Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Erkibiskup — senwliwnuður ptífu SÁ SÖGULEGI atburður gerðist hér í þessum mán- uði, að kaþólskur erkibiskup, Martin Lucas, sem skipaður hefir verið umboðsmaður páfa á Norður- löndum, kom hingað til lands, en erkibiskup Róm- arkirkjunnar hefir ekki haft aðsetur á Norðurlönd- um síðan fyrir siðaskipti. Martin Lucas hefir að vísu ekki sérstakt biskups- dæmi eins og hinir fornu erkibiskupar, enda þótt hann beri titilinn og staða hans í kaþólsku kirkj- unni sé svipuð eins og þeirra. Kaþólskir söfnuðir eru starfandi á fjórum stöðum á landinu, Reykja- vík, Hafnarfirði, Akureyri og Stykkishólmi. Á meðan erkibiskupinn dvaldi hér á landi fram- kvæmdi hann söngmessu og fermingu í Krists- kirkju í Landakoti. í lok messunnar flutti erki- biskupinn ávarp til safnaðarins og þakkaði mót- tökurnar hér, og sagði að páfi hefði lýst yfir sér- stökum áhuga sínum á lífi Norðurlandabúa, Hann kvaðst fremur hefði kosið að koma hingað að vetr- arlagi til þess að kynnast erfiðleikunum, sem harð- ur vetur og illviðri hefðu í för með sér fyrir íbúa landsins. Hann sagði, að páfi hefði beðið sig að veita öllum trúuðum postullega blessun sína. Hann skoraði á söfnuðinn að standa stöðugan í trúnni og gera skyldur sínar þrátt fyrir alla erfiðleika vorra tíma. Myndin sýnir Martin Lucas erkibiskup í fullum skrúða í Kristskirkju með mítur og bagal. Nýtt varöskip SÍÐAN landhelgisstríðið við Breta hófst hefir hverju mannsbarni hér á landi orðið það ljóst, hvílík nauðsyn góð landhelgisgæzla er. Það kemur öllum saman um það, að starfsmenn íslenzku landhelgisgæzlunnar hafi staðið sig með hinni mestu prýði, sýnt fullkomna festu og ein- urð, en forðast þá um leið aðgerðir, sem dregið gátu til alvarlegri atburða en orðið hafa það rúma ár, sem Bretar einir allra þjóða hafa látið herskip sín verja veiðar fiski- skipa sinna í íslenzkri lögsögu. Það má segja, að nær allur íslenzki varðskipaflotinn sé orðinn úreltur, þar sem nýjustu og stærstu togararnir ganga betur en flest varðskipin. Endurnýjunar er því brýn þörf. Núna fyrir nokkru var nýju varðskipi, sem smíðað er fyrir íslendinga, hleypt af stokkunum í Ála- borg. Verður það lítið eitt stærra en Þór, sem nú er flagg- skip landhelgisgæzlunnar. Var það skírt Óðinn, því ekki þótti annað hæfa en það hlyti nafn eins hinna máttugri meðal ása. Gamli Óðinn verður því að fá nýtt nafn. Óðinn verður gangmesta og fullkomnasta varðskip okkar, og er meðal annars gert ráð fyrir að þyrilvængja geti lent á afturþiljum skipsins og mun fulráðið, að land- helgisgæzlan fái þyrlu. Er ekki vafamál, að það verður til stórbóta fyrir alla landhelgisgæzluna. Mun maður þegar vera farinn utan til þess að læra meðferð hennar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.