Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 5
FALKINN 5 milli landanna, sem hefur knúð þessa áætlun fram og gert fyrir- tækið líklegt til að borga sig. Auk Frakka og ítala leggja Svisslend- ingar fé í fyrirtækið og hafa keypt hluti í því. Hlutafélagið, sem stofn- að hefur til fyrirtækisins, gerir ráð fyrir að annast stjórn vegarins í 70 ár, en að því loknu verður vegur- inn eign franska og ítalska ríkisins. MESTA UMFERÐARLEIÐ EVRÓPU. Vegurinn undir Mont Blanc verð- ur að öllum líkindum fjölfarnasta leið í Evrópu. Hann liggur í nær 14 metra hæð frá Chamonix í Frakklandi (1274 m. yfir sjó) til Entréves í Aosta í Ítalíu (1361 m. y.s.) og er hallinn að norðan 24 m. á hverjum kílómetra, þangað til komið er 5.15 km. inn í bergið og eru göngin þá komin í 1397.6 m. hæð. Síðan hallar göngunum suður til Entréves, en aðeins 2.5 metra á hverjum kílómetra. Verður þannig afrennsli úr göngunum á báða bóga. Samkvæmt áætlun munu 264.000 bílar, 24.000 stórir hópferðavagnar, 49.000 bifhjól og 15.000 vörubílar fara um göngin á ári, með samtals um 2 milljónir manna. Til þess að Framh. á 14. síðu. Opið á jarðgöngunum Ítalíumegin, við Entrévere sést t. h. á myndinni. Héðan eiga ítalir að bora 6.450 metra inn í fjallið, en Frakkar 5.150 metra sín megin. IVIAÐURIMM, SEIU — lék á f iðlu á Keopspýramídanuim 1) Ole Bull kom til Parísar 1831 til að vinna fé og frama. Hann var ekki orðinn frægur þá og undirtektirnar í Frakk- landi voru daufar. Hann svalt heilu hungri, og einn daginn fleygði hann sér í örvæntingu ofan í Signu af Pont Neuf. Hefði hann drukknað ef snarráður ökuþór hefði ekki bjargað honum. 3) f konungsboði í Stokkhólmi hafði hann, hálfvegis í spaugi, sagt konungi, að hann ætlaði sér að leika „Sunnudag selstúlk- unnar“ uppi á toppi einhvers pýramídans í Cairo. Síðar var 'hann á ferð í Cairo og minntist þá samtalsins við Svíakonung. Og nú labbaði hann upp á Keopspýramídann með fiðluna og lék „Selstúlkuna". Að svo búnu sendi hann Svíakonungi skeyti um þetta og um kvöldið hélt hann hljómleika fyrir fullu húsi. 2) Þessi dramatíska sjálfsmorðstilraun vakti athygli á mann- inum og árið eftir lék hann á hljómleikum og Chopin sjálfur lék undir. Hann hafði svo mikið upp úr þessum hljómleikum, að hann gat komizt til Ítalíu. En fyrstu stórsigra sína vann hann í Ameríku. Þar græddi hann fé, og eftir hljómleikana i San Francisco afhenti borgarstjórinn honum pálmagrein úr gulli. 4) Eftir að hafa ferðast um flest lönd Evrópu settist Bull í helgan stein í Bergen. Hann var virturog elskaður í Noregi fyrir framkvæmdir sínar og fórnfýsi. í Ameríku hafði hann stofnað ,,nýlendu“, sem að vísu mistókst og í Bergen stofnaði hann leikhúsið „Den nationale scene“. Öll skip í Bergen blésu, er hann var borinn til grafar. Edvard Grieg spilaði í kirkjunni við jarðarför hans, og Björnstérne Björnson talaði við gröfina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.