Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 8
8 FALIÍINN „Þú ert fávís stúlka,“ sagði lækn- irinn. Hann hafði þekkt hana lengi. Kay horfði hugsandi á hann. Aug- un voru stór og grá, og dökkir skuggar undir. Hjónaskilnaðarmál- ið hafði byrjað fyrir þremur mán- uðum og skuggarnir verið þar síðan. „Hvers vegna komstu til mín?“ spurði hann. Hún leit forviða á hann. „Ég var lasin. Mig langaði til að fá einhver meðul hjá þér.“ „Aðeins eitt meðal dugir þér. Að gráta rækilega." Það var orðið langt síðan hún hafði grátið. Þrjú ár síðan — skömmu eftir að hún fór frá Dirk. Þá hafði hún grátið svo mikið, að hún varð veik af því. Þangað til hún uppgötvaði, að hún gat ekki grátið meira. „Ég veit aðeins eitt ráð,“ sagði læknirinn. „Að þú komist eins langt frá London og þú getur, og reynir að gleyma.“ Gleyma, hugsaði Kay með sér. Gleyma að Dirk hafði sótt um skilnað þrem árum eftir að hún fór frá honum — gleyma öllum ólgudögunum í réttinum og blaða- skrifunum eftir á. Blöðunum hafði þótt þetta „góður matur“. Dirk var einn af kunnustu fornleifafræð- ingum landsins, og átti að fara að leggja í leiðangur til að grafa upp horfna borg í eyðimörkinni. Og hún var kunn sem tízkuteiknari. „Ertu ekki orðin leið á að vor- kenna sjálfri þér?“ spurði læknir- inn. Kay varð hvumsa við. „Ég vor- kenni ekki sjálfri mér. Ef þér finnst að ég ætti að fara — jseja, þá fer ég.“ í lestinni til Ítalíu náði hún í frönsk og þýzk blöð, sem sögðu frá því, að Dirk Carruthers, hinn efni legi fornfræðingur, væri lagður af NiCHDLAS W □ □ D stað út í eyðimörkina. Á myndun- um brosti Dirk sínu ungæðislega brosi, alveg eins og hann hafði brosað í fyrsta sinn, sem hún sá hann. Hún hafði elskað hispursleysi hans og æskugleðina — öryggi hans og þrek. En öryggið varð að drambi og þrekið gerði hann harðan og óbilgjarnan. Hann svífðist einskis til að komast að markinu. Honum varð vel til vina hjá áhrifamiklum körlum og konum — hann smjaðr- aði fyrir eldri konunum og gaf þeim yngri undir fótinn, og var vel á- gengt, því að hann var slyngur og útsmoginn. En Kay sat eftir með tómt og vonsvikið hjarta. í Róm kynntist hún Mark Farr- ell. Hún var að hvíla sig í sólskininu eftir að hafa reikað um Colosseum er hún heyrði rödd við eyrað á sér. „Þér munduð ekki eiga eld- spýtu?“ Ungi máðurinn stóð við hliðina á henni, Hann var hár og ljós yfir- litum og þegar hann brosti til henn- ar ljómuðu blá augun í sólbökuðu andlitinu. Hún tók upp kveikjara og rétti honum. Ungi maðurinn kveikti sér í vindlingi og sagði: „Afsakið þér, ef ég hef truflað dagdrauma yðar.“ Kay uppti öxlum. „Það kemur ekki að sök. Ég staldraði bara við hérna til að hvíla mig.“ Svo varð þögn. Hún bjóst við að hann mundi fara. Loks spurði hann: „Eruð þér ein yðar liðs hérna í Róm?“ Hún kinkaði kolli og sneri bak- inu að honum. „Róm er ekki heppilegur staður til að vera einn á.“ „Mér er óhætt, þó ég sé ein,“ svaraði hún. „Ég átti ekki við það. Ég átti við að það væri meira gaman að vera hérna með öðrum.“ Hún hristi höfuðið. „Ég vil helzt vera ein.“ „Þá það,“ sagði hann, sneri ffá henni og fór. Hún beið langa stund, en hélt svo inn í miðborgina. Sægur af fólki var á götunum og mikið skrölt í litlu hestvögnunum á götusteinunum. Hún var komin niður á Fontana di Trevi. Kringum gosbrunninn stóðu ung hjónaleysi og héldust í hendur og fleygðu aur- um niður í lindina um leið og þau óskuðu sér að fá að koma aftur til Róm. Allt þetta fólk virtist eiga heima í þessari marglitu götulífs- mynd. Kay mundi hvað ungi mað- urinn hafði sagt: „Róm er ekki heppilegur staður til að vera einn á.“ Og allt í einu heyrði hún rödd hans aftur: „Ég held, að þetta verði ágæt mynd.“ Hún leit við og sá hann koma á móti sér og vera að vinda filmuna á myndavélinni. „Þér hafið elt mig!“ sagði Kay ávítandi. Hann leit upp og kinkaði kolli. Augnaráðið var brosandi eins og áður. „Ég heiti Mark Farrell. Ég veit af stað hérna skammt frá, þar sem hægt er að fá ágætt, ískalt öl. Gætuð þér hugsað yður að drekka glas með mér?“ Kay hugsaði sig ekki um nema augnablik. Svo kinkaði hún kolli og þau gengu í hægðum sínum inn í hliðargötu. „Leggið þér í vana yðar að bjóða ókunnugum, ungum dömum upp á öl?“ spurði hún. „Ekki nema þeim sem mér lízt vel á,“ sagði hann. Þau gengu gegnum lágt port og inn í garð, sem var eitt blómahaf, og með smáborðum undir sítrónu- trjánum. Þjónninn heilsaði Mark kunnuglega og kom með tvö há glös með freyðandi, köldu öli. Kay hall- aði sér aftur í stólnum. „Þér eruð undarlegur maður,“ sagði hún. „Þér hafið ekki einu sinni spurt mið hvað ég heiti.“ Mark leit á hana. „Hvað heitið þér þá?“ spurði hann letilega. Hún hugsaði til blaðaskrifanna heima í Englandi og síðustu yfir- skriftanna í frönsku og þýzku blöð- unum. — Kay Devereux,“ svaraði hún hratt. Það var nafnið, sem hún hafði heitið áður en hún giftist. Hann breytti ekki svip. „Ljóm- andi fallegt," sagði hann og kink- aði kolli. Kay létti. Loks gat hún andað ró- legar. Þessi maður vissi ekkert um Dirk og hjónaskilnaðinn og allt, sem hún hafði orðið að líða. Hún smádreypti í ölið og Mark sagði henni frá Róm. „Yður þykir vænt um þessa borg, er það ekki?“ sagði hún loksins. „Hún hefur tilgang," sagði Mark. Kay kinkaði kolli. Hún skildi, hvað hann meinti. „Og hvað hafið þér fyrir stafni hérna?“ Mark horfði ofan í glasið sitt. „Ég vinn í brezka sendiráðinu, en er í fríi eins og stendur.“ Og eftir stutta þögn bætti hann við hæversk- lega: „Og þér?“ Kay hló. „Þér hirðið mig á göt- unni í gerókunnri borg og látið mig spyrja yður um allt það, sem þér hefðuð átt að spyrja mig um.“ Hann leit upp. „Ég er forvitnari um að vita, hvers vegna fólk gerir hlutina en hvaða hluti það gerir.“ „Ég er ekki viss um að ég skilji þetta,“ sagði hún. „Eg skal skýra yður það betur. Þegar ég sá yður í Colosseum spurði ég sjálfan mig: Hvers vegna er þessi unga dama svona mæðuleg? Og þegar ég sá yð- ur aftur við gosbrunninn, datt mér það sama í hug.“ Kay var hætt að brosa. Henni féll alls ekki að samtalið snerist í þessa átt. En hann hélt áfram: „Það er oftast tvennt, sem gerir konur óhamingjusamar. Það fyrra . . .“ Kay flýtti sér að standa upp. „Það er mál til komið að komast heim í gistihúsið,“ sagði hún. Hann stóð upp og studdi hendinni á hand- legginn á henni. „Þér verðið að fyrirgefa mér,“ sagði hann biðjandi. „Ég ætlaði mér ekki að vera ónær- gætinn.“ Hún yppti öxlum. „Það skiftir engu máli, sagði hún dræmt. „Það er best að ég fari heim.“ Um hádegið daginn eftir fann Kay, sjálfri sér til undrunar, að hún saknaði Marks. Hún gat ekki ann- að en hugsað um hann. Tveimur tímum seinna afréð hún að fara til Lcndon undireins daginn eftir. Hún sat niðri í salnum og var að lesa járnbrautaáætlanirnar um kvöldið, og allt í einu heyrir hún rödd: „Ég beið með að koma þangað til núna, því að mér datt í hug, að þér vilduð helst að ég kæmi ekki fyrr.“ Fyrst datt henni í hug, að hann mundi hafa veitt sér eftirför til að sjá hvar hún ætti heima. Og henni þótti vænt um það. Hann horfði hikandi á hana. Svo varð augna- ráðið brosandi. „Vagninn stendur og bíður hérna fyrir utan,“ sagði hann. Þetta var hestvagn og þau óku hægt fram steinlagða götuna. „Hvert erum við að fara?“ spurði Kay. „Á besta matstaðinn í borginni,“ svaraði hann. Staðurinn reyndist vera heimilið „Nei, ég skal ekki krefjast neins. Við tölum ekki meira um það . ..

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.