Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 borga Frökkum herlánin og kaupa hergögn. Á 19. öld varð bómullin meiri útflutningsvara en tóbakið, en samt var tóbakið mikil féþúfa og er enn. Tóbaksræktin tók miklum umbót- um, en aldrei hafa framfarirnar verið jafn miklar og á þessari öld. Á árunum 1924—28 var meðalupp- skeran á ekru (0.4 ha.) 345.6 kíló af tóbaksblöðum, en var orðin 672.3 eða nær tvöföld árið 1955. Tóbaksútflutningur Norður-Amer- íku var 9 lestir árið 1617 en var 270.000 lestir 1955. Tóbakslaufið í Norður- og Suð- ur-Carolina, Georgia og Virginía er ljóst á litinn þegar það er orðið full verkað, og kalla Bandaríkja- menn það ,,flue-cured“ tóbak. Þrír fjórðu af þessu tóbaki koma frá Norður-Carolina. En önnur tóbaks- tegund hefur náð mikilli útbreiðslu, síðan fyrst var farið að rækta hana, 1864 í Ohio. Hún drekkur í sig sykur og ýms ilmefni og er kölluð „burley“, og er mikið notuð til að blanda í vindlingatóbak og sömu- leiðis í munntóbak „sweet plug“. Þessi tegund er nú einkum ræktuð í Kentucky og Tennessee. Og að- ferðin við þurrkun hennar er önn- ur en á Ijósa tóbakinu, sem er sól- bakað og þurrkað við hita. Burley- tóbakið er vindþurrkað í hlöðum við venjulegan lofthita. Verkun tóbaksins er annars mjög mismun- andi, eftir því hvort það er notað í munntóbak, reyktóbak, vindla eða vindlinga. Uppruni vindlinganna, sem i fyrstu voru kallaðir „tyrkneskir vindlar“ er frá Tyrklandi. Þegar enskir og franskir hermenn komu úr Krímstríðinu höfðu þeir lært að vefja tóbaki í bréf og reykja það þannig. Ameríkumenn voru fljót- ir að nota sér þessa nýjung. Upp- runalega blönduðu þeir tóbak sitt með tyrknesku tóbaki, en það var lengi vel talið bezta vindlingatóbak- ið, og enn vilja sumir ekki annað en tyrkneska vindlinga eða þá úr blendingi af tyrknesku og amerísku tóbaki. Balkanskagi og norðurströnd Svartahafsins framleiðir bezta vindlingatóbakið í Evrópu. Vindlingareykingar hafa aukist stórlega einkum í fyrri og síðari heimsstyrjöldinni, en vera má að einhver afturkippur sé að koma í þær, vegna þess að læknar telja sig hafa sannað, að þær séu hættulegar og valdi krabbameini í lungum. Sér- staklega eru þær miklar í Banda- ríkjunum. Bandaríkjamenn reyktu í síðari styrjöldinni þrefalt fleiri vindlinga á ári en árið 1932, eða 303.000.000 stykki á ári. — En árið 1932 tuggðu þeir yfir 30.000 lestir af tobaki, notuðu 16.000 lestir af neftóbaki og reyktu 109.000 lestir af tóbaki auk 5 miljard vindla og 107 miljard vindlinga. Enda eru Bandaríkjamenn langmestu tóbaks- menn í heimi og tóbaksnotkun þeirra 4.3 kg. á mann. Hollendingar og Danir ganga næstir, með 2.5 kg. á mann, en þá Englendingar. — Þó að Bandaríkin séu stórfe virkust allra landa í tóbaksfram- leiðslu, koma margir aðrir þar við sögu. Uppruni tóbaksræktunarinn- ar er í Vestur-Indíum og enn hefur Cuba heiðurinn af því að framleiða bezta vindlatóbak og vindla í heimi. Engir vindlar jafnast á við ekta Havannavindla, og í þeim er allt tóbakið af sömu tegund. Aðrir vindlar eru gerðir úr ýmiskonar tóbaki, en vandað til blaðsins, sem vafið er utan um, til þess að gera þá útgengilegri. Það var ekki aðeins til Evrópu- landa sem tóbakið fluttist. Það var líka ræktað í nýlendum Hollendinga eystra, og Hollendingar hafa lengi haft mikla tóbaksrækt á Java og Sumatra og selt mikið af tóbaki þaðan. Þjóðverjar rækta mikið af tóbaki heima hjá sér, en þó ekki nóg handa sjálfum sér. Árið 1932 ræktuðu þeir 28.000 lestir af tó- baki, en urðu að fyltja inn 74.000 lestir, fyrir 130 miljón mörk. En að visu seldu þeir talsvert úr landi aftur. Og tóbaksverzlunin gaf úr ríkinu mikinn arð. Þetta sama ár fékk ríkið 900 miljón mörk í tolla og skatta af tóbaki, en um 170 þús- und manns höfðu atvinnu að tó- baksgerð og tóbaksverzlun, auk þeirra sem bjuggu til umbúðirnar og ráku tóbaksverzlanirnar. Tekjur ríkisins af tóbakinu voru miklu meiri en af sykri og bjór saman- lagt. Neftóbaksnotkunin var miklu al- gengari fyrrum en hún er nú. Og mikið af því neftóbaki sem fram- leitt er, er ekki tekið í nefið að þjóðlegum íslenzkum hætti, heldur dreift milli neðri vararinnar og tanngarðsins. En upprunalega var það eingöngu notað sem neftóbak. Lúðvík XIV. tók í nefið og þess vegna þótti það fínt. Jafnvel kven- Framh. á 14. síðu. KOIMAN, SEM - 1) í frönsku byltingunni varð margt gamalt að víkja. Til dæmis ætluðu hinir róttæku ættjarðarvinir að taka upp nýja trú, og skyldi skynsemin tignuð sem gyðja. Ýmsir voru and- vígir þessum aðferðum, en samt varð það úr að afráðið var að finna táknræna persónu, sem skyldi sýna hinn nýja guðdóm. 3) Hinn 10. nóv. 1793 var Notre Damekirkjan vígð sem musteri hins nýja átrúnaðar. Á miðju gólfi hafði verið reistur pallur og á honum líkan af grísku musteri með áletruninni: „Til spekinnar“. Þar voru höggmyndir af Voitaire, Russeau, Franklin og Montesqieu. Það þótti áhrifamikið er Mlle Maillard kom út úr musterinu til að láta hylla sig. varð skynsemisgyðja 2) Allir voru sammála um að þetta skyldi vera kvenmaður Fyrir valinu varð dáðasta söngkona frönsku óperunnar, Marie Therese Davaux, kölluð Mlle Maillard. Hún var 27 ára þá. Undurfögur og bráðgáfuð. Engin þótti betur fallin til að vera tákn skynseminnar. 4) Samskonar athöfn fór samtimis fram í þremur öðrum kirkjum. Skynsemigyðjurnar í þeim kirkjum urðu þó ekki frægar á við Mlle Maillard, og ein beirra — Mlle Aubry — datt skömmu síðar niður af svölum óperunnar og fót- og hand- leggsbrotnaði. En Maillard varð söguleg persóna, sem hin eina og sanna skynsemigyðja. Hún hætti að syngja á hátind frægð- ar sinnar árið 1813 og dó 16. október 1818.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.