Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN var í foreldrahúsum hennar. Þetta var ekki nema stutt millibilsástand hvað hann snerti. Og honum þótti auðsjáanlega gaman að kynnast lífi fátæka fólksins. En hún var honum innilega þakklát fyrir hve alúðlegur hann var við for- eldra hennar. Og núna var hann að tala við Arthur um skólann. „Pabbi hefur fengið þá flugu að ég eigi að taka stúdentspróf og halda svo áfram námi,“ sagði Arthur. „En ég verð víst heldur að hætta öllu námi og hjálpa til að vinna fyrir fjölskvld- unni, því að við getum ekki komist af þegar við missum það sem hún Anna hefur lagt til heimilisins.“ „Þú verður að gera þetta,“ sagði Beaumont gamli stutt. „Það væri illa varið tíma, ef þú legðir allt á hilluna núna, úr því að okkur hef- ur tekist að koma þér svona langt áfram.“ „Hún Anna hefði átt að fá að læra í staðinn fyrir mig,“ muldraði Arthur. „Það var heppni að við kostuðum ekki upp á að láta hana læra,“ sagði Beaumont stutt. „Stúlk- urnar giftast allaf.“ Gordon Westwood hló. „Þær gera það,“ sagði hann. „En komdu nú og sittu svolítið hjá mér, Danny,“ sagði hann og lyfti fjögra ára drengnum af hnjánum á Önnu á hnéð sér. „Svona væri drengurinn minn stór núna, ef hann hefði fengið að lifa,“ sagði hann. „Hafið þér verið giftur áður?“ flýtti frú Beau- mont sér að spyrja. „Eruð þér kannske skilinn?“ „Nei, en bæði konan mín og drengurinn eru dáin,“ svaraði Gordon án þess að líta upp. Hann strauk Danny um hárið, en það var líkast og hann væri að hugsa um allt annað en lokkana á Danny. Nú sá Anna aftur beiskjudrættina kringum munninn á honum, og hún fann glöggt á sér, að Gordon hafði liðið miklar þjáningar. „Jæja, en hvað gerið þið nú, telpur?“ spurði Gordon og sneri sér að Myrnu og Dolley. „Við erum í skólanum líka,“ svaraði Myrna. „En ég hætti í vor og þá ætla ég að reyna að fá mér atvinnu.“ „Hvers konar atvinnu?“ spurði Gordon for- viða. „Þú ert svo ung.“ „Ég verð fimmtán ára í sumar,“ sagði Myxrna íbyggin. ,,Og hún Anna var ekki eldri þegar hún byrjaði að vinna.“ Myrna og Dolley hjálpuðust að við að taka af borðinu og frú Beaumont setti ketilinn yfir eld- inn. Anna hafði gát á því að Gordon fengi að minnsta kosti ekki sprunginn bolla, og hún vonaði að hann tæki ekki eftir, að bollapörin voru ósamstæð. Það hafði blátt áfram reynzt ómögulegt að hafa peninga aflögu fyrir nýjum diskum og bollum. Danny litli hafði sofnað á hnénu á Gordon, og þegar þau bjuggust til brottferðar eftir kaffið, ætlaði Anna að taka hann og fara með hann inn í svefnherbergið. En Gordon leit aðvörunaraugum til hennar. „Láttu hann vera. Hann gæti vaknað,“ sagði hann og stóð varlega upp. Arthur fór að hlæja. „Danny mundi ekki vakna þó að þú misstir hann á gólfið,“ sagði hann. En Gordon fór með hann inn og lagði hann í rúmið hans. Hann var fljótur að sjá að svefnherbergin voru jafn hi'ein, einföld og slitin eins og eldhúsið, og að húsnæðið hafði orðið of þröngt er fjölskyldan stækkaði. Hvað gætu þau til dæmis gert við Danny þegai rúmið hans yrði of lítið honum? Og hvernig hafði Anna komist þarna fyrir, líka? Það var á augunum í honum að sjá að hann myndi allt í einu eftir einhverju. Anna, sem sá hverja minnstu svipbreytingu hans, fór að velta fyrir sér hvað hann mundi vera að hugsa um. Kannske hafði hann fengið sig fullsaddan á fjölskyldunni henn- ar? Gordon ræsti bílinn og hann rann hljóðlega fram götuna. Gordon var enn glaðlegur og á- nægjulegur. „Þakka þér fyrir hve alúðlegur þú varst við fólkið mitt,“ sagði Anna lágt. „Alúðlegur? Ég skammaðist mín,“ sagði Gord- on og hló. „Ef ég hefði gefið mér tíma til að hugsa mig um, hefðum við auðvitað sagt þeim frá þessu fyrst og gift okkur á eftir. Þetta kom yfir þau eins og reiðarslag. Ég dáist að hve vel þau sætta sig við örlögin. Ef þú hefði verið dótt- ir mín, mundi ég hafa flengt bæði þig og ná- ungann, sem þú kynntir fyrirvaralaust sem manninn þinn. En mikið voru þeir Ijómandi góðir, ketsnúðarnir hennar mömmu þinnar.“ „Heyrðu, Gordon,“ sagði Anna forviða. „Mein- ar þú þetta sem þú ert að segja? Ég á við — þetta að þú skammist þín og að þér þyki ketsnúðarnir góðir — og allt það?“ „Auðvitað meina ég það. Bæði ketsnúðarnir og allt annað. Heldurðu að ég segi annað en ég meina? Hver heldurðu að ég sé? Hún Caroline hefur ekki alið mig upp. Já, fyrirgefðu mér, Anna. Ég var búinn að gleyma að þú ert ást- fanginn af Glen.“ Gordon þagði og nú kom alvörusvipurinn á hann aftur. Ástfangin af Glen. Hann hafði gleymt því. Það var rétt komið að Önnu að segja, að hún hefði gleymt því líka. En það gat ekki verið satt, hugsaði hún með sér. Vitanlega var hún ástfangin af Glen. En því var bara þannig háttað, að hún mundi ekki alltaf eftir honum, og það hlaut að koma af því, að svo margt gerðist kring- um hana, sem hún varð að hafa hugann við. Og nú hafði hún heldur ekki neinu að kvíða. Hún var ekkert hrædd við framtíðina. Allur kvíði var horfinn. Gordon Westwood stóð milli henn- ar og umheimsins. Henni fannst að vörn gegn öllu illu byggi í þreklegu herðunum hans. — Nú voru þau komin til San Francisco, án þess að hún vissi af. „Hvað er að, Anna? Ertu þreytt?“ spurði Gordon. „Nei, af hverju heldurðu það?“ „Mér datt í hug að þú vildir staldra við hérna einhversstaðar í borginni. Koma inn og fá þér hressingu,“ sagði hann. Anna hugsaði sig um dálitla stund. „Það er aðeins eitt, sem ég óska mér,“ sagði hún lágt. „Hvað er það?“ „Að komast sem fyrst heim, og að þú spilir fyr- ir mig dálitla stund. Viltu gera það fyrir mig?“ Hann svaraði ekki strax. Anna leit til hans og reyndi að sjá andlitsdrætti hans í rökkrinu. Hún var ekki viss um hvort honum félli uppá- stunga hennar, og allt í einu varð hún hrædd um að honum mislíkaði hún. Hún fann hve nauðalítið hún þekkti þennan mann, sem hún hafði gifst fyrir einum sólarhring. „Ég skal spila fyrir þig, Anna,“ sagði hann og henni fannst rödd hans koma úr fjarlægð. Anna hafði ekki verið inni í slaghörpustofunni síðan hún heimsótti Gordon Westwood í fyrsta skipti, og þegar hún kom þarna inn minntist hún þess hve ósegjanlega raunamædd hún hafði ver- ið þá, en henni fannst það hafa gerzt fyrir mörg- um árum. Hana hafði ekki grunað þá, að hún væri gift Gordon Westwood þegar hún stigi fæti sínum inn í þessa stofu í næsta skipti. En nú var hún frú Westwood og það var með fullum rétti sem hún dró fram einn af þægilegu hæg- indastólunum og kom sér þannig fyrir að hún gat séð andlitið á Gordon þegar hann var að spila. „Hvað viltu að ég spili?“ spurði hann. „Sama verkið sem þú varst að spila þegar ég kom hingað inn seinast, til að tala við þig,“ svar- aði hún. „Það var svo undur fallegt.“ „Ég veit að það var „Appasionata" Beethov- ens,“ svaraði Gordon og snerti nóturnar í sömu andránni. Anna lagði aftur augun. Hún fann ólgandi tónaflóðið lykjast um sig og það vakti enduróma í henni sjálfri. Og hún skildi hvers vegna tónarnir töluðu til hennar á þennan hátt. Það var vegna þess að hún hafði gleymt Glen svo gersamlega, að hún gat ekki einu sinni mun- að andlitsdrætti hans. Nú skildi hún, að hún hafði aldrei elskað hann. — Hún hafði gengist upp við atlot hans og fallið fyrir honum af því að hann var opinberun frá öðrum heimi, en ekki úr hennar gráu hversdagstilveru . . . En Gordon hafði sýnt að hann skildi þá tilveru og meira að segja mat hana mikils og virti hana. Hann var nægilega mikill manndómsmaður til að sjá hið verðmæta í þeirri tilveru, þó hann væri öðru vanur sjálfur. Henni fannst hann sjálfur líkjast tónunum, sem- hann seiddi fram úr þessu dásamlega hljóðfæri. Hann var orku- ríkur en fíngerður um leið, en á vissan hátt var hann brennimerktur af örlögunum. Tónleikur hans lét hana renna grun í eitthvað, ástríðufullt og' viðkvæmt eðli hans og æfaforn eðlishvöt vakti skilning hennar á einhverju, sem ef til vill var ekki hægt að útmála með orðum. En hún þráði að fá að kynnast því, sem einmitt kom fram í tónleik hans, en sem hann leyndi svo vel annars. Anna studdi hendinni undir hökuna. Henni þýddi ekki lengur að reyna að telja sér trú um, að tilfinningar hennar til Gordons væru aðeins þakklætiskennd. Hún elskaði hann af öllu hjarta. Hvers vegna var það ekki barn hans, sem hún gekk með — en ekki barn Glens? Það var fá- sinna. Hún tók ekki eftir að tárin runnu niður eftir fingi’um hennar og niður á stólbríkina. En allt í einu rauf rödd Gordons tónana. Og nú var röddin hörð. „Farðu upp og hallaðu þér, Anna,“ skipaði hann. „Þú ert þreytt.“ Anna hlýddi honum án þess að svara. Álút og grátandi eins og angurvær skólatelpa fór hún út. Gordon Westwood hélt áfram að spila, eins og hann væri haldinn illum anda. Andlitið var eins og steypt í brons og hörundið tognaði á nefinu og kringum munninn. Nasafliparnir titruðu og hann kvaldi sig til að líta ekki við þegar Anna fór frá honum. Hann hélt áfram að spila, tím- unum saman. Svo gekk hann út á svalirnar og kældi höfuðið í svalri næturgolunni. En slagæð- in var hröð og hörð og honum fannst blóðið ólga í sér eins og í seiðkatli. Hann hafði séð Önnu gráta áður. Hún hafði grátið oft, veslingurinn. En það hafði aldrei verið honum að kenna. Fyrr en núna í kvöld. Eða höfðu tónarnir vakið hjá henni þrá eftir Glen. Ætti hann að fara upp til hennar og spyrja hana að því? Morguninn eftir lá lítið bréf frá Gordon á kaffibakkanum, sem Anna fékk upp í herberg- ið sitt. Fingurnir titruðu er hún opnaði það. „Ég verð því miður að fara burt í dag. Viltu gera svo vel að fara í bílnum til San Francisco í dag og kaupa þér föt. Hafðu frú Bucket með þér. Hún veit nokkurn veginn hvers þú þarft með. Legg ávísun hérna með. Gordon.“ Önnu hitaði í kinnarnar og hún fékk hjart- slátt. Nú skildi hún að Gordon var reiður henni, fyrir hvernig hún hafði hagað sér í gærkvöldi. Hún skammaðist sín fyrir að hún hafði ekki get- að haft betri stjórn á sjálfri sér. Kannske hafði hann farið burt til þess að þurfa ekki að sjá hana. Henni fannst það líklegast. En skynsemin minnti hana á, að hann hefði í ýmiss konar kaupsýslu að snúast, og hvers vegna skyldi hann setja fyr- ir sig hvernig hún hagaði sér? En hún fann að hún var sek. Hún hafði spillt undurfögru kvöldi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.