafn, svaraði hann því, að þér gætu kannske sagt mér það, senora, sagði Fred. Hún leit hvasst á hann og síðan til Luciu, sem var að raða blómum í skál, og til móður Luciu, sem ekki virtist sinna neinu nema hannyrð- unum sínum. — Jú, það get ég, sagði frú Higg- ins eftir drykklanga stund. — Gat- an fékk þetta nafn fyrir fjörutíu ár- um — og það var mér að kenna. Ég var ung þá — á líkum aldri og hún Lucia er núna. Og mér er sagt að ég hafi verið jafn laglegt þá og hún er núna. Fred leit á Luciu. Hún hafði sót- roðnað og var niðurlút. — Einn góðan veðurdag kom Ameríkumaður til Hovo Hondo, hélt frú Higgins áfram. — Hann hafði á- huga á Maya-menningunni fornu, alveg eins og þér. Hann leigði sér hús í þorpinu, og á hverjum morgni er hann var á leið inn í frumskóg- inn gekk hann þessa götu — hún hét Torggata þá. Og einn morgun- inn þegar ég var á leið á torgið til að verzla mættumst við, Bill Higg- ins og ég. FRED tók eftir hve hljótt var orðið í stofunni. Hann leit — útund- an sér til að reyna að sjá hvernig á því stæði. Lucia og móðir hennar störðu báðar á hann — þeim datt ekki lengur í hug að láta sem það væru blóm eða hannyrðir, sem þær væru að sýsla við. — Ég varð fljótlega viss um að ég vildi eiga þennan unga Ameríku- mann, og staðráðin í að láta engin óskráð lög aftra mér frá því, sagði frú Higgins. — En vitanlega sagði ég honum það ekki. Ég brosti bara til hans. Og hann þurfti ekki meira til að skilja mig. Hann horfði á mig eins og menn gera — ja, eins og þér, herra Smith horfðuð á hana dótturdóttur mína áðan. Nú varð enn hljóðara í stofunni. Svo stóð móðir Luciu upp og gekk til þeirra. Hún virtist gröm. — Nú ertu vist orðin of þreytt til að segja frá, mamma, sagði hún. — Þér getið kannske giskað á hvernig fór, hélt gamla konan á- fram án þess að sinna henni. — For- eldrar mínir vildu ekki af honum vita, og ég neyddist til að hafa stefnumót við hann úti um hvipp- inn og hvappinn. Fólkið í þorpinu hótaði honum öllu illu ef hann hypjaði sig ekki á burt. Loks struk- um við til höfuðborgarinnar, og þar vorum við gefin saman. Maðurinn minn fékk atvinnu við forngripa- safnið. Við vorum í sjöunda himni. Og svo eignuðumst við barn. Gamla konan leit á móður Luciu. — Svo var það einn daginn að hann var að vinna í safninu fram eftir kvöldinu, eftir að aðrir voru farnir, og þá datt stór Maya-steinmynd af stallinum án þess að nokkur sýnileg ástæða væri til þess. Þegar hann fannst lá hann dauður á gólfinu, og Maya- myndin ofan á honum. Ég skildi strax að það voru óskráðu lögin, sem höfðu dæmt hann til dauða, og nú var mér nauðugur einn kostur að fara heim til foreldra minna með barnið mitt. Og nú hafið þér fengið skýringuna á götunafninu. Útskúf- unargatan. Útskúfun mín. Nú virtist gamla konan vera orð- in þreytt og Margino gaf Fred merki um að þeir skyldu fara. Lucia stóð við dyrnar til að hleypa þeim út. — Þakka ykkur fyrir komuna. Ég hugsa að henni ömmu hafi þótt mjög vænt um að sjá ykkur, hvísl- aði hún lágt, en augnaráð hennar var svo hlýtt og innilegt þegar hún leit til Freds, að hann gat ekki gleymt því hvar sem hann fór næstu dagana. Hann hafði aldrei séð neitt jafn yndislegt og töfrandi og þessa ungu stúlku. Hugur hans hvarflaði sí og æ til Útskúfunargötunnar og hann vissi að hann mundi aldrei finna frið nema hann hitti stúlkuna aftur. EITT laugardagskvöldið fór Fred inn í þorpið, en í þetta skipti var hann einn. Það var einhvers konar skemmtun þar, og mikið gekk á í Útskúfunargötunni, en þegar hann nam staðar fyrir utan húsið, sem Lucia átti heima í og lyfti hendinni til þess að drepa á dyr, var allt hljótt í kringum hann. Og allir störðu á hann. I þetta skipti var það ekki Lucia sem kom til dyra heldur móðir hennar. Þegar hann spurði hvort unga stúlkan væri heima svaraði móðirin að hún væri háttuð, og hann varð að fara á burt aftur við svo búið. Á sunnudagsmorguninn sá hann hana í kirkjunni. Hún var þar með móður sinni og ömmu sinni. Stutta sekúndu mættust augu þeirra, en móðir hennar tók eftir því og lét hana líta undan. Þá kom Fred og fór að tala við mig. ■— Kannast þú við nokkurn forn- fræðing, sem heitir William Higg- ins? spurði hann mig. — Já, svaraði ég. — Það var ein- stakur dugnaðarmaður. Hann fann fjölda af merkilegum fornleifum í Quintana Roo. Skyldi frú Higgins vita hvað hann hafði fyrir stafni hérna?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.