Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 11
FALKINN 11 LITLA SAGAN **☆ Ofurstutt rabb ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Ungi verkfræðingurinn Lund opn- ar garðshliðið fyrir Liselotte — og hneigir sig um leið. Hún brosir og þakkar og gengur upp að dyrun- um á ráðhúsinu. Lund verkfræðing- ur leitar í vasa sínum að lykla- kippunni. Hann finnur rétta lykil- inn og stingur honum í skráargatið og opnar. ■— Gerðu svo vel og gakktu í ... . byrjar hann. Liselotte er horfin. Hvert í fjár- anum .... Nú, hún stendur þarna við limgarðinn og er að tala við grannkonuna. Við hlustum sem snöggvast á hvað þær segja. — Nei, er það mögulegt, frú Berg, að hugsa sér þetta, hefur hann drukkið viðstöðutaust síðan þau skildu? Nei, það finnst mér nú full- mikið veizluhald í tilefni af skiln- aðinum! Liselotte er stórhneiksluð. Hún beygir sig enn meir fram á limgirð- inguna. — Nei, en nú skal ég segja yður það allra smellnasta um hana frú Madsen, hárgreiðslukonuna, — þér þekkið hana. Fyrir þrem—fjórum vikum fór hún að megra sig, og þegar hún svo fór til læknisins á eftir kom það á daginn, að hún hafði þyngst um sjö pund. Hvað segið þér um þetta, frú Berg? Sjö pund! Og hún sem hafði svarið, að hún skyldi megra sig svo mikið, að maðurinn hennar gæti notað hana sem pípuhreinsara, þó að hún færi í gömlu teddykápuna sína! Nei, er það ekki það, sem ég hef alltaf sagt .... Nú víkur sögunnj að Lund verk- fræðingi. Hann stendur við forstofu- dyrnar með krosslagðar hendurnar á bringunni og starir ergilegur á kvenfólkið. Svo hallar hann sér upp að dyrastaínum. Þannig stendur hann í eitt kortér og hrukkurnar verða dýpri og dýpri á enninu á honum, en frúrnar tvær hafa nóg að tala um ennþá. Við leggjum eyr- að við dálitla stund á ný: — En svo sagði ég líka: — Frú Jamsöhy, sagði ég, — ég gef ekki fimm aura fyrir blaðalesturinn yð- ar. Þér brunið yfir blaðið eins og ryksuga. Þér =ogið bara í yður all- an óþverrann! Og svo stóð hún þarna gapandi með grátt og illa til haft andlitið. Það var líkast og sálin í henni hefði ekki tekið sér bústað þar ennþá. Jæja, nú verð ég líklega að fara inn og .... Ja, fyrr má nú vera. Vitið þér, hvað slátr- arinn leyfði sér að segja við mig í morgun, þegar ég kom til hans að kaupa hænu til morgundagsins? Mér sýndist hænurnar vera svo brjóstrýrar, og svo spurði ég auð- vitað, hvort þær væru nýjar .... „Nýjar, frú Berg,“ sagði hann, „hvort þær eru nýjar! Takið þér eina heim með yður, og þegar þér hafið gert öndunaræfingar á henni í fimm mínútur er hún orðin bráð- lifandi og fer að verpa!“ Finnst yður nokkur kaupmaður geti leyft sér að .... Lund verkfræðingur lítur á úrið sitt í seytjánda skiptið. Þær frúrn- ar hafa nú staðið þarna við limið i 28 mínútur, og þær hafa auðsjá- anlega nóg að tala um ennþá. — Liselotte! kallar hann óþolin- móður. — Komdu nú! Þú gleym- ir að ---- — Já, elskan mín, nú kem ég! Ég þarf bara að .... Eftir tíu mínútur í viðbót tekst Liselotte að slíta samtalinu. — Ég má víst til að fara, frú Berg, segir hún, — en við getum spjallað ofurlítið saman einhvern- tíma seinna. ■— Ungi maðurinn þarna við dyrnar er líklega farinn að verða óþolinmóður, segir frú Berg. — Já, það liggur við að ég vor- kenni honum. — Hann hefur hlakk- að svo mikið til að fá að bera mig yfir þröskuldinn. Við vorum pússuð saman fyrir tveimur tímum, skilj- ið þér! ☆ Scetasta stúlka í heimi kvað vera í Lima, höfuðborginni í Perú. Stúlk- an varð fyrir því happi eða óhappi að detta ofan í kagga, sem var full- ur af ananas-sykurkvoðu. Síðan hún Isnti í þessari laug hefur hún baðað sig sex sinnum á dag, en þó er an- anasilmur af henni ennþá. Vitið þér ...? að í miðju Rússlandi er til siglinga- merki, í lögun eins og kirkjuturn? Árið 1941 var byggð stífla yfir Volgu, svo að mikið land lagðist undirvatn, sem notað er til miðlun- ar fyrir raforkustöð. í miðju land- inu sem sökk undir lónið, var þorp, sem ekki var rifið og flutt burt. Nú stendur aðeins kirkjuturn þessa þorps upp úr, og er notaður sem siglingamerki fyrir skipin sem sigla á Volga-fljóti. V0 6-IT að pestin (svartidauði) er nú um það bil að hverfa? Árið 1951 veiktust yfir 15.000 manns af þessari hræðilegu drep- sótt, en árið 1958 voru aðeins 213 tilfelli af pestinni, og hefur veikin aldrei orðið jafn fágæt. — Pestm kemur nú aðeins fyrir í Asíu, Afríku og Suður-Ameriku. ☆ ERNEST HEMMINGWAY hefur fengið að kenna á því að ýmis konar bögglar fylgja því skammrifi að vera vinsœll rithöf- undur. Hann hefur orðið milljóna- mœringur í dollurum á bókum sín- um, og nú á hann fjórar sögur fyr- irliggjandi í handriti í bankahólf- inu sínu, en segist ekki hafa efni á að gefa þœr út, vegna þess að skattstjómin muni hirða allan á- góðann af þeim. Hemingway hefur haft meiri tekjur af kvikmyndum bóka sinna en af sölu bókanna. „Gamli maðurinn og hafið“ gaf hon- um t. d. kringum 200 þúsund doll- ara í aðra hönd, auk % af sýning- arágóðanum. Fyrir „For whom the Bells Toll“ gaf af sér 150 þús. dollara og „Vopnin kvödd“ 100 þús- und og „Snjór á Kilimanjaro“ litlu minna. LAND VANAfestunnar. — Gamlir siðir eru í heiðri hafðir í mörgum Evrópulöndum, en meira hefur verið tekið eftir bessu hvað England snertir en t.d. Búigaríu, því að Bretland var stór- veldi en í Búlgaríu „cr langt síðan þetta var“, eins og stendur í góðri gamalli vísu. Kunnur er sá enski siður, að dómari kveði ekki upp dóm nema hann hafi parruk á höfðinu. Það er líka alkunna að nemendur sumra enskra menntaskóla, sem einkum voru ætlaðir ríkra manna afkvæmum, klæddur sérstökum einkennisbúningum, eða að minnsta kosti stakk höfuðfatið í stúf við það sem almennt gerðist. Á einum hinuum frægasta skóla af þessu tagi gengu nem- endur með pípuhatta. — Þessi mynd er úr öðrum skóla, nefnilega Harrow, í útjaðri Lundúna- borgar. Þar er rektorinn að telja nemendurna, eins og bóndi sauði úr rétt. Það er afmæli skól- ans og allir piltarnir eru með stráhatta þann dag. Þcssi siður hefur haldist lengst af þeim öld- um, sem skólinn hefur starfað, en Harrow-skólinn er stofnaður árið 1611, handa „fátækra og guðhræddra manna börnum“, en fékk það orð á sig með tímanum, og efnaðara manna börn um þótti livergi betur borgið cn þar. — Kringum 670 nemendur komast að í skólanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.