Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 13
FALKINN 13 þá hingað, sem hann hafði sótt brúðina sína. Önnu leið illa. Hún fékk kökk í hálsinn og ósk- aði að hún væri komin margar mílur á burt. „Komdu nú. Þú verður að rata fyrir okkur bæði,“ sagði Gordon og tók undir handlegginn á henni á sama hátt og vant var. Anna fann nú greinilegar en nokkurn tíma áð- ur, hve götunni hafði verið haldið illa við og hve óþrifleg hún var. Þarna var fullt af pappírsrusli, og krakkarnir, sem ekki höfðu annan leikvang, höfðu gleymt glingrinu sínu í rennunum. Gord- on opnaði hliðið og lét Önnu ganga á undan upp dimman stigann, og hún hugsaði til hvernig honum mundi verða innanbrjósts er hann sæi brött og gróf sementsþrepin og finndi matar- sterkjuna, sem lagði út á ganginn úr öllum íbúð- unum. Einmitt á þessum tíma dags var borðað þarna í húsinu, og Beaumontfjölskyldan mundi vera yfir matnum, eigi síður en aðrir. Anna vissi nákvæmlega hvernig mundi líta út í eldhúsinu, áður en hún opnaði dyrnar. Hún var viðbúin — en hvað mundi Gordon finnast? Pabbi var snögg- klæddur eins og hann var vanur. Mamma stóð við eldavélina. Hún var heit og rjóð, og hafði auðsjáanlega ekki gefið sér tíma til að greiða sér síðan í morgun. Nú minntist Anna allt í einu gljásvarta hársins á frú del Monte, sem var svo vel hirt, að hvert hár var á réttum stað. En Aline þurfti heldur ekki að gera neitt til gagns, en móðir Önnu hafði alla sína ævi aldrei getað veitt sér það óhóf að hvíla sig. En eldhúsið var vist- legt og hreint, þó að ekki hefði verið tekið vel til þar. Systkinin voru hávær að vanda og voru að tala um lexíurnar sínar. Anna opnaði dyrnar upp á gátt. „Halló, Anna! Ertu komin heim!! Hvar hefurðu verið?“ Hver og einn við kringlótta borðið hróp- aði og spurði og reyndi að hafa hærra en allir hinir. En brátt sló þögn á alla, og nú var starað á Gordon, sem kom inn á eftir Önnu. Frú Beaumont var sú eina, sem ekki hafði tek- ið eftir Gordon. Hún hafði verið að setja kjötið á fat og var að skafa úr skaftpottinum. „Þú kem- ur seint, Anna,“ sagði hún. „Og hvað er að sjá þig? Farðu og greiddu þér áður en þú sezt við borðið.“ „Hún er ekki ein, mamma,“ sagði Beaumont gamli. Það var rétt komið að honum að segja, að strákur væri með henni. En einhverra hluta vegna gat hann ekki komið orðunum útúr sér. Maðurinn sem stóð bak við Önnu var ekki af þeirri tegundinni, sem Beaumont var vanastur. Hann var með öðru sniði, og það ruglaði Beau- mont í ríminu. „Þetta — þetta er — herra Westwood,“ sagði Anna og reyndi að segja í sig kjark. „Við höfum — nei, Gordon. Ég get það ekki. Þú verður að segja það.“ Gordon Westwood tók handleggnum um herð- arnar á Önnu. Önnu varð rórra við það, og hún sá að Gordon brosti alúðlega. Einhverra hluta vegna fannst honum þetta fólk geðfellt, og um- hverfið sem það var í. „Ég verð að meðganga fyrir ykkur að við Anna giftumst í gærkveldi,“ sagði hann. Nú varð dauðaþögn. Beaumontshjónin störðu agndofa á dóttur sína og herðabreiða manninn, sem stóð við hlið hennar. Anna fékk tár í augun er hún sá hve móður hennar varð hverft við, og hún fann, að hún hafði svipt hana mikilli gleði með því að giftast svona skyndilega. Mamma hennar hefði haft gaman af að vita um þetta löngu fyrirfram. Hún mundi hafa undir- búið ýmis plögg í búið og haft gaman af að tala um brúðkaupið og nýja heimilið. Það hefði gef- ið lífi hennar skemmtilegt innihald. En öllu þessu hafði hún misst af og þess vegna var hún von- svikin. Það lá við að frú Beaumont færi að gráta, en allt í einu flaug dálítið um þreyttan hug hennar. Hvernig mundi Önnu þykja að vera elskuð af svona myndarlegum manni? Hún horfði á höndina á honum á öxl Önnu. Hún var sinaber og sterk, en svo fallega löguð að af bar. „Hvað eruð þér að segja?“ hrópaði Beaumont og truflaði hugrenningar konu sinnar. Hann barði hnefanum í borðið svo að skrölti í öllum diskunum og hnífum og göfflum. „Hvað meinar þú með því að haga þér svona, Anna? Gana út í bláinn og giftast manni, sem við þekkjum ekki hætis hót. Og hver eruð þér?“ Hann glennti upp augun og starði á Gordon. „Eruð þér fugl eða fiskur? Eruð þér yfirleitt maður til að sjá fyrir konu? Tárin runnu niður vangana á Önnu. Hún reyndi að hlæja, en í staðinn fékk hún krampa- kenndan hixta. Nú ætti grátt að bætast ofan á svart og Gordon að verða reiður. En kvíði henn- ar fyrir því hvarf brátt. „Já, herra Beaumont," svaraði hann svo hlý- lega að öllum kom það á óvart. „Ég get alið önn fyrir Önnu. Ég fullvissa yður um það. Og það er að öllu leyti mér að kenna, að við giftumst svona fljótt. Ég skal lofa því að fara vel með hana. Og til þess að gera yður rórra í skapi tók ég með mér giftingarvottorðið. Ég vil að þér vit- ið að við séum rækilega og heiðarlega gift. Ger- ið þér svo vel.“ Hann tók upp blað og rétti Beaumont, sem tók við því þegjandi. Hann setti upp gleraugun og las hægt upp meginmálið og nöfnin á vott- unum og allt sem þarna stóð. „Humm,“ sagði hann svo. „Þetta virðist að minnsta kosti vera í lagi. En hvað hafið þér fyrir stafni?“ Gordon leit brosandi til Önnu. Hverju átti hann að svara? spurði hann hana án þess að segja orð. Anna hristi höfuðið. Að því er hún bezt vissi hafði hann ekkert fyrir stafni. „Ég verð að játa, að ég geri líklega ekki mik- ið til gagns í veröldinni," sagði Gordon brosandi. „Ég á talsvert af peningum, skiljið þér, herra Beaumont,“ sem ættu að nægja mér til að lifa af.“ Beaumont svaraði ekki. Hann sat þegjandi við borðið, með hjúskaparvottorðið í hendinni. Doo- ley, sem var tólf ára, fór ag hixta, og þá þurfti Danny ekki meira með. Hann fór að hágráta og tók allt i einu báðum höndum um hnén á Önnu. Af gömlum vana lyfti hún honum upp og þrýsti honum að sér. Þrýsti heitu barninu að sér til að gefa sér nýtt þrek. En Myrna starði fast á Önnu. „Þú hefur logið, Anna,“ sagði hún hægt. „Þú sagðir mér einu sinni að þú hefðir kynnst manni sem heitir Westwood, og er að læra á einhverj- um háskóla.“ „Það var engin lygi,“ svaraði Gordon. „Hún kynntist honum Glen, bróðursyni mínum. Og hann er víst að læra — eitthvað." „Það er hlægilegt,“ sagði Myrna. „Að fara og giftast föðurbróður einhvers.“ „Þegi þú, Myrna,“ sagði frú Beaumont. „Úr því að þið eruð gift er ekki um annað að gera en óska ykkur til hamingju. Ég vona að þið verðið sæl í hjónabandinu.“ Hún rétti fram hendurnar og Anna setti Danny á gólfið og fleygði sér grátandi í faðm hennar. „Til hamingju!" sagði Arthur og stóð upp. Hann var í mútum og röddin bilaði við þetta hátíðlega tækifæri. „Hm — ég meina — fáið ykkur sæti,“ sagði Beaumont í skipunartón. Hann vildi sýna að hann væri ekki hrærður. „Ykkur veitir sjálf- sagt ekki af að fá ykkur matarbita.“ Anna leit skelfd til Gordons. Hvernig gat föð- ur hennar dottið í hug, að hann mundi setjast að borðum í svona eldhúsi? Gordon, sem var vanur borðstofu og bryta og alls konar seremón- íum. En nú kom hann henni á óvart. „Þökk fyrir, það væri ekki amalegt,“ sagði hann. „Þessir ketsnúðar æra í manni sult, frú Beaumont. Kannt þú að matreiða svona ket- snúða, Anna?“ Frú Beaumont roðnaði af stærilæti. „Hún Anna kann að búa til mat,“ svaraði hún. „Ég sá um að hún lærði það. Svo að hún getur vel stjórnað heimili.“ Gordon Westwood settist við eldhúsborðið og tók ríflegan skerf af ketsnúðum frú Beaumonts. Anna settist við hliðina á honum og Danny skreið upp á hnén á henni. „Hvar ætlið þið að fá ykkur húsnæði?“ spurði frú Beaumont um leið og hún settist. „Kannske þið ætlið að leigja hérna í bænum?“ „Við búum rétt fyrir utan San Francisco,“ sagði Gordon. „Ég hef átt heima þar lengi, og ég vona að Önnu falli vel að vera þar. Heldurðu það ekki, Anna?“ Hann sneri sér að henni og leit á hana þann- ig að hún leit niður fyrir sig. Og hún fann að hjarta hennar fór að slá harðar og fastar. En svo mundi hún að hlýjan í augum Gordons var ekki annað en leikur. Það var ekki nema í nokkra mánuði, sem hann átti að verða maður- inn hennar — og líklega var það þess vegna, sem það skipti hann engu máli hve fátæklegt Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 11/2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f. FREDERIKSSUND-VÍKINGARNIR nefnist hópur Dana, sem fór til Englands á víkingaskipi og gerðu strandhögg þar, en þó ekki blóðugt. Hér sjást víkingarnir vera að skoða Tower í Lond- on, en ekki er þess getið að' þeir hafi rænt neinu þar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.