Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 3
FALKINN 3 ÞYIMGRI REFSIMGll FYRIR IJIVIFERÐARAFBROT MYNDIRNAR hér að ofan eru hvorki skemmtilegar né fagrar, en þær eru engu að síður athyglis- verðar og segja sína sorglegu sögu. Bifreiðum er ekið að næturlagi á ofsahraða á öfugum vegarhelmingi og lendi þar á öðrum, sem ekki eiga sér ills von, með þeim afleið- ingum, sem myndirnar sýna. Og þó segja þær söguna ekki alla. Þær sýna aðeins að tugþúsunda tjón hef- ur orðið á bifreiðunum, ef þær hafa þá ekki gereyðilagst. En hvað varð af mönnunum? í þessum tilfellum missti enginn lífið, en trúlegt er þó að sumir beri merki þessarar ökuferðar allt sitt líf. Umferðarslys eru nú orðin svo tíð hér á landi að það verður að teljast alvarlegt vandamál — vandamál, sem ekki verður leyst nema það verði tekið föstum tök- um. Það þykir ef til vill harka, en mönnum, sem ábyrgð bera á á- rekstrum eins og þeim, sem að framan getur á enga linkind að sýna. Það má segja að hverjum sé í sjálfsvald sett að leika sér með sitt eigið líf, en það á engum að vera leyfilegt að stofna lífi og lim- um annarra í hættu vegna kæru- leysis, vanþroska eða frekju. Saklaust fólk, sem fer að settum reglum í umferðinni, á að vera ör- uggt. Það á ekki að þurfa að óttast að aðvífandi ökufantur svipti það lífi eða valdi því örkuml. Með ein- hverjum ráðum verður að verja hinn almenna borgara. Þetta mál er orðið svo alvarlegt, að það verð- ur að leysast, eða að minnsta kosti verður að gera allt til þess að hefta för manna, sem aka drukkir eða leika angurgapa á vegum úti. Ef til vill er það hægt með nógu strangri refsingu. Þeir eru miklu hættulegri þjóðfélaginu en smáþjófurinn. Það á því ekki að refsa ökuníðingnum á sama mælikvarða og þjófinum, hans viðurlög eiga að vera miklu þyngri. Þessi mynd er frá fundi utanríkisráð- herra Norðurlanda, sem nýlega var haldinn í Reykjavík. Allir utanríkisráð- herrar Norðurlanda voru þar mættir. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.