Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN nítján ára og á allan æskublómann óskertan. Þú verður heldur ekki yngri með hverjum degin- um, Anna,“ bætti hann við og hló. „Roger,“ kall- aði hann til brytans. „Takið þér við blómunum hjá frú Westwood og látið þau þar sem hún vill hafa þau og færið okkur svo kokkteil inn í bóka- stofuna. Gerið svo vel að ganga í bæinn.“ Hann sneri sér að Aline og manni hennar og fór með þeim inn um opnar dyrnr. Skelfingarsvipur hafði komið á Aline. Hún glennti upp augun og starði á Gordon. „Hvað varstu að segja við Rogers?" spurði hún. „Hvað ég var að segja?“ endurtók Gordon, sem auðsjáanlega hafði gaman af öllu saman. Anna skildi að nú ætlaði hann að segja þeim frá hjóna- bandinu, og hún fékk mikinn hjartslátt. Hana langaði til að skellihlæja. En hún varð að stilla sig. Hún varð að láta á sér sjá að hana gilti alveg einu þó að Aline sæti þarna veraldarvön og með alla sína töfra og nærri því ævintýralega fegurð. „Ég bað hann um að koma blómunum einhvers staðar fyrir, ef ég man rétt.“ Aline hallaði höfðinu aftur að stólbakinu og horfði fast á Gordon. Allt í einu fór hún að hlæja. „Ég ætla að segja þér, að þú af einhvers kon- ar gömlum vana — eða kannske getur maður kallað það skammhlaup í heilavindingunum — baðst hann um að setja blóm frú Wcstwood í vatn.“ „Sagði ég það?“ spurði Gordon og rétti Aline vindlingahylkið sitt. „Það var heppilegt að mér skyldi ekki verða mismæli." „Verða mismæli? Hvað áttu við?“ Spurningar Aline komu hratt og nú kom hrukka milli augn- anna á henni. „Ekki annað en það að við Anna giftumst í gærkvöldi," sagði Gordon rólega. Aline settist lóðrétt í stólinn. „Hvað — hvað áttu við?“ spurði hún með önd- ina í hálsinum. „Er þetta satt? Það — nei, það getur ekki verið satt!“ sagði hún og sneri sér að manninum sínum. „Caroline sagði mér að hún væri eins konar vinstúlka Glens.“ Anna fann roðann koma fram í kinnunum á sér. Og hún leit bænaraugum til Gordons. Og nú sá hún að nasaflipar hans titruðu. Augun voru eins og smárifur og hún bjóst við að hann mundi fá reiðikast, eitthvað líkt því og dag- inn áður, þegar móðir Glens var stödd þarna. Gat það verið að ekki væri nema sólarhringur síðan? Önnu fannst heil vika síðan hún hafði séð móður Glens. Tíminn hafði liðið fljótt, vegna þess hve margt hafði gerzt. Hún hafði gifzt Gord- on — og það var ekki enn sólarhringur síðan. „Þú þekkir Glen, er það ekki, Anna?“ spurði Aline og starði á Önnu. „Þið voruð góðir vinir. Mjög góðir vinir, var ekki svo?“ Anna þvingaði sig til að horfa á Aline. Eitt augnablik var hljótt í stofunni. „Jú, ég þekkti Glen,“ sagði Anna loksins. Hún lagði mjög að sér til að láta röddina vera sem eðlilegasta. „Já, geturðu hugsað þér það, Aline,“ sagði Gordon, „að Anna og Glen skemmtu sér í sama unglingahópnum, og það var því að þakka að ég kynntist henni. Hvað sagði Caroline? Fannst henni ég vera harðsvíraður, að giftast jafnöldru sonar hennar?“ „Nei — hún veit ekki að þið eruð gift,“ sagði Aline. „En hún verður mjög hissa er hún fréttir það. Alveg eins og ég varð. Mér skildist á henni að þetta varðaði vandamál, sem Glen hefði tek- ist að snúa sig út úr.“ Aline yppti öxlum. „Ég veit ekki hvað Caroline hefur sagt, en ég skal biðja Callagham málaflutningsmann minn að ná sambandi við hana og komast að hvað það er,“ sagði Gordon hægt. „Meiðyrði eru alltaf alvarleg mál, Aline. Hvernig atvikaðist það að þið Caroline fóruð að tala saman um Önnu?“ „Ég hitti ungfrú — afsakið að ég man ekki nafnið — hérna í miðdegisverði og furðaði mig á hver hún væri, og þá var það sem Caroline sagði mér af þessu ævintýri með Glen.“ And- litið á Aline var eins og skorið í. alabast. Blá- svart hárið lá slétt á höfðinu og málmgljái var á hnútnum í hnakkanum. Langar hvassar negl- urnar voru málaðar með blóðrauðu lakki. Önnu fannst hún líkust skriðdýri. Hættulegri eitur- nöðru — fallegri, en drepandi. I fyrsta skipti á ævinni fann Anna hvað það var að hata. Hún hataði Aline. „Hvernig væri að við óskuðum þeim nýgiftu til hamingju?" sagði Nicolas del Monte allt í einu. „Jafnfalleg ung kona og frú Westwood hefur ekki getað lifað án þess að verða fyrir ást- leitni fjölda manna. Ég fylli þann hóp og óska Gordon innilega til hamingju.“ Aline sat enn upprétt í stólnum. Hún var hugs- andi og leit á víxl á þau þrjú, sem þarna voru. Brytinn kom inn með bakka með þremur kokk- teilglösum og eitt glas með ávaxtasafa. „Hvers vegna sögðuð þið okkur ekki í sam- kvæminu, að þið ætluðuð að giftast?“ spurði hún og rétti fram höndina og tók eitt glasið af bakk- anum. „Okkur þótti gaman að þegja yfir leyndar- máli okkar um sinn,“ sagði Gordon létt. „Og til þess að hafa umsvifin sem minnst ókum við til San Francisco í gærkveldi og létum gefa okkur saman. Hvers vegna þarf maður endilega að tala um þess konar löngu fyrirfram? Þegar á allt er litið snertir þetta ekki aðra en okkur tvö.“ Anna tók glasið með ávaxtasafanum og sett- ist á lágan skemil við hliðina á stól Gordons. Öxl hennar snerti hnéð á honum og allt í einu fann hún að fingur hans snerti hárið í hnakkagróf- inni. Hann ætlaði auðsjáanlega að leika eigin- mannshlutverk sitt þannig, að Aline og maður hennar sannfærðust um, að þetta væri hamingju- samt hjónaband. Anna leit við og brosti til hans til að láta hann sjá, að hún ætlaði sér líka að leika sitt hlutverk eins vel og hún gæti. Og um leið greip hana róleg sælutilfinning og hún fann allt í einu, að hún tilheyrði Gordon Westwood í raun og sannleika. Tilheyrði! Hún sagði orðið í huganum — hún gæddi sér á þessu orði. Reyndi að íhuga hvað í því fólst. Þau voru eitt. Og hann tilheyrði henni á sama hátt og hún honum. Eða jafn lítið. En þau voru sameinuð í hjónabandi, og út á við voru þau eitt. Þegar Anna vaknaði af þessum hugsunum heyrði hún að Gordon og Nicolas del Monte voru að tala um hvernig hún ætti að málast. jiÞú getur málað hana með blómvönd ef þú villt,“ sagði Gordon brosandi. „En ég hélt að nútímamálarar væru lítið gefnir fyrir þess hátt- ar rómantík.“ „Nei, það kann að vera,“ sagði Nicolas, „en það verða góð andstæðuáhrif milli mýktar Önnu og stinnu blómanna, sem nærri því alltaf verða stíliseruð, án þess maður ætli sér að láta þau verða það.“ „Þá er heppilegt að Mac skuli hafa svona mik- ið af lúpínum,“sagði Anna brosandi. „Honum þykir vænt um ef blómin hans verða máluð. Ég vona að þið borðið með okkur hádegisverð,“' bætti hún við og stóð upp. „þá skal ég biðja Roger um að leggja á borð fyrir tveimur fleiri.“ „Nei, þökk fyrir,“ sagði Aline ólundarleg. „Það nær ekki nokkurri átt að trufla nýgiftu hjónin lengur. Þið viljið vafalaust helzt vera ein.“ „Vitanlega,“ sagði Gordon og brosti, „en þó ekki svo að við viljum ekki bóóða ykkur að borða. Við eigum alla ævina framundan og nóg- an tíma til að vera saman ein. En hins vegar er- um við bundin síðdegis í dag. Við ætlum að skreppa dálítið.“ H|jónin del Monte kvöddu og Önnu fannst að Aline hefði átt meir en skilið að vera rekin út á sama hátt og móðir Glens daginn áður. Hún og Gordon fylgdu hjónunum út að bílnum og veif- uðu til þeirra. Þegar þau voru horfin fór Anna að skellihlæja. „Hvað gengur að þér?“ spurði Gordon glað- lega. „Þegar þú sérð heimili foreldra minna lærirðu að meta þetta — að ég segi bryta fyrir verkum og tala um Mac eins og ég hefði aldrei gert annað en láta vinnufólk stjana við mig,“ sagði hún. En ég á bara svo bágt með að vera alvarleg á svipinn.“ „Þér tekst þetta prýðilega,“ sagði Gordon og tók um handlegginn á henni og hélt fast um hann meðan þau gengu upp stíginn að aðaldyr- unum. „Aline veitir ekki af hirtingu.“ „Hvers vegna finnst þér það?“ spurði Anna. „Hún hefur þroskast í skakka átt,“ svaraði hann stutt. „Hún verður sífellt síngjarnari og dutlungafyllri. Einhvern tíma verður hún alveg eins og Caroline. Hún hefur ekkert fyrir stafni, sem hún getur haft hugann við, og hefur of mik- inn tíma til að hugsa um að gera öðrum illt.“ Anna hleypti brúnum af undrun. Hvernig gat Gordon talað svona um konuna sem hann elsk- aði? Eða sá hann gegnum hana, þó hann væri ást- fanginn af henni? Hún óskaði að hún hefði getað spurt hann að því, en hún þorði það ekki. Þægi- legur ylur fór um hana alla. Allt í einu skildi hún að það var vegna þess að handleggur hans snerti hana og sterkir fingur hans höfðu þrýst fastar að handleggnum á henni, og af því að hún fann mjöðmina á honum snerta sig er hún reyndi að samstíga við hann. Ó, en það var Glen, sem henni þótti vænt um. Það var hans barn, sem hún átti að fæða. Hún mátti ekki bera þannig til- finningar í brjósti til Gordons, jafnvel þótt hún væri gift honum. „Nú skulum við borða, og á eftir heimsækjum við foreldra þína,“ sagði hann glaðlega og ýtti henni á undan sér inn úr dyrunum. Klukkutíma síðar sat Anna í opna bílnum, sem Gordon notaði oftast. Hún hafði bundið klút um hárið, en vegna hraðans slitnuðu nokkrir lokkar undan klútnum og léku um andlit hennar. Allt í einu sleppti Gordon annarri hendi af stýrinu og tók klútinn af henni. Hann hló dátt þegar ljósa hárið varð eins og fjaðrafok. „Nú ætti Caroline að sjá þig,“ sagði hann. „Þú ert alls ekkert lík tiginni frú, Anna Westwood. Ég skil vel að hún gat ekki leyft syni sínum að gift- ast þér.“ „En það er þér að kenna að ég lít svona út,“ svaraði Anna í öngum sínum og hélt báðum hönd- um um höfuðið. „Herra Beaumont og frú,“ sagði Gordon há- tíðlegur. „Ég verð því miður að tilkynna ykk- ur, að ég hef gifst þessari úfnu dóttur yðar. Kannske þig viljið gefa henni greiðu í brúðar- gjöf? Nicolas del Monte, þú skalt fá að mála konuna mína sem álfamær, en ekki öðruvísi.“ Var þetta hinn alvarlegi Gordon Westwood? Anna var að gægjast eftir alvarlegu dráttun- um kringum munninn, sem hún hafði tekið eft- ir í fyrsta skipti sem hún sá hann. En það brá ekki fyrir alvörusvip á honum alla leiðina til Railway Flats í Bonita. Þegar þau óku inn í litlu þröngu götuna, sem hún hafði átt heima i árum saman, fannst henni líkast og Gordon og fallegi bíllinn hans hefðu lent á skakkri plánetu. Þau námu staðar við hliðið, og nú tók hún eftir að Gordon varð allt í einu alvarlegur. Hann leit kringum sig á Ijóta, hrörlega leiguhjallana, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. Það var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.