Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 sérkenni. Hver vindlinga- og tó- baksgerð hefur sín eigin „resept“ að efnunum, sem látin eru í tóbak- ið,og þau eru vitanlega leyndar- mál. Og það er líka leyndarmál hvernig ýmsum tegundum af tó- bakslaufi er blandað saman í á- kveðna vindlingategund. Þess vegna er engin furða, þó að margar teg- undir komi á markaðinn, hver með sínum einkennum og bragði, sem að vísu stundum er svo ógreinilegt, að jafnvel þeir, sem þykjast hafa gott vit á tóbaki, geta farið hausa- vilt á tegundunum. í gamla daga voru þeir í miklum metum hafðir, sem glöggir voru á bragð að vindlum. En aumingja vindillinn á ekki sjö daga sæla núna. Hann er ekki í sömu metum og hann var hér fyrrum, og það er bæði pípunni, og vindlingnum þó sérstaklega, að kenna. Þó er ekta havannavindlill ennþá í metum hafður, einkanlega í veislum, og í gamla daga — það er að segja fyrir fimtíu árum, þóttist enginn sæmi- legur karlmaður mega leyfa sér að sýna sig með pípu í samkvæmi, og jafnvel ekki á götum úti. Ef maður sást með pípu í munninum á „Strik- inu“ í Kaupmannahöfn — aðalgöt- unum milii Kongsins Nýjatorgs og Ráðhústorgs — þótti sjálfsagt að þetta væri Englendingur, því að fá- ir aðrir þorðu að sýna „strikinu“ svo mikinn dónaskap að ganga þar með pípu í munninum. En nú er þetta breytt, þó enn séu Danir mestu vindlamenn allra norður- landabúa. „VINDLINGA-ÖLDIN“. Um allan heim hafa vindlinga- reykingar margfaldast á síðustu áratugum. Einhver spakur maður hefur sagt að „vindillinn er vinur friðarins, en vindlingurinn vinur herguðsins Mars,“ og styður þá kenningu við, að vindlingareyk- ingar margfaldast alltaf á ófriðar- tímum. — Á okkar öld eru allir að flýta sér, svo að skýringarinnar á viðgangi vindlingsins er kannske að leita í því. Það er fljótlegra að kveikja sér í vindlingi en láta tó- bak í pípu, og vindlingurinn þykir betri á bragðið —- umfram allt ef menn eru með svo miklu óðagoti, að þeir gleyma að halda pípunni sinni hreinni. En hvað sem þeim skýringum líður þá er það staðreynd.að vindl- ingareykingar fara hraðvaxandi Ef tæknin hefði ekki komið til sögunn- ar mundi þurfa tugi milljóna manna til þess að búa til vindlinga, svo að þeir fullnægðu eftirspurn- inni. í barndómi vindlinganna voru þeir gerðir í höndunum, og þótti það þá vinnufær stúlka, sem gat undið 4 vindinga á mínútu. Vindillinn fór að ryðja sér rúms í lok 18. aldar. Fyrsta vindlagerð í Þýskalandi tók til starfa 1788, en í Englandi ekki fyrr en 1840. En svo kom vindlingurinn. Fyrsta vindlingagerðin í Evrópu tók til starfa í Dresden í Þýska- landi 1862, og var það Rússi nokk- ur af grískum ættum og með frönsku nafni, Laferme, sem stofn- aði hana. En Bandaríkin eru án samanburðar mesta vindlingafram- leiðsluland í heimi, enda reykja engir jafn mikið af þeim og þeir sjálfir, sem skiljanlegt er, þar sem þeir framleiða þriðjung alls tóbaks í veröldinni og hafa fjölbreyttari tóbakstegundir en nokkur þjóð önnur. Snemma á 19. öld var farið að nota vélar til að gera vindlinga, en þær voru seinvirkar. Árið 1884 gerði vindlingafirmað W & Sons, sem síðar gekk inn í „American Tobacco Company" miklar umbæt- ur á þessum vélum, og komst þá framleiðsluhraðinn upp í 200 vindl- inga á mínútu. En vélin, sem fram- leiðir vindlinginn, sem þú ef til vill hefur milli varanna þegar þú lest þetta, getur skilað 1600 vindling- um á mínútu þegar hún flýtir sér, en með hæfilegum ganghraða 1300 vindlingum. Ein stúlka situr við hverja slíka vél, en sami aðstoðar- maður gegnir mörgum þeirra: fyllir tóbaki í geymirinn og tekur við „kartonunum“ fullum af „Chesterfield“, „Camel“, „Lucky strike“ eða hvað þær nú heita. Oll framleiðslan er vélræn, en stúlkan sem situr við hverja vél, lítur eftir, að enginn galli sé á vindlingunum, alveg eins og stúlkan við vefstólinn í dúkaverksmiðjunni. Og svo er þessu dreift á alla markaði veraldar. Vindlingurinn kostar ótrúlega lítið þegar hann kemur úr vélinni, en okkur þykir hann dýr, þegar við kaupum hann í tóbaksbúðinni. Það er fjármála- ráðherra hvers lands, sem gerir hann dýrari. Að meðaltali borgar þú átta sinnum meira fyrir vindl- inginn, sem þú ert með milli var- anna núna, en þegar hann kom inn fyrir landsteinana. ☆ IVIAÐIJRIIMIM, SEM — fór fram úr Davy Crockett 1) Daníel Boone fæddist 1734. Þegar hann var 16 ára, fluttust foreldrar háns til Virginia, og þar gekk Daníel í her- deild Doobs kapteins, sem ekill. Hann var í blóðugri orrustu gegn Indíánum sama ár, þegar Braddock hershöfðingi féll, og 700 með honum. Daníel komst undan á hesti, sem hann náði frá einum vagninum. 3) Boone giftist Rebekku Bryn og átti með henni tvær dætur. Einn vordag 1776 náðu Indíánar í báðar telpurnar er þær voru einar á báti úti á fljóti. Boone veitti þeim eftirför með 6 menn, og tveim dögum síðar tókst honum að ná telpun- um, eftir grimmilegan bardaga. Indíánar höfðu áður drepið tvo syni hans og bróður hans. 2) Hann kannaði allt Kentucky, lagði veg, sem hann kall- aði Wilderness Road um skógana og örfaði menn til að flytja þangað. Landstjórinn í Virginiu fékk Daníei til að bjarga nokkrum mælingamönnum í Kentucky, sem voru í yfirvofandi hættu vegna Indíána. Daníel tókst að koma þeim á öruggan stað, en það var erfið ferð. Þá fór Daníel Boone 800 enskar rnílur á 62 dö?um. 4) Árið 1777 náðu Indíánar í Boone sjálfan og afhentu þeir hann Englendingum, en ári síðar tókst honum að flýja. Síð- an gerði hann samning við Cherokee-Indíána og keypti af þeim mikil landssvæði í Flórida fyrir 50.000 dollara virði í ýmsum vörum. Boone varð frægur fyrir hreysti sína og átrún- aðargoð ameríkanskra stráka. Hann dó árið 1820. Hundrað árum síðar var mynd af honum afhjúpuð í „Hall of Fame“ í Washington D.C.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.