Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 þreytuleg, blessað barnið. Nú skaltu sofa vel út, svo að þú getir sýnt íjölskyldunni þinni mig á morgun. Frú Bucket lætur þig fá morgunmat- inn í rúmið og svo getum við ekið heim til for- eldra þinna.“ ,,Þú veizt ekki hverju þú átt von á,“ sagði hún og hló. „En ég hef aðvarað þig.“ „Ég er við öllu búinn,“ svaraði Gordon glað- lega. Anna leit forviða á hann. Það var helzt að sjá að hann hlakkaði til þess að sjá foreldra hennar — eins og það væri spennandi ævintýri. „Góða nótt, Anna.“ Hann kinkaði vingjarnlega kolli og fór inn í herbergið sitt. Anna horfði á hann meðan hann lokaði dyrunum hægt á eftir sér. Þarna voru að- eins einar dyr og þær ólæstar. Það var einfalt mál að opna þessar dyr og fara inn, en Anna vissi að hún mundi aldrei gera það. Hún var gift Gordon, en hann mundi telja það mjög óvið- eigandi ef hún opnaði þessar dyr og kæmi inn til hans. Hún hallaði undir flatt og hlustaði, en heyrði ekki nokkurt hljóð handan við þilið. Hún óskaði að hann færi að blístra eða syngja eða fást við raktækin sín eða renna vatni í baðkerið. En hún heyrði ekki nokkurt hljóð. Kannske var mjúkt gólfteppi hjá honum líka, svo að fótatak hans heyrðist ekki. Kyrrðin var óhugnanleg og henni fannst hún vera einmana þarna. Hún af- klæddi sig, fór í bað og lagðist svo í breiða rúm- ið, sem fyrri kona Gordons hafði sofið 1. Anna fékk óþægindakennd við tilhugsunina um að hún var í herbergi hinnar fyrri frú Westwood og lá í rúminu hennar. En hún einsetti sér að láta Gordon ekki vita neitt um það. Vitanlega gat hann látið hana sofa í öðru herbergi. Það skipti engu máli hvort hún var þarna eða í einhverju gestaherberginu. En er hún starði út í myrkrið fann hún að það var einmitt hérna inni, sem hún vildi vera. Hún vildi vera nærri Gordon. Finna til öryggisins af nærveru hans. Anna var sneypt þegar hún kom niður stigann um ellefuleytið morguninn eftir. Sólin skein á dýrmætu listaverkin í stofunum, og unaðslegur friður var í öllu húsinu. Hún sá hvergi nokk- urn mann. Hún fór út í garðinn til þess að geta dáðst að blómunum. Þar voru hyasintur og túlí- panar, nellikkur, rósir og margar liljutegundir, sem önguðu deyfandi ilmi í sólskininu. Stór rho- dodenron og oleander stóðu í sínu fegursta skrúði. Og allt í einu stóð gamli garðyrkjumað- urinn hjá henni. „Þér hafið gaman af blómum, frú Westwood?“ spurði hann og röddin var dálítið hás og hrjúf, en hreimurinn jafn vingjarnlegur og augnaráð hans. „Já, mjög,“ svaraði Anna. „En ég hef ekki haft tíma til að skoða þau vandlega fyrr en núna.“ „Ég vona að þér séuð ánægð, frú Westwood,“ sagði hann og Önnu fannst hann hálfkvíðinn — að hann gæti ekki gert henni til hæfis. „Ég hef gert mitt bezta og herra Westwood hefur aldrei haft neitt við það að athuga, en þér hafið kannske aðrar óskir viðvíkjandi garðinum, frú West- wood?“ Gamli maðurinn horfði á hana með auðmýkt- arsvip — konuna sem öllum á óvart var orðin hús- móðir í Westwopd House. „Óskir,“ sagði Anna viðutan. „Ég? Nei — ekki annað en að það væri gaman að klippa nokkur blóm og setja þau í blómaglas. En vitanlega ekki önnur blóm en þau, sem á að klippa hvort sem er, ef þér viljið segja mér hvar þau eru, herra . . .“ Anna þagði. Hún vissi ekki einu sinni hvað gamli maðurinn hét. Hún heyrði að hann and- aði djúpt og hamingjubros færðist yfir hrukkótt andlitið. „Ég heiti Mac Pherson,“ sagði hann. „En eng- inn kallar mig annað en Mac. Vitanlega getið þér tekið blóm hvar í garðinum sem yður lízt, frú Westwood. Þetta eru yðar blóm,“ sagði hann og baðaði út báðum höndunum. Það var líkast og hann væri að reyna að sannfæra hana um, að hún yrði að telja heimili Gordon Westwoods sína eigin eign. Fyrir neðan bryggjuna að neðanverðu bak við húsið fann Anna heilan skóg af lúpínum, og hversu margar sem hún tók sýndist henni þeim ekkert fækka fyrir því. Loks var hún með fullt fangið og hún hugsaði með sér að hún þyrfti að biðja frú Bucket um stórt ker til að láta þær í. Þegar hún opnaði dyrnar að ársalnum varð hún eins og steingerfingur. Þar stóð Gordon — mað- urinn hennar — og var að heilsa del Monte og frú hans, sem auðsjáanlega höfðu verið að koma inn úr dyrunum. Aline var hvítklædd og fallegri en nokkurn tíma áður, og þegar hún heilsaði Gordon horfði hún fast í augun á honum. Anna fékk sting fyrir hjartað. Gordon elskaði Aline. Hann hafði verið trúlofaður henni. „Við gátum ekki staðist freistinguna að líta inn um leið og við færum hjá, og heilsa þér,“ sagði Aline og Anna fann fingur sína kreppast að blóm- unum, er hún sá hve stutt var á milli andlita Gordons og Aline. „Við erum að koma frá Menlo og ætlum til San Érancisco.“ „Það var fallega gert af ykkur,“ svaraði Gord- on brosandi. „Og hvernig gengur verkið hjá Nicolas?“ „Þökk fyrir, sæmilega," svaraði hann heð sem- ingi. „Því miður verður vinnutíminn svo ódrjúg- ur hjá mér.“ Aline hló. „Þú skilur, Gordon,“ sagði hún afsak- andi, „ég hef svo gaman af að sjá alla gömlu kunningjana aftur, að ég hef dröslað Nicolas með mér stað úr stað, þó að hann vilji heldur draga sig afsíðis með málaragrindina sína og mála einhverja fátæka fiskimenn, sem eiga heima hérna norðurfrá. Hann hugsar ekkert út í hve nauðsynlegt það er að hitta fólk við og við og kynnast mönnum — réttti mönnunum, á ég við.“ „Ég er viss um að þú getur fundið réttu menn- ina handa honum,“ sagði Gordon þurrlega og um leið leit hann við og sá að Anna var komin inn. „Þarna ertu þá,“ sagði hann. „Ég var einmitt að hugsa um hvað væri orðið af þér. Svafstu vel í nótt?“ „Já, þökk fyrir,“ svaraði hún og færði sig nær. „Ó, eruð þér hérna, ungfrú Beaumont,“ sagði Aline. Hún hafði lag á að láta það hljóma eins og það væri af náð, ef hún yrti vingsjarnlega á einhvern, og um leið klappaði hún henni á koll- inn. „Stúlka með lúpínur,“ muldraði Nicolas. „Og ljósið fellur skáhallt á hlið. Æ, bara að ég gæti málað yður.“ „Vitanlega getur þú fengið að mála hana, Nicolas,“ sagði Gordon vingjarnlega. „Það væri gaman að það yrði gert núna, meðan hún er Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1 ýí>—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f. -x £itt atf ktierju k Gene Tierney hefur náö sér aftur Gene Tierney Jcom nýlega fram í sjónvarpi vestra, og þótti það nýlunda, því að hún hefur ekJci sfést opinberlea í tvö ár. Var end- urkomu hennar fagnað mikið af blöðum og almenningi. Gene hef- ur verið tœp á heilsunni undan- farið og hefur verið mikið til á hælum fyrir taugaveiklað fólk, svo að talið var að hún mundi ekki ná heilsu aftur. Hún var ein af þeim mörgu, sem ekki þoldi Holly- woodlífið. Gene Tierney kom af ríku, mik- ilsmetnu fólki og var látið mikiö með hana undir eins og hún kom fyrst til Hollywood. En árið 1941 giftist hún gegn vilia foreldra sinna — tízkuteiknaranum Oleg Cassini. Voru þau gift í tólf ár. Skömmu eftir að hún fékk skiln- að kynntist hún Ali Khan. Þau voru óaðskiljanleg í heilt ár, og var fullyrt að þau mundu giftast. En ekki varð neitt úr því. Kvenna bósinn Ali komst yfir Parísar- módelið Bettinu, og sló alveg hendinni af Gene. .. Þá fór Gene að leika í kvik- myndum aftur og lék á móti Hum- phrey Bogart í mynd, sem heitir „Vinstri hönd Guðs“. En nú fór hún að fá geðveikiköst, var hrœdd við allt og alla og taldi sér enga vegi fœra. Svo fór hún heim til foreldra sinna, en það gerði að- eins illt verra. Og svo komst hún á geðveikrahœli................ . .Það er fullyrt að það sé Ali Khan sem eigi sökina á því að Gene Tierney missti heilsuna, en sjálf þvertekur hún fyrir það. „Eg var orðin veik löngu áður en ég kynntist honum, segir hún. En nú gerir hún sér vonir um að geta byrjað að leika af fullum krafti á ný. Hún er ekki nema 37 ára. Clark Gable gerist ættfræðingur XJpp á síðkastið hefur Clark Gable farið að forvitnast.um upp- runa sinn. „Það er ekki vegna þess að ég sé farinn að kalkaf segir Jiann. En maður er farinn að eldast, og gamla fólkið hefur gaman af að hugsa um tilveruna, ekki sist fortíðina. Eg hef ekki mátt vera að því fyrr: Eg hef alls ekki átt náðuga daga um œfina. Eg var skógarhöggsmaður, af- greiðslumaður í stórverzlun, aug- lýsingasnati hjá blaði. En svo kom hamingjudagurinn: hlutverk á Broadwayleikhúsi og tilboð um að leika í kvikmynd. Eg hef átt annríkt lengst af œf- inni og ekki haft mikinn tíma til að hugsa um tilveruna. En þegar hárið fer að grána fer mað- ur að líta til baka. Þannig er gangurinn í lífinu, hvort heldur að maður er kvikmyndaleikari eða eitthvað annað." Clark Gable hefur nú orðið þess visari af œttartölu sinni, að hann sé œttaður frá Þýzkalandi bœði í föður- og móðurœtt. Nafn- ið Gable er orðið til úr þýzka nafninu Giebel. Og nú situr Clark yfir rykföllnum skræðum og rek- ur œtt sína lengra og lengra. í HoJlywood er þriggja sjálfs- œfisagna beðið með mikilli eftir- vœntingu. Jolie Gabor (móður Evu, Mögdu og Zsa Zsa) hefur samið eina þeirra, Linda Christ- ian aðra (hún var áður gift Ty- rone Power), og Errol Flynn þá þriðju. Linda Christian fékk inni í húsi Ali Khans í Cannes, til þess að geta lokið við endurminn- ingar sínar í ,,ró og nœði“, en þá hefur Ali vonandi ekki verið heima. — Það er litill vafi á þvi, að þetta verða fróðlegar bœkur, ef höfundarnir stinga engu undir stól. Það er dýrt að lifa og list að láta tekjurnar standast á við út- gjöldin, segja margir, þar á meðal leikarinn Mickey Rooney. Hann hefur fundið það ráð gegn dýrtíð- inni, að giftast aftur fjórðu kon- unni sem hann sJcildi við, því að honum telst svo til að það sé ó- dýrara að vera giftur henni en borga Jxenni lífeyririnn, sem hann varð ao gangast undir að borga, er hann fékk skilnaðinn. En því miður getur Jiann ekki gifst nema þessari einu. Það mundi hins veg- ar létta mikið undir, ef hann gæti gifst öllum fyrri konunum síniun, en spurning um hvernig heimilisfriðurinn mundi þá verða.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.