Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 ☆ ☆☆ LITLA SAGAN ☆☆☆ Tækifærið mikla ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Hinn ríki og voldugi forstjóri Húðgeir Hólm var á ferli í allt öðru borgarhverfi en hann átti heima í. Allur er varinn góður; þessvegna hafði hann ekki farið í bílnum sín- um, — það gátu spunnist sögur, ef blái undrabíllinn hans sæist standa í Bertugötunni. Hann nam staðar við fornfálegt hús í Bertugötu, leit á númerið og brosti neyðarlega. — Jæja, þetta var þá númer 22, í þessum kumb- alda átti Pétur Arnórs heima. Ha, ha, — það var hægt að gráta af hlátri yfir því. Forstjórinn labbaði inn í portið, leit á nafnatöfluna. Pétur Arnórs bjó á annarri hæð. Hann gekk upp stigann. Á dyraspjaldinu stóð: Pétur Arn- órs, skrifstofumaður. Forstjórinn gat ekki stillt sig um að glotta. Hann hringdi, og dyrnar opnuðust fljótt. Ungur maður — það hlaut að vera Pétur Arnórs — var að fara út, og nú kom það á daginn að þetta var lítill aukvisi, rúmlega tvítugur. Hann virtist vera blóðlaus, en tals- vert spraðibassalegur. Húðgeiri Hólm varð hugsað til spikfeitrar konu sinnar. Það var kannske eitthvað til í þessu, að and- stæðurnar ættu vel saman. Þessi veslings písl, hann gat varla verið aumlegri en þetta. Húðgeir Hólm vék formálalaust að erindinu. — Þér eruð ekki blá-ókunnugur konunni minni, sagði hann. Pétur Arnórs varð ennþá minni og aumlegri, þarna sem hann stóð. Átti hann að þverneita, eða taka flengingunni. Hann var semsé ekki í neinum vafa um hver maðurinn var. — Eg vil þegar í stað benda yður á, sagði forstjórinn, — að ég er alls ekki kominn hingað til þess að gera yður neitt illt. — Þér eruð Pétur Arnórs, er ekki svo? Skrifarinn flýtti sér að hugsa. Hann gerði sér ljóst að hinn afbrýði sami eiginmaður mundi ekki svífast neins. Hann varð að finna ráð til að snúa sig út úr þessu. — Því miður, sagði mannpíslin, — en ég leigi bara herbergi hjá Pétri Arnórs. Hann er sjálfsagt úti. Forstjórinn var á báðum áttum. Það gat hugsast að maðurinn segði satt. — Þetta er viðvíkjandi sérstöku máli, sagði forstjórinn. — Þessi Pét- ur Arnórs skrifstofumaður hefur verið talsvert mikið með konunni minni upp á síðkastið. — Já, einmitt það? sagði Arnórs. Þessu trúi ég. Hann sagðist eiga að hitta frú Hólm inni á Röðli eftir klukkutíma og hlakkaði skelfing til. Frúin er digur eins og útblásin vindsæng. — Það er svo að sjá sem þér þekkið þetta, sagði forstjórinn. — Nei, ég leigi sem sagt bara hjá Arnórs, — hann hugsar um sitt og ég um mitt. En Pétur Arnórs var linur í hnjánum. Sá forstjórinn að hann var að ljúga, eða sá hann það ekki? — Gott og vel, sagði forstjórinn. — Viljið þér gera svo vel að taka á móti skilaboðum til Arnórs. Það stendur þannig á að mér kæmi mjög vel að hann stryki með konuna mína. Eg vonaði að hitta hann heima, þessvegna stakk ég þessum peningum á mig. Hann dró þykkan búnka upp úr vasa sínum. — Þetta HABIB Fyrrverandi lífstíðarfangi og út- lagi er fyrir skömmu sestur í forseta stól Túnis, en sögu kalífadæmisins þar er lokið. Breytingin sem orðin er þokar Túnis framan úr miðöld og í námunda við nútímann, þó að miðaldahugsunarháttur sé enn ríkj- andi hjá mörgum Túnisbúanum. Því að hinn nýi forseti í Túnis er nútímamaður í hug og hjarta. Hann heillaðist ungur af vestrænni menningu, og þessvegna varð hann umbótamaður með þjóð sinni og gerði fyrir hennar hönd þær kröfur til sjálfstæðis, sem nú hafa náð fram að ganga. —- En fulltrúi miðaldanna andstæðingur Bourgiba, sem nú hef ur orðið að þoka fyrir öldu nýja tímans, er hinn afsetti bey Sidi Mo- hammed Lamine, þjóðhöfðingi í austurlandastíl og hermikráka Har- un al-Raschid, sem hélt um sig hirð dverga, fékkst við að búa til gull og undirskrifaði embættisskjöl sín með lélegum gúmmístimpli, en hafði aðeins eitt áhugamál: að auðga sig og fjölskyldu sína með því að mergsjúga þegnana. Eftir burtför hans er einum slíkum pó- tentáta færra í veröldinni og er það vel. Habi Ben Ali Bourgiba er fæddur árið 1903, af miðstéttarætt í Túnis. Faðir hans var barnakennari og setti son sinn til mennta 1 París. Þar las hann lögfræði og tók dokt- orspróf í Sourbonne. Er hann kom heim aftur gerðist hann málaflutn- ingsmaður og varð vel til skjólstæð- inga, en jafnframt fór hann að taka þátt í stjórnmálum og gerðist einn bezti liðsmaður stjálfstæðishreyf- inarinnar í Túnis. Hann var orðinn vesturlenzkur í husunarhætti og fylgjandi almennum mannréttind- um, og þessvegna reyndist honum stundum erfitt að eiga samvinnu við hina múhameðsku sjálfstæðis- menn í ,,destour“ flokknum svo- nefnda, sem voru ofstækisfullir og höfðu önnur sjónarmið til málefn- anna en hann. Fór svo að hann sagði skilið við þá og stofnaði sinn eiginn flokk, sem hann nefndi „neo- destour“, árið 1934. Flokkur hans komst brátt í endregna andstöðu við hina þröngsýnu nýlendupólitík Frakka, og varð til þess, að Bour- giba varð að lifa mörg beztu mann- dómsár sín í fangelsum eða í út- legð, en einmitt þessvegna varð eru 75.000 krónur, sem ég hafði hugsað mér að láta Arnórs fá, því ef maður ætlar að strjúka með frú, sem alls konar dekri er vön, er eins gott að hafa aura upp á vasann. Hann stakk seðlunum í vasann aftur. — Jæja, viljið þér heilsa Arnórs frá mér — hann veit hvar hann getur hitt mig. Verið þér sæl- ir. Og svo fór forstjórinn. En nú leið yfir Pétur Arnórs, í fyrsta sinn á æfinni. BOURGIBA hann átrúnaðargoð viðreisnarmanna í Túnis, og kom honum vel síðar, í viðureigninni við helsta keppi- naut sinn innan sjálfstææðishreyf- ingarinnar, Salah Ben Youssef, sem er ákafur fylgismaður Nassers hins egypzka. Bourgiba hefur unnið á og Youssef tapað fylgi. Það er eink- um hin blásnauða bændastétt sem trúir á Bourgiba — og hún er allra stétta fjölmennust í Túnis. Þessvena hefur hinn nýi forseti þjóðarfylgi. Nú er hann sestur að í höll beys- ins, sem fulltrúi hins nýja tíma — aldar lýðræðisins. En þó er raun réttri ekkert lýðræði til í Túnis: Bourgiba er í rauninni einræðis- herra, þrátt fyrir allar sýnar fallegu lýðræðisræður frá síðustu áratug- um. Hann mun telja sig betur fær- an um að marka framtíðarstefnu ríkisins en þegna sína, sem flestir eru hvorki læsir né skrifandi. Og hann hugsar út fyrir Túnis- landamærin. Draumur hans er sá að verða ráðandi maður í norður- afríkönsku ríkjasambandi, en þar eigi þrjú ríki samstöðu: Túnis, Mar- okkó og Alsír. í hinu síðastnefnda landi hefur allt verið í uppnámi lengi og fyrirsjáanlegt er að sá ljóti leikur verður aldrei stöðvaður með vopnum heldur aðeins með sann- girni í garð undirokaðrar þjóðar, sem átti undir högg að sækja gagn- vart óviturlegri nýlendustjórn. Bourgiba hefur stundum verið kallaður arabiskur Nehru, og það er alls ekki fráleit mannkenning. Báðir hafa þessir menn setið í fang- elsi árum saman fyrir forustu sína í sjálfstæðisbaráttunni. Og í skoð- unum þeirra er margt svipað. Þar. kemur mjög víða fram húmanistísk ur hugsunarháttur, og báðir virðast þeir vilja vera málamiðlarar milli austurs og vesturs. Þó eru Túnis- búar tvímælalaust vestrænni í hugs- un en Indverjar eru. Það er einnig vert að veita því athygli, að Bourgiba varast mjög að hafa náið sambandi við hinn stór- pólitíska klifurapa Nasser, sem telur sig til þess kjörinn að verða foringi Arabaþjóðanna og auka hat- urseld gegn vesturþjóðunum. Frá því sjónarmiði mega vestrænar þjóð ir fagna því, að Bourgiba sitji í sem traustustum sessi. Fyrsti farrseti Tunis — Vitið þér ...? að lengsti stigi heimsins er í Kína?* Fyrir 2000 árum var byggður stein- stigi neðan af jafnsléttu upp að musterinu á fjallinu helga, Tai Shan. í stiganum voru 6000 þrep, en nú er ekki nema lítið eftir af þessu forna mannvirki. að 40 stunda vinnuvikan veld- ur örðugleikum ■ Bandaríkj- unum? Miðlungs-Ameríkanínn er nefnilega í vandræðum hvernig hann eigi að verja löngu frístundunum um hverja helgi. Stórblöðin vestra hafa efnt til samkeppni um beztu ráðin til þess að drepa frístundirnar og heita verðlaunum fyrir beztu ráðin. Hefur þetta orðið til þess að ný stétt manna er komin til sögunnar vestra: frístundaráðunautar. ☆ OFUR EÐLILEGT. — Fræga fólkið úr filmunum getur hvergi verið án þess að gónt sé á það. Þegar franska filmdísin Michele Morgan leigði sér hestvagn fyrir nokkru gat hinn fornlegi rómverski jálkur vitanlega ekki stillt sig um að góna á hana áður en hann lötraði af stað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.