Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 það þér? sagði hún og andlitið ljómaði af fögnuði. — Ég hef hugs- að svo oft til yðar og verið að vona, að þér munduð einhvern tíma líta inn til mín. Þér voruð svo vænn, að þér vilduð tyálpa mér. Komið þér nú inn. Barnabarnið mitt — það er að segja sonardóttir mín — er svo dugleg að baka, svo að bráðum skuluð þér fá kaffi og heimabak- aða kringlu. Ken komst við af þessum hjart- anlegu viðtökum. Það kom á dag- inn að barnabarnið hét Karen og var alls ekkert barn, heldur mynd- arleg stúlka, og talaði ákaflega fallegt mál. Hún var eiginlega eng- in fríðleiksstúlka, en andlitið var þokkalegt og vingjarnlegt. Hún var hæg og hlédræg, en auðséð að hún var einkar nærgætin við ömmu sina. Ken og gamla konan héldu að- allega uppi samræðunum. Eftir þetta kom hann oft til frú Jensen. Oftast var Karen stödd þar; hún var í vist en átti oft frí, og þá var hún öllum stundum hjá gömlu konunni. — Gætuð þér ekki farið með hana Karen í kvikmyndahús eitt- hvert kvöldið, sagði gamla konan einhvern tíma. — Það eru vandræði hvað hún kemur lítið út. Ken roðnaði. Honum hafði oft dottið þetta í hug, en hafði verið deigur við að bjóða henni út með sér. Hún var nokkuð gamaldags í hugsunarhætti og ef hann færi að bjóða henni út með sér mundi hún kannske halda að hann væri ást- íanginn í sér. En nú varð hann að svara ját- andi og nokkrum kvöldum seinna fóru þau saman á kvikmynd. Og þetta varð oftar og Ken hafði gam- an af því — úr því ekki var á betra völ. En eitt kvöldið fann hann sér ástæðu til að segja Karen frá ungfrú Dupont. Hann dró ekki dul á hve ástfanginn hann væri af henni, en sagði henni líka að hún vildi hvorki heyra hann né sjá. En hann sagði henni ekki ástæðuna til þess. Karen horfði í gaupnir sér og sagði: — Ég þóttist skilja að eitt- hvað væri að, og að þú ættir bágt að einhverju leyti. En þú skalt kæra þig kollóttan, þó hún amma sé að reyna að koma okkur saman. Hún sótroðnaði um leið og hún sagði þetta, en svo hélt hún áfram: — Ég skil vel að þér sé illa við það. En hún gerir það i beztu meiningu. — Þú ert góður félagi, Karen. En ef sættir verða aftur milli ungfrú Dupont og mín, skalt þú verða sú fyrsta, sem fær að vita það. Viku síðar gerðust tíðindi. Ung- frú Dupont hringdi sálf, og nú var röddin hvorki köld né ópersónuleg, þó að talað væri um viðskiptamál til að byrja með. Svo spurði hún hann hvernig honum liði, og það að hún skyldi hafa verið móðguð leyndi sér ekki að henni þótti leitt svona lengi. Ken vildi ekki hefna sín, hann svaraði henni eins og ekk- ert hefði ískorist, og allt í einu sagði hún mjóróma og hikandi: — Mér þykir mjög leitt að ég skuli hafa verið svona þver — en það er liðið hjá núna. Getum við ekki hitzt aftur einhvern daginn? Ken spratt upp af stólnum, hringsnerist á gólfinu og hlammaði sér svo á stólinn aftur, svo að brak- aði í honum. — Jú, það vil ég sannarlega, sagði hann brosandi — eg hef alltaf verið að vona, að þér segðuð þetta einhvern tíma. Hún hló. — Jæja, eigum við þá ekki að segja á morgun — á sama stað og sama tíma — en nú megið þér ekki hverfa á burt með göml- um kerlingum í staðinn. Ken var fús til að lofa hverju sem vera skyldi, hann lék á als oddi. Hann hringdi til Karen til þess að segja henni fréttirnar — hann varð að segja einhverjum frá þessu. — Mér þykir vænt um að heyra þetta, þín vegná, sagði Karen. — Ég vildi óska að ég fengi einhvern tíma að sjá hana, hún er vafalaust yndisleg. — Þú færð það, fyrr eða síðar, sagði Ken, en sagði um leið með sér, að það gæti orðið hængur á því. Ungfrú Dupont mundi líklega ekki finnast mikið til um litlu stof- una hjá frú Jensen. Ungfrú Dupont brosti þegar hún kom á móti honum fyrir utan kvik- myndahúsið. En hvað hún er yndis- leg, hugsaði Ken með sér. Himnesk fegurð. Ég hefði aldrei getað hugs- að mér að svona dásamlegar stúlk- ur gætu verið til. En hvað getur hún séð í mér? Hún hlaut að geta valið úr karlmönnunum. Þau fóru í kvikmyndahúsið og fengu miða án þess að hafa pantað. Ken hafði hugsað sér að þau gætu farið niður í bæ og dansað á eftir, en þegar þau komu úr kvikmnda- húsinu heyrði hann sjálfan sig segja: — Eigum við að ganga spöl- korn hérna niður götuna og fá kaffi hjá kunningja mínum? — Ja-á, sagði ungfrú Dupont dá- lítið forviða, — en haldið þér ekki að þeir verði hissa á að . . . — Nei, öðru nær, sagði Ken. — Hún hefur gaman af því. Alla leiðina var hann að hugsa um hvers vegna hann hefði látið sér detta þetta í hug. Það var lík- ast og hann væri að reyna að spilla öilu fyrir sér. Og nú fann hann að hann hafði alltaf talið sig smá- menni í samanburði við ungfrú Dupont. Hún var dásamlegri en svo að hann gæti trúað að hún kærði sig nckkuð um hann — sér- staklega þegar hún kæmist að raun um, að þetta væri hversdagslegur meðalmaður. Hann var hræddur um að fullnægja ekki kröfum hennar, og þá var eins gott að vita það und- ir eins. Hann hafði misst foreldra sína, en hann var eins og heima hjá sér Jijá frú Jensen, þó ekki væri ríkmannlegt þar. En ungfrú Du- pont finndist lítið til um frú Jensen og Karen, mundi hún vafalaust skipa honum á sama bekkinn. Og það vildi hann ekki eiga á hættu síðar — bezt að ganga úr skugga um það strax. Hann hafði aldrei verið jafn ást- fanginn af henni og einmitt núna, en hjá þessu varð ekki komist. Hún var óvenjuleg stúlka en hann varð að láta hana sjá, að hann væri of- ur venjulegur maður. Karen tók innilega á móti þeim, það var helzt að sjá að hún hefði búizt við þeim. Frú Jensen var dá- lítið hissa, en heilsaði þeim báðum vingjarnlega. Ungfrú Dupont leit forviða kring- um sig í stoíunni. Það var enginn vafi á því, að hún tók vel eftir því hjákátlega í fari frú Jensen. En hún hafði einsett sér að vera alúðleg við hana samt. Þá fann Ken allt í einu að hún var að hræsna. En það var líkast og hún liti niður á Karen. Jæja, Karen var ekki annað en veryuleg sveitastúlka. Eða var hún nú það? Hann hlustaði á samtal þeirra og heyrði brátt að Karen var miklu greindari en hin. Hann hafði verið svo gagntekinn af fegurð ungfrú Dupont að hann hafði gleymt að taka eftir gáfnafarinu. En það var báglegt í samanburði við Karen. Ken horfði á þær á víxl. Hann hafði komið með ungfrú Dupont hingað í kvöld — ekki til þess að láta hana lækka, heldur til þess að prófa hvort hann væri henni sam- boðinn. En nú fann hann að hún fullnægði ekki kröfum hans. Og hann gat ekki skilið hvers vegna hann hefði orðið ástfanginn af henni. Þetta var ekki annað en sálarlaus glysbrúða. Hún gat svar- að í sima, en það var líklega það eina sem hún gat. Nú horfði hann á Karen, sem var að bera fram á kaffiborðið. Hún var húsmóðurleg. Ungfrú Dupont fór snemma og var fremur fátöluð á heimleiðinni. Þegar þau komu að dyrum hennar sagði hún stutt góða nótt og hljóp upp stigann. Ken labbaði alla leiðina heim til sín, hann þurfti að hugsa í næði. Hann var sannfærður um að ung- frú Dupont — eiginiega stóð hon- um alveg á sama um skírnarnafn- ið hennar núna — mundi aldrei verða boðin á kvikmynd með hon- um aftur. Undarlegt hvernig allt gat breyzt á fáeinum klukkutím- um. Hann var lítilmenni, fannst hon- um. Ekki í sambandi við ungfrú Dupont heldur í sambandi við Karen. Hann hafði séð raunalega augnaráðið hennar þegar hann fór með ungfrú Dupont. Hún hafði leynt tilfinningum sínum í hans garð, af því að hann hirti ekki um þær — hann hafði verið blindur heimskingi að sjá ekki hve mikils virði Karen var. Hann ætlaði að talá um þetta allt við hana á morgun. Hann þráði að sjá hana aftur — það streymdi ró og friður frá henni og í augum hennar var góðmennska og bros, manni leið vel nærri Karen, hún var ekta. Tilfinningar hans til henn- ar voru annars eðlis en þær höfðu verið til ungfrú Dupont — það hafði verið víma, óraunveruleg þrá eftir því sem aldrei varð náð, — en nú var hann kominn á fastan grundvöll aftur. Þetta var miklu þægilegri tilfinning. Hann var ekki í neinum vafa þegar hann hugsaði til Karenar. Karen var öll þar sem hún var séð. Og hann fylltist þakklæti til gömlu frú Jensen, sem hafði verið verkfæri í hendi örlaganna til þess að breyta tilveru hans. ☆ Uiigur blaðamaður var sendur út af örkinni og átti að skrifa um brúð- kaup, en kom ekki í skrifstofuna fyrr en morguninn eftir. — Hvað á þetta að þýða, spurði ritstjórinn bálvondur. Hvers vegna komuð þér ekki með handritið í gœr? — Vegna þess að það varð ekki neitt brúðkaup til að skrifa um. Brúðguminn varð fyrir bíl á leið- inni í lcirkjuna og dó, og brúðurin dó líka. Þessvegna var hœtt við brúð- kaupið, svo að ég fór heim að sofa. * ^kritlur — Maðurinn minn œtlar að hœtta í skrifstofunni eftir mánuð, og það hefur vakið almenna hryggð hjá hinu starfsfólkinu. — Já, þessu trúi ég. — Það hélt nefnilega, að hann œtlaði að hœtta eftir viku. * — Til svars því, sem þú spurðir mig um i gœr, hvað Marilyn Monroe hefði til að bera en þú ekki .... -K — Þetta getur maður kallað þakklæti, sagði eiginmaðurinn og leit upp úr blaðinu yfir morgun- kaffinu. — Hér er sagt frá manni, sem hefur ánafnað 200 þúsund kr. gamalli kerlingu, sem hryggbraut hann fyrir 55 árum. * — Ég vildi óska að einhver kœmi sem fyrst og keypti þennan hund. * Kaupsýslumaður hafði sent son sinn i skóla til Englands og blöskr- aði hve vistin var dýr. Hann böl- sótaðist í hvert skipti sem hann fékk reikninga. — Og tungumála- kennslan er þó dýrust af þessu óllu saman, sagði hann við kunningja sinn. — Tungumálakennslan? Hvað áttu við? — Líttu á þennan reikning. Hér stendur: „Scotch — 50 pund.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.