Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 2

Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN ☆ STJORIMULESTUR ^ ★ éJftir JJón_^rnaion, prentara Haustjafndægur 1959. Alþjóðayfirlit. — Aðalmerkin og loftsmerkin yfirgnæfandi í áhrif- um. Framkvæmdaþrekið og dugn- aður áberandi í átökunum og hugs- unin vinnur á bak við og nákvæm yfirvegun hlutanna. Skynsemin ætti því að ráða og vera driffjöðrin. — Tölur dagsins eru: 2+3+9-|-5-)-9 =28=10=1. 23 eru 5. Hugnæm tala, tala vísinda og heimspeki, hyggjuvits. Er þessi tala mjög sterk í áhrifum, því hún er hér tvöföld Þá koma tölurnar 9 tvisvar, og eru þær mjög sterkar í áhrifum. Þær eru Mars-tölur og tölur baráttu, úthalds og seiglu, en 5-tölurnar eru tölur Merkúr. Þegar kraftur, bar- átta og seigla ásamt viti, eru til staðar, þá ætti ekki að vera vandi að leysa viðfangsefnin. En útkom- an er 1-talan, tala sólarinnar, sem er frumaflið í öllu. — Sólin við sól- risumark hins íslenzka lýðveldis og það á að hafa góðan stall til þess að standa á. Jarðskjálfa eða eldgosi má búast við í haust fyrir vestan Moskvu eða þeirri lengdarlínu. Einnig um Kóreu. Lundúnir. — Sól er í 6. húsi, á- samt Merkúr, Mars og Neptún. — Verkamenn og málefni þeirra mun mjög ádagskrá og veitt athygli. Ekki mun komizt hjá að taka kröf- ur þeirra til greina, en dýrtíðin hækkar og íhaldið vill ekki slaka til. — Tungl í 2. húsi. Fjármálin munu undir breytilegum áhrifum og óákveðnum. — Venus og Úran í 5. húsi. Góð aðstaða leikhúsa og leikara. Ágóðavon. Sprenging í leikhúsi eða skemmtistað. — Júpí- ter í 7. húsi. Utanríkismálin undir góðum áhrifum, þó munu þau ekki gróðavænleg. — Satúrn i 9. húsi. Utanríkisviðskipti og siglingar und- ir töfum, sem eru skuld stjórnar- innar. Berlín. — Sól í 6. húsi, ásamt Merkúr, Mars og Neptún. Aðstaða verkamanna og þjóna undir al- mennri athygli. Ráðstafanir ýmsar munu gerðar til úrbóta á kröfum þeirra. Heilsufarið ætti að vera frek- ar gott. Fjárhagur góður. — Tungl í 1. húsi. Aðstaða almennings ætti að vera ágæt, en þó breytingum háð. — Úran og Venus í 5. húsi. Leikhús og leikarar undir góðum áhrifum og ætti að gefa góðan arð. Spreng- ing í leikhúsi eða skemmtistað. — Satúrn í 8. húsi. Áberandi dauðföll meðal öldunga. Lítil von um að rík- ið hljóti arf. — Moskva. — Sól, Merkúr og Mars í 5. húsi. Skemmtanastarfsemi, leik- hús og leikarar undir mikilli at- hygli almennings. Gagnrýni nokk- ur gæti komið í ljós. — Venus og Úran í 4. húsi. Landbúnaðurinn ætti að ganga vel og gefa arð. En hætt er við að undangraftaröflin gegn ráð- endunum eigi sér stað í nokkuð víð- tækum stíl. — Júpíter í 6. húsi. Veikindafaraldur vægur og batnar fljótt. — Tungl í 12. húsi. Vinnu- hæli, fangabúðir undir almennri athugun, ásamt sjúkrahsúum. End- urbætur koma til greina og lagfær- ingar. Tokyó. — Sól í 1. húsi. Aðstaða almennings undir almennri athygli og umræður almennings og blaða láta á sér bera um þessi mál. Heilsu- farið ætti að vera gott. Þó gæti kvef- sótt gengið og kælur, sem styddu hana. — Mars og Merkúr í 2. húsi. Hafa frekar góðar afstöður. Fjár- hagsmálin undir frekar góðum á- hrifum og viðskipti góð. Fjárhags- hreyfingar undir litlum hindrunum. — Júpíter og Neptún í 3. húsi. Flutningar undir góðum áhrifum og ferðalög mikil. Ágóði ætti að vera ríkulegur. — Satúrn í 4. húsi. Aðstaða bænda ætti að vera sæmi- leg, en þó er hætt við að andsfaða stjórnarinnar færist í aukana. Tungl í 10. húsi. Aðstaða stjórnarinnar ætti að vera sæmileg, þó mun hún undir nokkuð breytilegum og óá- kveðnum áhrifum. Umræður nokkr- ar um hana. Venus og Úran í 12. húsi. Vinnuhæli, betrunarhús, sjúkrahús og góðgerðastofnanir undir góðum áhrifum og lagfæring- ar gerðar á þessum stofnunum. Sprenging frá rafmagni gæti átt sér stað í slíkri stofnun. Washington. — Sól í 9. húsi, ásamt Merkúr og Mars. Siglingar, utan- landsviðskipti og styrkir til ann- arra ríkja er mjög á dagskrá og athygli veitt, bæði í blöðum og um- ræðum og uppsteit gæti átt sér stað og eldur í skipi. — Tungl í 6. húsi. Kvef og hitasóttar tilfelli gætu átt sér stað og brotist út sem faraldur. — Úran í 8. húsi, ásamt Venusi. Kunnur dulfræðingur eða stjörnu- spekingur gæti látizt eða maður með mjög sérkennilega skaphöfn. — Neptún í 10. húsi. Aðstaða stjórnarinnar frekar góð, þrátt fyr- ir urg nokkurn og mótblástur. — Júpíter í 11. húsi. Lagaframkvæmd undir góðum áhrifum. Þetta styrkir aðstöðu stjórnarinnar. — Satúrnus í 12. húsi. Slæleg umhirða og stjórn fangelsa, vinnuhæla og sjúkrahúsa notað gegn stjórninni. Island. 7. hús. — Sól í húsi þessu, ásamt Merkúr, Mars, Júpíter og Neptún. Utanríkismálin mjög á dagskrá og njóta almennrar athygli. Baráttan við England heldur áfram og geng- ur á ýmsu. Englendingar halda á- fram þurftarverkum sínum, en að- staða íslands er sterk og líklegt að úr þessu fari tök þessi að fjara út. 1. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. Aðstaða almennings frekar treg. Hætt við kvefkvillum og bezt að gæta sín vel gegn kælingu. 2. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Búast má við miklum um- ræðum um fjárhaginn og rekstur bankanna. Ágreiningur og urgur út af þeim málum og meðferð þeirra. 3. hús. — Tungl ræður húsi þessu. — Flutningastarfsemi og fréttaþjón- usta ætti að vera í sæmilegu lagi. Dálítið óákveðin átök koma í ljós og ef til vill nokkuð linleg. 4. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Umræða um aðstöðu bænda. Urgur og tafir i fram- kvæmdum. 5. hús. — Tungl ræður húsi þessu. — Leikhús ættu að vera undir góð- um áhrifum. Dugnaður ætti að koma í ljós í framkvæmdum og skemmtanalíf undir góðum áhrifum. 6. hús. — Venus og Úran í húsi þessu. — Taugaóstyrkur og veiklun áberandi.. Annars ætti sjúkleikar að vera frekar vægir á þessum tíma og kvillar að lagast fljótlega. 8. hús. — Júpíter ræður hús> þessu. Kunnur klerkur eða andans maður gæti látizt, útiíþróttamaður eða heimspekingur. 9. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Utanlandssiglingar, utan- ríkisverzlun undir góðum áhrifum og mun ganga vel. 10. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Athugaverð afstaða fyrir stjórnina. Annaðhvort fer hún frá eða breyting verður á henni. 11. hús. Satúrn ræður húsi þessu. — Gangur þingmála mun örðugur stjórninni, því slæm afstaða Satúrns til Sólar bendir á það, tafir og hindranir frá hendi framsóknar- manna og kommúnista koma þar greinilega til greina. Umræður miklar og skammir á ferðum, bæði á þingi og í blöðum. Satúrn ræður haldinu til frekari tafa. 12. hús. — Engin pláneta í húsi þessu, og því hefur það eigi áber- andi áhrif. Ritað 19. ág. 1959. Dansskóli Ilermanns Ragnars, Keykjavík tekur til starfa 1. október. Kenndir verða barna- dansar cg samkvæmis- dansar fyrir börn. unglinga og fullorðna, byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Munið okkar vin- sælu hjónaflokka. Upplýsingarit fæst ókeypis í næstu bóka- búð. Innritun og allar nánari upplýsingar í símum 33222 og 11326 daglega. SÓL GRJÓN efla hreysti og heilbrigði Trúlofunarhringir ljósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina, Eterna. Laugavegi 50. — Reykjavík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.